Fréttablaðið - 13.12.2018, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 13.12.2018, Blaðsíða 46
Ég tek inn inn- blástur víða, yfir- leitt frá fólki sem ég sé í mínu daglega lífi eða úr gömlum bíómyndum. Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is Áhugi Sigmundar Páls Frey-steinssonar á fatahönnun hófst stuttu eftir að hann byrjaði í framhaldsskóla. Hann er nú á lokaári í námi í fatahönnun við Listaháskóla Íslands og segist hafa kafað eins djúpt og hann gat inn í þennan heim og vera alltaf að kynnast nýjum hlutum. „Ég stefni á að starfa erlendis eftir útskrift til að öðlast meiri þekk- ingu og reynslu. Bransinn úti heillar mig mun meira en að starfa hérna heima. En ég sé fyrir mér á endanum að koma aftur til Íslands með verðmæta reynslu og starfa þá hér á landi. Það þarf að halda áfram að byggja upp vettvang fyrir fatahönnun á Íslandi og þá skiptir máli að koma með þekkingu inn frá öðrum löndum. Áhugi minn liggur að mestu leyti í herratísku en ég reyni að fylgjast með öllu því helsta sem er í gangi í heimi fata- hönnunar. Mér finnst þó sérstak- lega skemmtilegt að fylgjast með japönskum hönnuðum.“ Utan fatahönnunar og tísku eru helstu áhugamál Sigmundar tónlist og japanskar bókmenntir. Í sífelldri þróun Samhliða náminu tekur hann þátt, fyrir hönd nemenda, í endur- skoðun námsbrautar fyrir fata- hönnun í Listaháskólanum. „Það þarf sífellt að þróa námið áfram til að mæta síbreytilegum þörfum nemenda og samfélagsins. Það sem er mest áberandi í breytingar- ferlinu er aukin áhersla á sjálf- bærni. Listaháskólinn hefur verið framarlega á því sviði en gott dæmi um það er verkefnið Misbrigði sem er unnið árlega í samstarfi við Rauða krossinn. Í því verkefni er einungis notast við endurunnin textíl. Hönnuðir framtíðarinn- ar þurfa að vera meðvitaðir um skaðsemi iðnaðarins og leggja sitt af mörkum til að þróa bransann í rétta átt.“ Spurt og svarað Hvernig myndir þú lýsa fatastílnum þínum? Stílinn minn er mínímalískur. Ég klæðist nánast eingöngu japanskri hönnun og legg mikla áherslu á gæði í flíkum. Áttu þér tískufyrirmyndir? Ég tek inn innblástur víða, yfirleitt frá fólki sem ég sé í mínu daglega lífi eða úr gömlum bíómyndum. Hvernig fylgist þú með tískunni? Samfélagsmiðlar eru góðir til að fylgjast með tískunni og þar finnst mér Instagram besti miðillinn. Annars finnst mér best að ferðast til að sjá mismunandi menningu og upplifa tískuna beint í æð. Hvar kaupir þú helst fötin þín? Ég kaupi fötin mín nánast ein- göngu erlendis, yfirleitt þegar ég ferðast. Auk þess kaupi ég föt gegnum netið, þá helst hjá Farfetch, Ssense og Grailed. Hvaða litir eru í uppáhaldi? Svartur, dökkblár og vínrauður eru í uppáhaldi hjá mér. Áttu minningar um gömul tísku- slys? Tíðarandinn breytist og stíllinn þróast. Það sem var einu sinni málið er það ekki endilega lengur. Sumir hlutir eiga sinn tíma og aðrir eru tímalausir. Hvaða flík hefur þú átt lengst og notar enn? Það er peysa frá Acne Studios sem ég hef átt lengi og nota mikið. Áttu þér uppáhaldsverslanir? Uppáhaldsverslanirnar mínar eru l'éclaireur Hérold í París og Yohji Yamamoto verslunin í Aoyama, Tókýó. Áttu þér eina uppáhaldsflík? Uppáhaldsflíkin mín er Yohji Yamamoto kápa frá haustlínunni 2016. Bestu og verstu fatakaupin? Besti kaupin mín eru skór frá ítalska skósmiðnum Guidi sem ég nota nánast á hverjum degi. Ég geri aldrei slæm kaup því ég hugsa mig vel um áður en ég festi kaup. Hvað einkennir klæðnað ungra karla í dag? „Streetwear“ hefur aldrei verið stærra og merkjadýrkun er í hámarki. Ungir karlar hafa aldrei haft meiri áhuga á tísku en í dag en á sama tíma finnst mér oft eins og að unga karlmenn vanti persónulegan stíl og séu of uppteknir af því að eltast við aðra. Notar þú einhverja fylgihluti? Fylgihlutir eru lykilatriði að mínu mati. Ég geng með hringa, eyrna- lokka, hliðartöskur, klúta og fleira. Leggur áherslu á gæðaföt og japanska hönnun Sigmundur Páll Freysteinsson er á lokaári í námi í fatahönnun við Listaháskóla Íslands. Hann stefnir á að starfa erlendis eftir útskrift og safna verðmætri reynslu til að nýta síðar hér á landi. Svartar, dökkbláar og vínrauðar flíkur eru í uppáhaldi og fylgihlutir eru algjört lykilatriði að hans mati. Myndir af hönnun Sigmundar fyrir verkefnið „Embodied Architecture“ sem nemendur á þriðja ári í fata- hönnun gerðu í samstarfi við Epal og textílframleiðandann Kvadrat. MYND/KJARTAN HREINSSON Sigmundur P. Freysteinsson nemi í fatahönnun. MYND/KJARTAN HREINSSON Hönnun Sigmundar fyrir verkefnið Misbrigði sem er unnið af nem- endum í fatahönnun á 2. ári við LHÍ í samstarfi við Fatasöfnun Rauða kross Íslands. MYND/ANNA MAGGÝ JÓLA-FÓLK Viltu þú auglýsa í mest lesna blaði landsins? Hafðu þá samband við auglýsingadeild Fréttablaðsins. Sími 550 5077 – serblod@frettabladid.is Alla föstudaga fram að jólum verður Fólk Fréttablaðsins stútfullt af smákökum, kertaljósum, konfekti, mandarínum, jólamat, jólatísku, jólasögum og jólastemningu heima og að heiman. Vertu með í jólaskapi og komdu jólaskilaboðum þínum beint til lesenda. FERMINGARGJAFIR Fim tu aginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is 10 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 3 . D E S E M B E R 2 0 1 8 F I M MT U DAG U R 1 3 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :5 0 F B 0 8 0 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 B B -1 8 2 C 2 1 B B -1 6 F 0 2 1 B B -1 5 B 4 2 1 B B -1 4 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 8 0 s _ 1 2 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.