Fréttablaðið - 13.12.2018, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 13.12.2018, Blaðsíða 28
Haukar - Stjarnan 60-73 Stigahæstar: LeLe Hardy 33 - Danielle Ro- driguez 25, Bríet Sif Hinriksdóttir 19. Skallagrímur - Snæfell 90-87 Stigahæstar: Shequila Joseph 35, Sigrún Ámundadóttir 17 - Kristen McCarthy 35. KR - Breiðablik 76-73 Stigahæstar: Orla O’Reilly 30, Kiana Jo- hnson 13 - Sanja Orazovic 28, Kelly Faris 24. Nýjast Dominos-deild kvenna Meistaradeild Evrópu E-riðill Ajax - B. München 3-3 0-1 Robert Lewandowski (13.), 1-1 Dusan Tadić (61.), 2-1 Tadić, víti (82.), 2-2 Lewan- dowski, víti (87.), 2-3 Kingsley Coman (90.), 3-3 Nicolás Tagliafico (90+5.). Benfica - AEK Aþena 1-0 1-0 Alex Grimaldo (88.). Staðan: B. München 14, Ajax 12, Benfica 7, AEK Aþena 0. F-riðill Man. City - Hoffenheim 2-1 0-1 Andrej Kramarić, víti (16.), 1-1 Leroy Sané (45+1.), 2-1 Sané (61.). Shakhtar - Lyon 1-1 1-0 Júnior Moares (22.), 1-1 Nabil Fekir (65.). Staðan: Man. City 13, Lyon 8, Shakhtar 6, Hoffenheim 3. G-riðill Real Madrid - CSKA M. 0-3 0-1 Fedor Chalov (37.), 0-2 Georgi Schenni- kov (43.), 0-3 Arnór Sigurðsson (73.). Plzen - Roma 2-1 1-0 Jan Kovařík (62.), 1-1 Cengiz Ünder (68.), 2-1 Tomáš Chorý (72.). Staðan: Real Madrid 12, Roma 9, Plzen 7, CSKA Moskva 7. H-riðill Valencia - Man. Utd. 2-1 1-0 Carlos Soler (17.), 2-0 Phil Jones, sjálfs- mark (47.), 2-1 Marcus Rashford (87.). Young Boys - Juventus 2-1 1-0 Guillaume Hoarau, víti (30.), 2-0 Hoarau (68.), 2-1 Paolo Dybala (80.). Staðan: Juventus 12, Man. Utd. 10, Valencia 10, Young Boys 4. 13. DESEMBER - 1. JANÚAR WORLD DARTS CHAMPIONSHIP ALLA DAGA Á SPORT 2 Tryggðu þér áskrift á stod2.is Fótbolti „Það er skrítið að segja að maður sé pínu svekktur eftir 0-3 sigur og mark á Santiago Bernabéu. Við ætluðum okkur í Evrópudeild- ina en svona er þetta stundum. Við erum mjög ánægðir með okkar leik,“ sagði Arnór Sigurðsson í sam- tali við Fréttablaðið eftir frækinn sigur CSKA Moskvu á Real Madrid á heimavelli þrettánfaldra Evrópu- meistaranna í gærkvöldi. Leikurinn á Santiago Bernabéu rennur Arnóri eflaust seint úr minni. Ekki nóg með að CSKA hafi unnið heldur skoraði Skagamaður- inn eitt mark í leiknum og lagði upp annað fyrir Fedor Chalov. Þetta var stærsta tap Real Madrid á heimavelli í Evrópuleik frá upphafi og fyrsta tap liðsins í riðlakeppni Meistara- deildarinnar í níu ár. En þrátt fyrir að hafa unnið báða leikina gegn Real Madrid endaði CSKA í fjórða og neðsta sæti G-riðils og missti þar með af sæti í 32-liða úrslitum Evr- ópudeildarinnar. Pólska liðið Vikt- oria Plzen tryggði sér þátttökurétt í Evrópudeildinni með sigri á Roma í gær. „Við ætluðum að sækja stigin gegn Viktoria Plzen og reyna að halda í við hin liðin. Hið þveröfuga gerðist. Við unnum báða leikina gegn Real Madrid en töpuðum á móti Plzen sem varð okkur að falli,“ sagði Arnór sem er orðinn næst- markahæsti Íslendingurinn í sögu Meistaradeildarinnar þrátt fyrir að hafa aðeins spilað sex leiki í keppn- inni. „Við spiluðum nánast hinn full- komna leik. Við vissum að þeir myndu vera meira með boltann og við þyrftum að nýta færin okkar. Nánast allt sem við lögðum upp með gekk upp í leiknum. Þeir komu mjög framarlega á völlinn og við vissum að við þyrftum að vera fljótir að sækja í svæðin sem opnuðust,“ sagði Arnór sem fékk heiðursskipt- ingu í uppbótartíma. Landi hans, Hörður Björgvin Magnússon, lék allan tímann í vörn CSKA. Arnór segir að tilfinningin að skora gegn Evrópumeisturum síð- ustu þriggja ára, og á þeirra eigin sögufræga heimavelli, hafi verið einstök. „Hún var ólýsanleg. Manni hefur dreymt um þetta síðan maður var krakki, að spila á þessum velli og það skemmdi ekki að skora í 0-3 sigri,“ sagði Arnór. Ekki skemmdi fyrir að fjölmargir úr fjölskyldu hans, alls 16 manns, voru í stúkunni á Santiago Berna- béu í gær. Þar á meðal voru for- eldrar hans, systkini, kærasta og afi og amma. „Þau voru 16 hérna úr fjölskyld- unni svo það var ekki boði að spila neinn skítaleik og tapa. En það var ennþá skemmtilegra að þau voru hérna,“ sagði Arnór. ingvithor@frettabladid.is Tilfinningin var ólýsanleg Arnór Sigurðsson var að vonum hæstánægður með að skora í 0-3 sigri CSKA Moskvu á Real Madrid á heimavelli Evrópumeistaranna. Skagamaðurinn ungi hefði þó viljað komast í Evrópudeildina eftir áramót. Arnór Sigurðsson fagnar eftir að hafa komið CSKA Moskvu í 0-3 gegn Real Madrid á heimavelli Evrópumeistaranna, Santiago Bernabéu. NoRDiCPHotoS/GEttY Þau voru 16 hérna úr fjölskyldunni svo það var ekki í boði að spila neinn skítaleik og tapa. Arnór Sigurðsson 1 3 . d e s e m b e r 2 0 1 8 F i m m t U d A G U r28 s p o r t ∙ F r É t t A b l A ð i ð sport 1 3 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :5 0 F B 0 8 0 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 B B -2 B E C 2 1 B B -2 A B 0 2 1 B B -2 9 7 4 2 1 B B -2 8 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 8 0 s _ 1 2 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.