Fréttablaðið - 19.12.2018, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 19.12.2018, Blaðsíða 2
Veður Austan 8-13 og rigning eða skúrir, en hægari og þurrt norðan til. Hiti 4 til 9 stig yfir daginn, en í kringum frost- mark í kvöld og nótt. sjá síðu 20 Komið að því Sýningar á seríu tvö af Ófærð hefjast á RÚV um jólin. Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri, Eliza Reid forsetafrú og leikstjórarnir Ugla Hauksdóttir og Baltasar Kormákur voru kát á forsýningunni í Bíói Paradís í gærkvöldi. Fréttablaðið/Ernir Smiðjuvegi 2, Kópavogi - www.grillbudin.is - Sími 554 0400 Grillbúðin Opið virka daga kl. 11-18 LED Laser ljóskastari Varpar jólaljósum á húsið www.grillbudin.is Öll jólaljós með 30% afslætti LED Opið alla daga til jóla afslátt ur 30% jAFNRÉTTIsMáL Ísland er í efsta sæti lista Alþjóðaefnahagsráðsins er kemur að kynjajafnrétti. Er þetta tíunda árið í röð sem Ísland trónir á toppi listans sem var birtur í gær. Noregur, Svíþjóð og Finnland raða sér í næstu sæti listans en Níkaragva er í fimmta sæti. Alls var staða kynja- jafnréttis metin í 149 löndum. Ísland er með einkunnina 0,858 sem þýðir að tekist hefur að útrýma 85,8 pró- sentum kynjahallans. Meðaltal allra ríkja er 0,68 sem þýðir að kynjabilið er 32 prósent. Ef litið er á þau 106 lönd sem hafa verið með í mælingunum frá því að þær voru fyrst gerðar árið 2006 tæki það 108 ár að útrýma kynjahallanum miðað við að þróunin yrði á sama hraða. Fram kemur í skýrslunni að það sé jákvætt að 89 lönd hafi bætt sig milli ára. – sar Ísland efst á jafnréttislista Þessar stúlkur vilja jafnan rétt fyrir kynin. Fréttablaðið/SiGtrYGGUr ari Læ kja rga ta Sn or ra br au t Sæbraut Hverfisgata Skólavörðustígur Tjörnin Hlið lokun Frá kl. 11.00 Frá kl. 18.00 Frá 17 til 18 ✿ Miðbærinn á ÞorláksmessuuMFeRð „Stundum fer maður þótt maður eigi ekkert annað erindi en að upplifa stemninguna,“ segir Elfa Björk Ellertsdóttir, upplýsingafull- trúi í Ráðhúsi Reykjavíkur, um and- rúmsloftið sem jafnan er í miðbæ Reykjavíkur á Þorlákssmessu. Takmarkanir á umferð verða talsverðar í miðborginni á Þorláks- messu eins og oft áður og göngu- svæðið stærra en jafnan. Frá klukk- an ellefu verður Laugavegur lokaður frá Vatnsstíg og Skólavörðustígur frá Bergstaðastræti og niður Banka- stræti að Þingholtsstræti. Búist er við fjölda fólks í miðbæ- inn en Elfa segist ekki hafa á reiðum höndum hversu margir séu þar yfir- leitt á Þorláksmessu. „En ef það er gott veður þá getur þetta alveg verið á við Menningarótt,“ segir hún. Og í gærkvöldi var veðurspáin býsna góð fyrir Þorláksmessukvöld í höfuð- borginni, tveggja stiga hiti og hægur vindur klukkan 18.00. Sumir verslunareigendur hafa sett sig upp á móti götulokunum í miðbænum en Elfa telur það ekki eiga við um Þorláksmessu. „Það er bara svo mikil hefð fyrir því að fara gangandi niður Laugaveginn og um miðborgina á Þorláksmessu.“ Þegar líður að kvöldi verða lokan- irnar umfangsmeiri því frá klukkan 18.00 ná þær að mótum Barónsstígs og Laugavegs, auk þess sem kaflinn frá Barónsstíg að Snorrabraut verð- ur líka lokaður frá klukkan 17.00 til 18.00 vegna upphafs hinnar árlegu friðargöngu niður Laugaveg. Fyrir friðargöngunni stendur samstarfs- hópur ýmissa hreyfinga friðarsinna. Hún verður nú gengin í 39. árið í röð. Lokanir í miðbænum á Þorláksmessu að venju Laugavegur í Reykjavík verður göngugata á Þorláksmessu. Spáð er ágætis veðri og má því búast við fjölda fólks í miðbæinn. Hin árlega friðarganga verður gengin 39. árið í röð frá Hlemmi. Sumir mæta bara til að upplifa stemninguna. Frá friðargöngunni á laugavegi á Þorláksmessu 2015. Fréttablaðið/StEFán BANdARíkIN Dómsuppkvaðningu yfir Michael Flynn, fyrrverandi þjóð- aröryggisráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta, var frestað í gær að ósk verjenda og saksóknara. Flynn hefur játað að hafa logið að alríkislögreglunni. Hann hefur þó aðstoðað rannsóknarteymi Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, sem rannsakar meint samráð framboðs Trumps við Rússa. Vegna þessa er ekki farið fram á fangelsisdóm Emmet Sullivan dómari var harð- orður í garð Flynns. „Ég ætla ekki að fara leynt með það að mér finnst gjörðir þínar viðurstyggilegar.“ – þea Frestur í máli Michaels Flynn Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggis­ ráðgjafi. Fleiri myndir af forsýningargestum er að finna á +Plússíðu Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er í Fréttablaðs­appinu og PDF­útgáfu á Fréttablaðið.is.+PlúS Bjarni Brynjólfsson, upplýsinga- fulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segist sérstaklega vilja minna á bílastæða- hús sem stundum gleymist; við Vitatorg og undir Arnarhóli. Einnig benda borgaryfirvöld á almennings- samgöngur þennan dag. Auk hefðbundinna verslana sem hafa opið til klukkan ellefu er jólmarkaður starfandi í Hjarta- garðinum. Á Ingólfstorgi geta þeir sprækustu brugðið undir sig betri fætinum á skautasvelli sem þar var nýlega sett upp. gar@frettabladid.is 1 9 . d e s e M B e R 2 0 1 8 M I ð V I k u d A G u R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A ð I ð 1 9 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :2 6 F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 D 9 -5 D 9 4 2 1 D 9 -5 C 5 8 2 1 D 9 -5 B 1 C 2 1 D 9 -5 9 E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 5 6 s _ 1 8 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.