Fréttablaðið - 13.12.2018, Blaðsíða 28
Haukar - Stjarnan 60-73
Stigahæstar: LeLe Hardy 33 - Danielle Ro-
driguez 25, Bríet Sif Hinriksdóttir 19.
Skallagrímur - Snæfell 90-87
Stigahæstar: Shequila Joseph 35, Sigrún
Ámundadóttir 17 - Kristen McCarthy 35.
KR - Breiðablik 76-73
Stigahæstar: Orla O’Reilly 30, Kiana Jo-
hnson 13 - Sanja Orazovic 28, Kelly Faris 24.
Nýjast
Dominos-deild kvenna
Meistaradeild Evrópu
E-riðill
Ajax - B. München 3-3
0-1 Robert Lewandowski (13.), 1-1 Dusan
Tadić (61.), 2-1 Tadić, víti (82.), 2-2 Lewan-
dowski, víti (87.), 2-3 Kingsley Coman (90.),
3-3 Nicolás Tagliafico (90+5.).
Benfica - AEK Aþena 1-0
1-0 Alex Grimaldo (88.).
Staðan: B. München 14, Ajax 12, Benfica 7,
AEK Aþena 0.
F-riðill
Man. City - Hoffenheim 2-1
0-1 Andrej Kramarić, víti (16.), 1-1 Leroy
Sané (45+1.), 2-1 Sané (61.).
Shakhtar - Lyon 1-1
1-0 Júnior Moares (22.), 1-1 Nabil Fekir (65.).
Staðan: Man. City 13, Lyon 8, Shakhtar 6,
Hoffenheim 3.
G-riðill
Real Madrid - CSKA M. 0-3
0-1 Fedor Chalov (37.), 0-2 Georgi Schenni-
kov (43.), 0-3 Arnór Sigurðsson (73.).
Plzen - Roma 2-1
1-0 Jan Kovařík (62.), 1-1 Cengiz Ünder (68.),
2-1 Tomáš Chorý (72.).
Staðan: Real Madrid 12, Roma 9, Plzen 7,
CSKA Moskva 7.
H-riðill
Valencia - Man. Utd. 2-1
1-0 Carlos Soler (17.), 2-0 Phil Jones, sjálfs-
mark (47.), 2-1 Marcus Rashford (87.).
Young Boys - Juventus 2-1
1-0 Guillaume Hoarau, víti (30.), 2-0 Hoarau
(68.), 2-1 Paolo Dybala (80.).
Staðan: Juventus 12, Man. Utd. 10, Valencia
10, Young Boys 4.
13. DESEMBER - 1. JANÚAR
WORLD DARTS CHAMPIONSHIP
ALLA DAGA Á SPORT 2
Tryggðu þér
áskrift á
stod2.is
Fótbolti „Það er skrítið að segja
að maður sé pínu svekktur eftir 0-3
sigur og mark á Santiago Bernabéu.
Við ætluðum okkur í Evrópudeild-
ina en svona er þetta stundum. Við
erum mjög ánægðir með okkar
leik,“ sagði Arnór Sigurðsson í sam-
tali við Fréttablaðið eftir frækinn
sigur CSKA Moskvu á Real Madrid
á heimavelli þrettánfaldra Evrópu-
meistaranna í gærkvöldi.
Leikurinn á Santiago Bernabéu
rennur Arnóri eflaust seint úr
minni. Ekki nóg með að CSKA hafi
unnið heldur skoraði Skagamaður-
inn eitt mark í leiknum og lagði upp
annað fyrir Fedor Chalov. Þetta var
stærsta tap Real Madrid á heimavelli
í Evrópuleik frá upphafi og fyrsta
tap liðsins í riðlakeppni Meistara-
deildarinnar í níu ár. En þrátt fyrir
að hafa unnið báða leikina gegn
Real Madrid endaði CSKA í fjórða
og neðsta sæti G-riðils og missti þar
með af sæti í 32-liða úrslitum Evr-
ópudeildarinnar. Pólska liðið Vikt-
oria Plzen tryggði sér þátttökurétt í
Evrópudeildinni með sigri á Roma
í gær.
„Við ætluðum að sækja stigin
gegn Viktoria Plzen og reyna að
halda í við hin liðin. Hið þveröfuga
gerðist. Við unnum báða leikina
gegn Real Madrid en töpuðum á
móti Plzen sem varð okkur að falli,“
sagði Arnór sem er orðinn næst-
markahæsti Íslendingurinn í sögu
Meistaradeildarinnar þrátt fyrir að
hafa aðeins spilað sex leiki í keppn-
inni.
„Við spiluðum nánast hinn full-
komna leik. Við vissum að þeir
myndu vera meira með boltann og
við þyrftum að nýta færin okkar.
Nánast allt sem við lögðum upp
með gekk upp í leiknum. Þeir komu
mjög framarlega á völlinn og við
vissum að við þyrftum að vera fljótir
að sækja í svæðin sem opnuðust,“
sagði Arnór sem fékk heiðursskipt-
ingu í uppbótartíma. Landi hans,
Hörður Björgvin Magnússon, lék
allan tímann í vörn CSKA.
Arnór segir að tilfinningin að
skora gegn Evrópumeisturum síð-
ustu þriggja ára, og á þeirra eigin
sögufræga heimavelli, hafi verið
einstök. „Hún var ólýsanleg. Manni
hefur dreymt um þetta síðan maður
var krakki, að spila á þessum velli
og það skemmdi ekki að skora í 0-3
sigri,“ sagði Arnór.
Ekki skemmdi fyrir að fjölmargir
úr fjölskyldu hans, alls 16 manns,
voru í stúkunni á Santiago Berna-
béu í gær. Þar á meðal voru for-
eldrar hans, systkini, kærasta og afi
og amma.
„Þau voru 16 hérna úr fjölskyld-
unni svo það var ekki boði að spila
neinn skítaleik og tapa. En það var
ennþá skemmtilegra að þau voru
hérna,“ sagði Arnór.
ingvithor@frettabladid.is
Tilfinningin var ólýsanleg
Arnór Sigurðsson var að vonum hæstánægður með að skora í 0-3 sigri CSKA Moskvu á Real Madrid á
heimavelli Evrópumeistaranna. Skagamaðurinn ungi hefði þó viljað komast í Evrópudeildina eftir áramót.
Arnór Sigurðsson fagnar eftir að hafa komið CSKA Moskvu í 0-3 gegn Real Madrid á heimavelli Evrópumeistaranna, Santiago Bernabéu. NoRDiCPHotoS/GEttY
Þau voru 16 hérna
úr fjölskyldunni svo
það var ekki í boði að spila
neinn skítaleik og tapa.
Arnór Sigurðsson
1 3 . d e s e m b e r 2 0 1 8 F i m m t U d A G U r28 s p o r t ∙ F r É t t A b l A ð i ð
sport
1
3
-1
2
-2
0
1
8
0
4
:5
0
F
B
0
8
0
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
B
B
-2
B
E
C
2
1
B
B
-2
A
B
0
2
1
B
B
-2
9
7
4
2
1
B
B
-2
8
3
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
0
8
0
s
_
1
2
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K