Fréttablaðið - 13.12.2018, Blaðsíða 16
Anna María tekur á móti blaðamanni í snotru skrifstofuhús-næði í Engihjalla. Nú eru tvö ár liðin frá því að hún brotnaði
niður. Hún er í nýrri vinnu og lífs-
stíllinn er breyttur. Bataferlið hefur
verið langt og stendur enn yfir.
„Minnið er ekki alveg komið, er þó
miklu betra,“ segir hún og brosir.
Anna María segir sögu sína af líkam-
legri og andlegri örmögnun. Kulnun
og forsagan sé víti til varnaðar. „Ég
var nefnilega orðin veik miklu fyrr.
Ástvinir mínir og heimilislæknirinn
voru löngu búin að sjá í hvað stefndi
en ég hlustaði ekki, ég var í afneitun
þangað til það var of seint,“ segir
Anna María.
„Kröfur til fólks í þjóðfélaginu
eru orðnar of miklar. Þær eru sér-
staklega miklar til kvenna. Nú fyrir
jólin hugsa ég að margir séu að
keyra sig út. Sækja viðburði, baka
ótal kökusortir, halda gott heimili.
Það eimir enn af því viðhorfi að
þetta sé hlutverk kvenna meira en
karla. Þó held ég að allir séu undir
álagi í desember. Þetta er erfiður
mánuður og væntingar fólks miklar.
Við vinnum meira en áður, hvert
heimili þarf tvær innkomur til að
komast af. Við erum líka að eldast
og því eiga margir aldraða foreldra
sem þeir annast. Við hugsum líka
betur um börnin okkar en áður,
sinnum þeim meira því það er svo
miklu meira vitað um þýðingu þess.
Þau eru með alls kyns greiningar. Og
svo erum við í ræktinni og viljum
taka þátt í félagslífi og ofan á þetta
allt saman erum við sítengd þó að
við séum búin að stimpla okkur út.
Bæði í starfi og einkalífi vegna sam-
félagsmiðla,“ segir Anna María.
„Ég var þangað til skellurinn kom
alltaf að græja og gera. Gerði það
með bros á vör. Ég, eins og margir
aðrir Íslendingar, er alin upp við
það að dugnaður og það að harka af
sér sé dyggð. Fyrst gerir þú allt sem
þarf að gera, svo hvílir þú þig,“ segir
Anna María um rót vandans.
„Ég hugsa að veikindin hafi í raun
byrjað um leið og mamma dó. Árið
2013. Ég bjó erlendis á þessum tíma,
fjarlægðin gerði það að verkum að
ég fór að þjást af djúpstæðu sam-
viskubiti. Ég var ekki að gera nóg.
Pabbi var nýverið greindur með
Alzheimer en eftir fráfall mömmu
hrundi heilsa hans. Ég flyt heim og
fer að taka þátt í umönnun pabba.
Fyrstu einkenni mín gera vart við
sig árið 2014 og eru gleymska,“ segir
Anna María sem segist hafa fundið
til ótta. Enda hafi faðir hennar
nýverið greindur með Alzheimer.
Læknirinn sagði þá við mig að það
væri ekkert að mér nema að ég væri
undir miklu álagi. Hann átti eftir að
segja þetta nokkrum sinnum við
mig en ég meðtók það aldrei,“ segir
Anna María.
„Það er síðan mikill vendipunktur
í mínu lífi þegar ég tek að mér mjög
krefjandi starf. Ég fer úr því að vera
mannauðsstjóri með 50 starfsmenn
í 350 á einu ári. Við vorum reyndar
fleiri með þennan stóra hóp. Vinnu-
dagarnir fóru að lengjast. Fyrst fór
ég að mæta fyrr en hætta klukkan
fimm. Svo færðust mörkin sífellt
til og ég var æ oftar komin heim
klukkan sex og farin að taka vinnu
með mér heim á kvöldin. Um leið
og allir voru búnir að borða var ég
búin að opna tölvupóstinn og farin
aftur að vinna.“
Líf Önnu Maríu og líðan tók
miklum breytingum. Hún hætti að
stunda reglulega hreyfingu og fór
að borða óhollan mat. Hún fann
fyrir skapsveiflum sem fylltu hana
ótta og minnisleysið hélt áfram
að aukast. „Sumarið áður fann ég
fyrir skrýtnum skapsveiflum. Ég
brast stundum í grát eða reiddist að
óþörfu, varð neikvæð. Ég sem hafði
alltaf verið svo glöð. Þetta var bara
ekki ég!
Ég fékk ekki jákvæða endurgjöf
í vinnunni frá framkvæmdastjóra
fyrirtækisins. Þá leitaði ég út fyrir
vinnustaðinn eftir henni og stofnaði
félagasamtökin ICF. Að stofna svona
félag er meiriháttar mál en þarna
hafði ég samt tilgang og ég fékk
jákvæða endurgjöf. Þarna fann ég
að ég var einhvers virði,“ segir Anna
María sem hélt áfram að hlaða á sig
verkefnum. „Ofan á allt annað álag
vorum við með skiptinema á heim-
ilinu sem kallaði mig súpermömmu.
Ég hlustaði ekki á neinar viðvaranir.
Maðurinn minn var til dæmis alveg
með á hreinu hvað var í gangi. En
mér fannst ég eiginlega bara dugleg
og töff og var í mikilli afneitun.
Og á Þorláksmessu vakna ég og er
bara tilfinningalega flöt. Tankurinn
búinn. Það var bara ekkert eftir. Ég
vaknaði og fór bara strax að gráta.
Ég grét svo stanslaust allan daginn.
Hringdi í framkvæmdastjórann og
gat varla gert mig skiljanlega fyrir
ekka. Ég fékk veikindaleyfi og ætl-
aði bara að vera í stuttan tíma að
jafna mig. Á milli jóla og nýárs. Það
átti ekki eftir að ganga. Því í mars á
næsta ári þá sit ég í vinnu við skrif-
borðið og bara brest í grát. Niður-
brotið var algjört. Og það var þá
sem ég leitaði mér hjálpar. Í raun og
veru alltof seint. Ég fann til mikillar
skömmustutilfinningar,“ segir hún.
„Ég hélt að það væri ekki hægt
að finna svona mikinn andlegan og
líkamlegan sársauka. Það var eins og
hver taug væri þanin. Eins og ég væri
hengd upp á þráð. Ég hét mér því
að ég skyldi aldrei aftur láta þetta
fara svona. Þegar ég lít til baka þá
sé ég þetta skýrt. Þetta snýst um að
setja sér mörk. Taka ábyrgð á heilsu
sinni og vellíðan. Ég gerði það ekki.
Kenndi aðstæðum um, yfirmann-
inum, fyrirtækinu. Álaginu. Það var
alltaf einhverjum öðrum að kenna
og ég var bara að bregðast við. En
nú sé ég að það var ég sem kom mér
í þessar aðstæður og ég sem ber
ábyrgð. Á mér. Þegar ég var búin
að átta mig á þessu þá fékk ég hjálp.
Frá fjölskyldu og vinum og síðast en
ekki síst, frá mér sjálfri.
Ég endurskoðaði líf mitt. Hætti
í starfinu sem mér leið illa í. Efldi
styrkleika mína. Ég fór að fara út að
ganga og er nú fallin fyrir því að ganga
á fjöll. Það gefur mér orku og gleði. Ég
syndi líka og hef voðalega gaman af
blómum og næri mig með því líka.
Ég er ekki lengur andlega fjarverandi.
Bataferlið er langt en mjög gefandi. En
þetta hefði getað farið miklu verr. Því
samviskusemin var að drepa mig.“
Og ráð Önnu Maríu til þeirra sem
lesa þetta og glíma við streitu: „Hlust-
aðu á ástvini þína, hvað eru þeir að
segja þér. Og staldraðu við. Það er lífs-
ins nauðsyn að gæta að því að hlúa að
sér og styrkleikum sínum.“ – kbg
Var í afneitun þangað
til það var of seint
Á Þorláksmessu fyrir tveimur árum átti Anna María Þorvaldsdóttir að mæta
til vinnu en gat það ekki. Hún vaknaði og það var eins og það hefði eitthvað
brostið innra með henni. Hún átti bágt með að tjá sig og grét stöðugt.
Streita er kamelljón
Séra Hildur Eir Bolladóttir
skrifar hugvekju um streitu:
Streita er kamelljón, það sem við oft
teljum vera streitu er ekki endilega
streita og það sem við sjáum ekki sem
streitu er einmitt oft versta streitan.
Okkur hættir til í umræðunni að ein-
falda hluti, sama um hvað ræðir. Þannig
höfum við í gegnum tíðina tengt streitu
og kulnun fyrst og síðast við of mikið
vinnuálag, það þýðir að þegar fólk finnur til
ofþreytu í þjóðfélagi vinnudýrkunar eins og á Ís-
landi, þorir það síður að hafa orð á líðan sinni af ótta
við að vera kannski ekki treyst fyrir verkefnum eða
jafnvel ekki ráðið til annarra starfa. Við búum í litlu
samfélagi sem gerir orðspor okkar mjög hávært. Ef ég
tala bara út frá sjálfri mér sem gegni nokkuð krefjandi
starfi þar sem ég þarf að gefa mikið af sjálfri mér og
setja einbeitingu og orku í aðrar manneskjur hvern
einasta dag myndi ég hiklaust segja að sú streita sem
ég hef persónulega upplifað helst í gegnum árin sé
tilfinningaleg streita en ekki streita tengd of miklu
vinnuálagi. Auðvitað var maður oft undir
álagi í upphafi vega þegar allt var nýtt
og framandi í prestsskapnum en með
aukinni reynslu hafa verkin reynst
manni léttari. Þess vegna segi ég það,
vegna þess að ég þekki streitu eins og
eflaust allir gera, að sú streita sem hefði
kannski helst getað leitt mig til kulnunar
er streita tengd til dæmis eigin heilsu,
samskiptum innan stórfjölskyldu, hjóna-
bandi, áfengisneyslu og djúpstæðum ótta við
að vera ekki nóg. Ótta við að vera ekki nógu klár, ekki
nógu gefandi, ekki nógu framúrskarandi manneskja,
ekki nógu góð manneskja. Þess vegna vil ég benda
á hættuna við það að einfalda orsakir streitu vegna
þess að þær eru svo margþættar og oft djúpstæðar
og þess vegna er svo mikilvægt að leita eftir góðu
samtali, góðum spegli til að skoða hvað það er sem
veldur okkur raunverulega streitu og er jafnvel á góðri
leið með að gera okkur örmagna. Farðu fallega með
þig því eftir þinn dag kemur aldrei neinn eins og þú
inn í þetta líf.
Umræðan um streitu er ekki ný af nálinni, við höfum vitað um nokkuð langt skeið að hún hefur ýmis áhrif á heilsu okkar og ekki síst ef hún verður of mikil. Mikilvægt er að muna að hófleg streita er okkur í raun nauðsyn-
leg. Þannig höfum við drifkraft til að ganga í verkefni
og klára þau, til dæmis við verkefnaskil, próf eða jafn-
vel við líkamlega áreynslu líkt og í keppnisíþróttum.
Þeir sem þekkja til vita að ekki er hægt að mæla hana
beinlínis líkt og við getum mælt gildi nýrnastarfsemi
eða viðlíka þátta í líkamanum. Það eru til ýmiss konar
spurningalistar og svo auðvitað í viðtali, skoðun og
mati einstaklings koma í ljós atriði sem leiða til þess
að fólk greinist með allt að því sjúklega streitu og jafn-
vel kulnun.
Það er mjög erfitt að skilgreina út frá sjálfum sér
hvaða álag er öðrum hóflegt, líklega er það stærsti ein-
staki þátturinn í því að upplifun verður ekki svo auð-
veldlega yfirfærð á aðra. Hver kannast ekki við það að
vinnufélagi, liðsfélagi, yfirmaður eða jafnvel foreldri
skilji ekki að þessar eða hinar aðstæðurnar valdi
spennu hjá öðrum, álagi og auðvitað streitu? Þetta
er einstaklingsbundið mál og því verður öll nálgun
eðlilega aðeins óljósari en þegar við meðhöndlum til
dæmis streptókokka í hálsi. Annaðhvort ertu með þá
eða ekki og við getum með nokkuð einföldum hætti
greint þarna á milli með rannsókn sem annaðhvort
staðfestir eða hrekur greininguna.
Hvernig lýsir streitan sér ?
Hún getur birst á ótal vegu og í tengslum við fjöl-
marga þætti. Streitan er í sjálfu sér eðlilegt fyrirbæri
sem lagast þegar einstaklingurinn nær að hvílast og
sortera það áreiti sem hann er að upplifa að valdi
streitunni hjá honum hverju sinni. Samverkandi
þættir í vinnu, persónulegir og félagslegir, samkeppni,
aukin harka í samskiptum og hraði samfélagsins hafa
áhrif á streitu og þá þann möguleika að þróa sjúk-
lega streitu. Kulnun eða örmögnun er í raun framhald
af langvarandi streituástandi sem ekki fæst lausn á
og getur valdið alvarlegum og jafnvel langvarandi
veikindum.
Læknar og fagfólk í heilbrigðisþjónustu sér töluvert
af fólki sem er komið á þennan stað en mörkin á milli
þessara þátta geta verið óljós. Í umræðunni undan-
farið hefur átt sér stað vakning og er streita ofarlega í
huga margra. Mikill umræða hefur átt sér stað einnig
um mótstöðuafl einstaklinga og það hversu reiðubún-
ir þeir eru að takast á við álagstíma sem koma alltaf í
lífinu. Það er kynslóðamunur og einnig ákveðin, við
skulum segja lenska, að þykja það lítt merkilegt að
vera í þessu ástandi, sérlega hjá þeim sem upplifa slíkt
síður eða eiga erfitt með að setja sig í spor annarra. Því
þarf að breyta.
Hvað er til ráða?
Það er augljóslega mjög einstaklingsbundið
hvað veldur streitu hjá hverjum og einum. Lík-
lega er fræðsla og upplýsingagjöf til almenn-
ings besta leiðin. Þá að hver og einn líti í
eigin barm og velti fyrir sér hvort lífið og
tilveran með öllu því sem fylgir sé mögulega
að valda ástandi sem manni líður ekki vel
með. Þá er gott að velta því fyrir sér hvaða
þættir sérstaklega geti verið verri en aðrir,
samanber samskipti, vinna, maki, börn,
fjárhagur og þannig mætti lengi telja. Sækja
sér aðstoð ef viðkomandi er ekki viss hvar
á að leita skýringa á breyttri líðan. Reyna að
átta sig á því hverju er hægt að breyta og beina
athyglinni að því að laga eitt í einu. Muna að
hvíla sig og leyfa sér það, þeir sem eru
komnir það langt að verða veikir
þurfa annars konar inngrip. Þá
þurfum við öll að muna að
upplifun og líðan er persónu-
legt mál og að við erum
mismunandi og álagsþol
okkar einnig.
Teitur
Guðmundsson
læknir
Streita
og kulnun
Hver kann-
ast ekki
við það að
vinnufélagi,
liðsfélagi,
yfirmaður
eða jafn-
vel foreldri
skilji ekki
að þessar
eða hinar
aðstæðurnar
valdi spennu
hjá öðrum,
álagi og auð-
vitað streitu?
Og á Þorláksmessu
vakna ég og er bara
tilfinningalega flöt. Tankur-
inn búinn. Það var bara
ekkert eftir. Ég vaknaði og
fór bara strax að gráta. Ég
grét svo stanslaust allan
daginn.
Anna María
Þorvaldsdóttir
Tilveran
1 3 . d e s e m b e r 2 0 1 8 F I m m T U d A G U r16 F r é T T I r ∙ F r é T T A b L A ð I ð
1
3
-1
2
-2
0
1
8
0
4
:5
0
F
B
0
8
0
s
_
P
0
7
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
6
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
B
B
-0
9
5
C
2
1
B
B
-0
8
2
0
2
1
B
B
-0
6
E
4
2
1
B
B
-0
5
A
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
8
0
s
_
1
2
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K