Fréttablaðið - 13.12.2018, Blaðsíða 30
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um-
fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar-
efni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Sólveig Gísladóttir, solveig@frettabladid.is s. 550 5762 | Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.
is, s. 550 5761 Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is, s. 550 5766 Brynhildur Björnsdóttir, bryn-
hildur@frettabladid.is, s. 550 5765 | Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@frettabladid.is, s. 550 5769 | Starri
Freyr Jónsson, starri@frettabladid.is, s. 550 5763 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Kristín Þorsteinsdóttir
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli
Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@
frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is,
s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 550 5653,
Við höfum árlega verið hluti af jólagjafahandbókum Kringlunnar og Smára-
lindar. En í ár ákváðum við að gefa
aðeins út rafræna handbók. Það er
náttúruvænna, sparar pappír og
minnkar það mikla pappírsflóð
sem berst inn um lúgur lands-
manna á hverju ári og endar svo
ævinlega í ruslinu,“ segir Brynja
Dan Gunnarsdóttir, markaðsstjóri
S4S. Hún segir rafrænu handbók-
ina ótrúlega vel heppnaða enda
sé hún sú fyrsta sinnar tegundar á
landinu.
„Síðan er lifandi og gagnvirk.
Þannig er hægt að versla beint af
henni og skoða myndbönd meðan
maður flettir í gegnum þessa 71
síðu af ótrúlega skemmtilegum og
flottum jólagjafahugmyndum fyrir
hann, hana, barnið og alla fjöl-
skylduna,“ segir Auður Jónsdóttir,
rekstrarstjóri netverslana S4S.
Þær skóbúðir sem standa á bak
við vefverslunina S4S eru Air,
Kaupfélagið, Toppskórinn, Kox,
Ellingsen, Steinar Waage, Skechers,
Ecco og þrjár netverslanir, air.is,
skor.is og ellingsen.is.
Þær stöllur segja mjög algengt að
fólk nýti sér rafrænu handbókina
til að velja jólagjafir fyrir sína
nánustu. „Meira að segja okkar
eigin starfsmenn hafa séð eitthvað
nýtt og skemmtilegt sem þeir vissu
ekki af, þannig að þarna eru hug-
myndir sem koma svo sannarlega
að gagni.“
Auður segir alltaf mikið að gera
í vefversluninni, ekki bara núna
fyrir jólin, heldur alla daga. En
hvað er vinsælast á síðunni? „Nike
er alltaf stór partur af sölunni en
svo er bara allur gangur á því og
Rafræn jólagjafahandbók S4S er sú fyrsta sinnar tegundar á landinu. Síðan er lifandi og gagnvirk.
Þannig er hægt að versla beint af henni og skoða myndbönd meðan maður flettir í gegnum þessa
71 síðu af skemmtilegum og flottum jólagjafahugmyndum fyrir hann, hana, barnið og fjölskyldu.Úrvalið í jólagjafahandbókinni kemur á óvart og þar ættu allir að geta fundið eitthvað sem hentar.
Auður og Brynja segja alla geta fundið eitthvað við sitt hæfi hjá S4S.
Framhald af forsíðu ➛
breytilegt eftir árstíðum og veðri.
Við erum oft með skemmtileg
tilboð fyrir netklúbbsvini okkar og
fólk er duglegt að nýta sér það og
við erum dugleg að að senda raf-
ræn fréttabréf með því nýjasta.“
Hvernig er skótískan í ár? „Skó-
tískan er komin í hring eins og
flestir hafa tekið eftir. Buffalo og
þykkir botnar komu sterkir aftur
inn og það virðist ætla að haldast
eitthvað áfram. Svo er lakkáferð og
rúskinn mjög sterkt líka um þessar
mundir ásamt því að strigaskór eða
„sneakerar“ eru alltaf vinsælir og
verða áfram,“ svarar Brynja.
Þegar fólk verslar á vefnum er
oft hætta á að varan passi ekki.
Þær Brynja og Auður segja það allt
í lagi enda ekkert mál að skila og
skipta. „Fólk getur annaðhvort sent
okkur vöruna aftur og við sendum
rétta stærð til baka, eða farið með
hana í þá búð þar sem hún fæst, og
skipt þar. Hverri sendingu fylgir
miði þar sem eru upplýsingar
um úr hvaða búð varan kemur,“
segir Auður og bætir við að einnig
sé boðið upp á 14 daga endur-
greiðslufrest og því geti þeir sem
líkar ekki varan fengið endurgreitt.
Jólagjafahandbók S4S er skemmti-
leg og auðveld í notkun. Hana má
finna á vefsíðunni www.s4s.is
Í ár ákváðum við að gefa aðeins út rafræna
handbók. Það er náttúruvænna, sparar pappír
og minnkar það mikla pappírsflóð sem berst inn um
lúgur landsmanna á hverju ári.
Brynja Dan Gunnarsdóttir, markaðsstjóri S4S
Jólagjafa-
handbókina
má nálgast á
síðunni:
www.s4s.is
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 3 . D E S E M B E R 2 0 1 8 F I M MT U DAG U R
1
3
-1
2
-2
0
1
8
0
4
:5
0
F
B
0
8
0
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
B
B
-3
F
A
C
2
1
B
B
-3
E
7
0
2
1
B
B
-3
D
3
4
2
1
B
B
-3
B
F
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
8
0
s
_
1
2
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K