Fréttablaðið - 13.12.2018, Blaðsíða 65

Fréttablaðið - 13.12.2018, Blaðsíða 65
Bækur Sjúklega súr saga Sif Sigmarsdóttir og Halldór Baldursson Sjúklega súr saga hefst á formála þar sem væntanlegir lesendur, sem áætlað er að séu á barns- eða unglingsaldri, eru ávarpaðir með þeim orðum að það sé mesti misskilningur að saga sé leiðinleg, hún sé ekki bara skemmtileg heldur geti þessi bók og þekkingin sem hún miðlar reynst vopn í baráttunni við leiðinlega fullorðna sem segja að allt hafi verið betra þegar þau vöppuðu um á sauðskinnsskónum með strengjakvartetta í vasadiskó- inu að leika að legg og skel. Bókin gengur síðan út á að sanna að þessi fullyrðing sé rétt og tekst það rúm- lega prýðilega. Sjúklega súr saga er skemmtileg og frjó nálgun að sögu Íslands frá öndvegissúlum að inter- neti eins og stendur á bókarkápu. Bókin er byggð upp af stuttum köflum sem er skipt í nokkra enn styttri textamola þannig að lesefnið er ekki samfellt og hluti sögunnar er sagður í myndum. Hún er eiginlega eins og blanda af Öldinni okkar og teiknimyndasögublaði. Kaflarnir fara nokkurn veginn í tímaröð gegnum Íslandssöguna og bera nöfn eins og „Sturlaðir Sturl- ungar“ og „Rúllandi hausar og fyrir- gefning syndanna“. Inn á milli koma svo ýmsir almennari kaflar. „Kven- mannslaus í kulda og trekki kúrir saga vor“, var sungið á Áfram stelpur plötunni sem kom út á kvennafrí- daginn 1975 og þessi Íslandssaga ber þess merki sem aðrar. Þessi stað- reynd er þó tekin fyrir í kafla um kvennafríið sem ber hið grípandi heiti „Þegar pylsurnar kláruðust“ og reynt að finna skýringar. Þá er aðferðafræði fræðigreina eins og sagnfræði og fornleifafræði útskýrð til að gefa tilfinninguna fyrir því hvernig sú þekking sem miðlað er í bókinni er fengin og þá er einnig kafli um hvernig aðrar þjóðir hafa séð okkur gegnum tíðina. Síðast en ekki síst hafa margir velt fyrir sér hvernig hrunið muni fara inn í sögu- bækurnar og það gerist nú í fyrsta sinn svo vitað sé, að minnsta kosti í bók sem opinberlega kallar sig Sögubók. Samkvæmt Sjúklega súru sögunni var það á köflum ótrúlegra en nokkur skáldskapur. Sif Sigmarsdóttir rithöfundur og Halldór Baldursson teiknari búa í sameiningu til bók sem gerir Íslandssöguna spennandi og aðgengilega með því að nálgast hana á hæfilega ábyrgðarlausan hátt. Halldór er væntanlegum les- endum vel kunnur, bæði sem mynd- skreytir barnabóka og skopmynda- teiknari svo stíll hans hittir beint í mark og myndirnar styðja bæði við textann og standa sjálfar. Og svo eru bæði texti og myndir afskaplega fyndin sem aldrei skaðar. Það er ekki líklegt að þessi bók verði lögð til grundvallar sögu- kennslu í grunn- og framhalds- skólum en hún mun eflaust koma mörgum kennurum að góðu gagni við að vekja áhuga á efninu. Og Passlega hress sagnfræði bæði grúskkrakkar og krakkar sem ekki hafa eirð í langan textalestur munu detta inn í þessa Sögu eins og ekkert sé. Það stendur aftan á bókinni að það sé ráðlegt að fela hana fyrir fullorðnum því þeir séu vísir til að skemmta sér yfir henni líka og ég held af persónulegri reynslu að það sé alveg rétt. Brynhildur Björnsdóttir NiðurStaða: Passlega ábyrgðarlaus og vel unnin yfirreið yfir Íslands- söguna, öllum til ánægju. Skemmtileg og frjó nálgun á sögu Íslands frá öndvegissúlum að interneti eins og stendur á bókarkápu. Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið til 19 alla daga til jóla | www.forlagid.is LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA ÆTTLEIDDUR TIL ÍSLANDS OG SKILAÐ! Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar sögu Hasims af miklu næmi og innsæi Saga af höfnun, baráttuvilja og dug „... grípandi og hlýleg ...“ K R I S T J A N A G U Ð B R A N D S D Ó T T I R „... þetta er mikilvæg saga ...“ H A L L A H A R Ð A R D Ó T T I R 2018 m e N N i N g ∙ F r É t t a B L a ð i ð 41F i m m t u D a g u r 1 3 . D e S e m B e r 2 0 1 8 1 3 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :5 0 F B 0 8 0 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 B B -0 9 5 C 2 1 B B -0 8 2 0 2 1 B B -0 6 E 4 2 1 B B -0 5 A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 8 0 s _ 1 2 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.