Fréttablaðið - 13.12.2018, Blaðsíða 12
A lþjóðaheilbrigðis-st o f n u n i n h e f u r spáð því að árið 2020 verði þunglyndi meginorsök örorku í heiminum og að
streita og þunglyndi kosti banda-
rískan efnahag hundruð milljarða
dollara á ári í tekjur.
Kulnun er hugtak sem er notað
yfir það þegar fólk brennur út í
starfi. En þetta ástand sem skapast
eftir langvarandi og alvarlega streitu
er skilgreint af Alþjóðaheilbrigðis-
stofnuninni sem örmögnun (e. vital
exhaustion).
„Vanlíðan og alvarleg veikindi
vegna streitu varða almannahag.
Þetta er mikið áhyggjuefni,“ segir
Alma D. Möller landlæknir. „Streita
er langstærsta ástæða heilsubrests
og brottfalls á vinnustöðum lands-
ins. Konur sem eru um fertugt eru
stærsti hópurinn sem leitar sér
aðstoðar en ungir karlmenn eru líka
stækkandi hópur,“ segir Alma og
vísar í tölfræði VIRK sem hefur það
hlutverk að efla starfsgetu einstakl-
inga í kjölfar veikinda eða slysa.
Á síðasta ári leituðu þangað 1.854
einstaklingar vegna heilsubrests
í starfi. Langstærstur hluti þeirra
sem leitar eftir hjálp hjá VIRK eru
konur, eða 66%, og karlar 34%. Yfir
70% þeirra sem leita til VIRK hafa
ekki starfsgetu vegna andlegra sjúk-
dóma eða stoðkerfisvandamála og
þeim einstaklingum sem glíma við
bæði stoðkerfisvanda og geðrænan
fer fjölgandi.
„Við vitum meira í dag um marg-
vísleg áhrif streitu á heilsu. Hún
veldur þreytu og svefntruflunum
sem hafa áhrif á vinnufærni okkar
og getur valdið slysum. Streita veikir
einnig ónæmiskerfið og getur valdið
líkamlegum veikindum. Framleiðni
verður minni og farsæld í samfélag-
inu verður einnig minni,“ segir Alma.
„Líf okkar er að breytast. Það er
að breytast með tækniframförum
og þéttari byggð. Það er meiri hraði,
kröfurnar eru fleiri. Verkefnin sem
fylgja okkar breytta líferni eru fleiri,
en við höfum ekki tíma til að sinna
þeim. Og það tekur toll. Við sjáum
merki um þetta í lýðheilsuvísum
okkar. Við sjáum til dæmis að bæði
börn og fullorðnir fá ekki nægan
svefn.
Svefn er svo mikilvægur í því að
efla mótstöðuafl okkar gegn streitu.
Unglingar þurfa um níu tíma svefn
en í lýðheilsuvísum okkar kemur
til dæmis fram að 40% unglinga á
höfuð borgarsvæðinu fá minna en sjö
tíma svefn. Fjórðungur fullorðinna
sefur minna eða jafnt og sex tíma á
nóttu. Það er alltof lítið,“ segir Alma.
Alma segir aukna áherslu hjá
fyrir tækjum á að sinna samfélags-
legri ábyrgð og vill beina því til
þeirra að stuðla að minni streitu og
betri heilsu starfsmanna sinna.
„Því fylgir samfélagsleg ábyrgð að
reka heilsueflandi vinnustað. Það
er svo ótrúlega mikilvægt að koma
böndum á þetta. Við erum nefnilega
að vakna upp við vondan draum og
þurfum að horfa á allt samfélagið.
Heilsa er ekki bara mál heilbrigðis-
kerfisins heldur samfélagsins alls.
„Lífið er ekki dans á rósum og allir
lenda í erfiðleikum og skakkaföll-
um. Það er mikilvægt að þjálfa upp
þá eiginleika sem eru mikilvægir til
að takast á við áföll. Þrautseigju er
hægt að þjálfa upp. En þó að þraut-
seigjan sé góð vörn gegn streitu þá
er hvíldin það enn frekar,“ ítrekar
Alma. „Og við getum ekki ofhlaðið
Erum að vakna upp við vondan draum
Rannsóknir í Evrópu og í Bandaríkjunum benda til að hátt í 60 prósent forfalla á vinnumarkaði megi rekja til streitu. Engin ástæða er
til að halda að annað gildi um íslenskan vinnumarkað. Hér eins og annars staðar leita sífellt fleiri sér aðstoðar vegna streitu og kuln-
unar í starfi. Alma Möller landlæknir skorar á vinnustaði landsins að sýna samfélagslega ábyrgð í því að reka heilsueflandi vinnustaði.
„Við vitum meira í dag um margvísleg áhrif streitu á heilsu. Hún veldur þreytu og svefntruflunum sem hafa áhrif á
vinnufærni okkar og getur valdið slysum,“ segir Alma Dagbjört Möller landlæknir. FréttAblAðið/Ernir
okkur verkefnum. Sænska sjón-
varpið framleiddi þætti um streitu
á meðal kvenna sem voru sýndir
á RÚV um daginn. Þar er fjallað
um konur sem brenna út í starfi. Í
kvennabaráttunni sögðu konur:
We can do it. En kannski ættu þær
konur sem eru ofhlaðnar verkefnum
nú að krefjast eðlilegra álags og
segja: We can’t do it.“
Alma segist hafa lesið hugleið-
ingar rithöfundarins Guðrúnar Evu
Mínervudóttur sem upplifði kulnun
fyrir nokkrum misserum.
„Hún sagði: Gerðu færra, gerðu
eitt í einu, gerðu það hægar. Hafðu
lengra bil á milli gjörða. Og þetta
er einmitt málið. Samfélag okkar
er á svo mikilli ferð. Við þurfum að
hægja á okkur. Við ætlum okkur svo
mikið.“ Meira á www.frettabladid.is
2020
er árið sem spáð er að
þunglyndi verði orðið megin
orsök örorku í heiminum.
1.854
leituðu til VIRK árið 2017
vegna heilsubrests í starfi.
60%
forfalla á vinnumarkaði má
rekja til streitu.
30%
þeirra sem leita til VIRK
starfa við þjónustu og
verslun.
3-4%
landsframleiðslu eru áætluð
tapaðar tekjur vegna heilsu
brests á vinnustað.
40%
unglinga á höfuðborgarsvæð
inu fá minna en
7 tíma svefn.
Kristjana Björg
Guðbrandsdóttir
kristjana@frettabladid.is
Konur og karlar jafn útsett fyrir streitu
Ragnheiður Guðfinna
Guðnadóttir, fram-
kvæmdastjóri og ráðgjafi
hjá Forvörnum ehf.,
stýrir hópum karla sem
koma saman og ræða
um reynslu sína af því að
brenna út í starfi.
Hún segir karla og
konur jafn útsett fyrir
streitu. En karlar afneiti
frekar vandanum og leiti sér seint
aðstoðar.
„Karlmenn virðast vera seinni
til að fella niður afneitun sína á
vandamálinu og leita aðstoðar. Þá
er vandinn orðinn ansi mikill og
erfitt fyrir þá að horfa lengur fram
hjá vandamálinu. Konur og karlar
eru jafn útsett fyrir streitu, en kon
ur hins vegar veljast meira í störf
þar sem eru áhættuþættir fyrir að
kulna í starfi,“ segir Ragnheiður
Guðfinna.
Forvarnir ehf. reka Streituskóla
og streitumóttöku fyrir þá sem
telja sig glíma við alvarlega streitu.
Í Streituskólanum er sett upp
markvisst bataferli sem felur í sér
endurhæfingu fyrir þá sem missa
hæfni til starfa.
„Streituskólinn sérhæfir
sig í að meta einstaklinga
sem eru óvissir um stöðu
sína, vita ekki hvert á að
leita og þurfa mat frá
óháðum fagaðila. Þegar
við metum einstakling
með sjúklega streitu eða
kulnun þá setjum við upp
markvisst bataferli sem
felur í sér endurhæfingu á
vinnufærni viðkomandi.
Einstaklingar sem þekkja og
finna fyrir alvarlegum streituein
kennum verða fyrst og fremst
að fella niður fordóma, koma sér
upp úr afneitun og viðurkenna
vandann. Leita til fagaðila og hefja
markvisst ferli til að ná heilsu á
ný.“
Ragnheiður Guðfinna segir
mikilvægt að stjórnendur þekki
einkenni streitu hjá sjálfum sér
til að geta lesið í streitu starfs
manna sinna. „Þeir þurfa að fá
handleiðslu í nálgun varðandi það
hvernig eigi að benda starfsmanni
á stöðu sína og vera sveigjan
legir og skilningsríkir þegar starfs
maður er tilbúinn að koma aftur
til starfa.“ – kbg
ragnheiður
Guðfinna
Guðnadóttir.
Í áfallastreituröskun
eftir hrun
Jóhann F. Friðriksson sérfræðingur
hjá Vinnueftirlitinu:
Hver er þín reynsla af ís
lenskum vinnumarkaði og að
stæðum fólks, úr hverju þarf að
bæta? Hvernig
minnkum við
hættuna
á kulnun
í starfi á
íslenskum
vinnu
markaði?
Álagið er
mikið víðast
hvar í samfélag
inu. Kannski
erum við
Íslendingar að
upplifa einhvers konar einkenni
áfallastreituröskunar eftir hrun
þar sem fjárhagslegt og sam
félagslegt áfall dró fram það
besta í okkur, fólk stóð saman, og
var ákveðið í að komast í gegnum
storminn. Svo þegar betur árar
og vindinn lægir koma áhrifin í
ljós. Mikið hefur gengið á sjúkra
sjóði stéttarfélaga og svo virðist
sem örorka sé að aukast. Þó er
vert að taka fram að aldrei hafa
verið eins margir á vinnumarkaði
hér á landi eins og nú og eru
hlutfallslega mun fleiri starfandi
hér á vinnumarkaði en í flestum
viðmiðunarlöndum okkar.
Veruleikinn er sá að árang
ur hefur náðst hér á landi á
mörgum sviðum vinnuverndar,
sér í lagi varðandi öryggismál en
nú sjáum við slysum fjölga aftur
sem er áhyggjuefni. Minna hefur
farið fyrir sálfélagslegum þáttum
vinnuverndar hér á landi, þáttum
sem tengjast eðli vinnunnar,
skipulagi hennar eða vinnuað
stæðum og hafa andleg eða
félagsleg áhrif á einstaklinginn
eða starfshópinn. Nú hefur orðið
áherslubreyting með aukinni
vitundarvakningu fólks um mikil
vægi þess að líða vel í vinnu og
koma heil heim, bæði á sál og
líkama.
Meira á Fréttablaðið plús.
Jóhann F. Friðriks-
son sérfræðingur
hjá Vinnueftirlitinu
Mikið hefur
gengið á sjúkra
sjóði stéttarfélaga og svo
virðist sem örorka sé að
aukast.
Fimm algeng
einkenni kulnunar
n Gleymska Er algengt
einkenni þegar lang
vinn streita eða kulnun
er til staðar.
n Þreyta Getur komið fram við
áhyggjur, andlega og líkamlega
áreynslu eða ofreynslu í starfi og
einkalífi. Fólk getur fest sig í víta
hring vegna álags
og skortir þá bæði
hvíld og svefn.
n Pirringur Skap
breytingar eins
og pirringur eru
algengar við langvinnt álag.
n Áhugaleysi Er al
gengt ef kulnun hefur
gert vart við sig. Fólk lýsir því að
það glati gleðinni. Það hlakki ekki til
og ráði ekki við verkefni sín.
n Svefnleysi Fólk nær ekki hvíld
vegna spennu, álags og streitu.
??
z z z
F@!!**K
EHH?...
TIlVeRan
1 3 . d e S e m b e r 2 0 1 8 F I m m T U d A G U r12 F r é T T I r ∙ F r é T T A b L A ð I ð
1
3
-1
2
-2
0
1
8
0
4
:5
0
F
B
0
8
0
s
_
P
0
7
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
6
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
B
B
-3
0
D
C
2
1
B
B
-2
F
A
0
2
1
B
B
-2
E
6
4
2
1
B
B
-2
D
2
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
9
A
F
B
0
8
0
s
_
1
2
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K