Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.12.2018, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 19.12.2018, Qupperneq 4
EFNAHAGSMÁL Verðbólguvæntingar stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins fara vaxandi samkvæmt nýrri könnun sem Gallup gerði fyrir Samtök atvinnulífsins og Seðla- bankann. Gera þeir nú ráð fyrir að verðbólga verði að jafnaði fjögur prósent á næstu 12 mánuðum. Í síðustu könnun sem gerð var í september síðastliðnum bjuggust stjórnendurnir við þriggja prósenta verðbólgu. Halldór Benjamín Þorbergs- son, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, bendir á að um sé að ræða rúmlega 30 prósenta hækkun milli kannana. Kjarasamningar á almennum markaði renna út um áramót en hægt hefur þokast í við- ræðum aðila. „Sú staða spilar líka væntanlega saman við þetta því óvissa er eitur í beinum atvinnulífsins,“ segir Halldór. Hafa verðbólguvæntingar stjórnenda ekki verið meiri síðan í maí 2015 sem var í aðdraganda þeirra kjarasamninga sem nú eru að renna út. Í könnuninni er mæld sérstök vísitala efnahagslífsins sem endur- speglar mun á fjölda stjórnenda sem meta aðstæður góðar og slæmar. Sú vísitala lækkar töluvert milli kann- anna og er nú svipuð og hún var sumarið 2014. Nú telur 31 prósent stjórnenda aðstæður góðar samanborið við 45 prósent í september og 70 prósent fyrir ári. 23 prósent telja aðstæður slæmar miðað við 12 prósent í sept- ember. Þá hafa væntingar til aðstæðna eftir sex mánuði aldrei mælst minni frá því að könnunin var fyrst gerð árið 2002. Nú telja 68 prósent stjórnenda að aðstæður versni en til samanburðar gerðu 24 prósent ráð fyrir því fyrir ári en 54 prósent í könnuninni í september. Aðeins fimm prósent stjórnenda telja að aðstæður muni batna næstu sex mánuði sem er svipað hlutfall og í september. Einnig er spurt um skort á starfs- fólki og sögðust 15 prósent stjórn- enda búa við slíkan skort í sínu fyrirtæki en 85 prósent stjórnenda sögðust ekki búa við skort á starfs- fólki. Í fyrsta sinn frá árinu 2012 eru þeir stjórnendur fleiri sem búast við að innlend eftirspurn dragist saman á næstu sex mánuðum en þeir sem búast við vaxandi eftirspurn. Þann- ig býst 21 prósent stjórnenda við minni eftirspurn, 15 prósent búast við aukinni eftirspurn en 64 prósent búast við að hún haldist óbreytt. Í úrtaki könnunarinnar voru 428 fyrirtæki sem teljast stærst á land- inu og er þá miðað við heildarlauna- greiðslur. Alls svöruðu stjórnendur hjá 206 fyrirtækjum eða 48 prósent af úrtakinu. sighvatur@frettabladid.is Verðbólguvæntingar að aukast hjá stjórnendum stórfyrirtækja Stjórnendur 400 stærstu fyrirtækja landsins búast við aukinni verðbólgu næstu tólf mánuði. Hafa verð- bólguvæntingar þeirra ekki verið meiri frá því í aðdraganda síðustu kjarasamninga. Væntingar til stöð- unnar í atvinnulífinu eftir sex mánuði hafa aldrei mælst minni frá því að mælingar hófust árið 2002. Stjórnendur stærstu fyrirtækja landsins búast við 4 prósenta verðbólgu næstu 12 mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI 31% stjórnenda telur aðstæður í atvinnulífinu góðar. StjórNSýSLA Umhverfis- og auð- lindaráðherra hefur verið settur til að ákveða hvort hefja skuli frum- kvæðisathugun á ákvörðun Hafnar- fjarðarbæjar um framkvæmdir og kaup á mannvirkjum í Kaplakrika. Þetta var samþykkt á fundi ríkis- stjórnar í gær að tillögu forsætisráð- herra. Svandís Svavarsdóttir var í haust sett til að fjalla um stjórnsýslu- kærur í málinu sem vísað var til samgöngu- og sveitarstjórnarráðu- neytisins vegna vanhæfis Sigurðar Inga Jóhannssonar en fyrrverandi aðstoðarmaður hans situr í bæjar- stjórn Hafnarfjarðar. Í forsendum fyrir frávísun kæranna kemur fram það mat ráðherra rétt sé að hefja frumkvæðisathugun og lýsti hún einnig því viðhorfi í við- tölum við fjölmiðla í kjölfarið. „Þótt það sé ekki mat ríkis- stjórnarinnar að ummæli Svan- dísar geri hana vanhæfa er betra að hafa vaðið fyrir neðan sig,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um þá ákvörðun að fela málið öðrum ráðherra. Uppbygging knatthúsa hefur verið mjög mikið hita- mál í bæjarpólitíkinni í Hafn- arfirði um nokkurra ára skeið en meirihlutinn ákvað í sumar að kaupa íþróttamannvirki af FH í Kaplakrika fyrir tæpar 800 milljónir til að gera íþróttafélaginu kleift að reisa knatthús, sem áður stóð til að bæjarfélagið reisti sjálft. Einnig er deilt um greiðslu á 100 milljónum frá bænum til íþrótta- félagsins án þess að fyrir lægi sam- þykki fyrir slíkri greiðslu. Ef niðurstaðan verður sú að hefja skuli frumkvæðisathugun er ómögu- legt að vita í hvaða ráðuneyti sú athugun fer fram. – aá Öðrum ráðherra falið mál um knatthús í Hafnarfirði til öryggis Guðmundur Ingi tekur sæti Sigurðar Inga vegna málsins en Svandís er ný- staðin upp úr því. 10 sunnudagur mánudagur þriðjudagur miðvikudagur fimmtudagur föstudagur laugardagur 10 HVAÐ ER Í MATINN? Jóhanna Vigdís gefur uppskriftir að einföldum og girnilegum réttum fyrir alla daga vikunnar í níu vikur LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is | Opið til 19 alla daga til jóla FéLAGSMÁL Hámarksgreiðslur úr fæðingarorlofssjóði hækka um 80 þúsund krónur 1. janúar. Þannig hækka óskertar greiðslur úr 520 í 600 þúsund. Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismála- ráðherra, undirritaði reglugerð þess efnis í gær. „Við hækkuðum hámarksgreiðsl- urnar um 20.000 í byrjun þessa árs. Nú stígum við stærra skref með umtalsverðri hækkun sem er til þess fallin að koma tekjulágum foreldr- um til góða,“ segir Ásmundur Einar. Aukin framlög ríkisins eru áætluð um 1,8 milljarðar króna á ári. Ásmundur Einar segir áfram unnið að því að styðja betur við for- eldra í fæðingarorlofi. Meðal annars sé horft til þess að lengja það. – bsp Fá nú meira í fæðingarorlofi BrEtLAND Svissneski stórbankinn Credit Suisse ráðleggur nú ofur- ríkum viðskiptavinum að flytja pen- inga sína frá Bretlandi vegna óvissu um Brexit. Þetta hefur The Financial Times eftir ónafngreindum heim- ildarmönnum. Auðmenn sem búa á Bretlandseyjum eru þegar sagðir farnir að huga að flutningi viðskipta sinna til Guernsey og Jersey. Samkvæmt umfjöllun Forbes eru auðmenn farnir að flytja frá London til Bandaríkjanna, Ástralíu og Sviss. Óvíst sé þó að það sé vegna Brexit. The Financial Times segir marga íhuga að flytja frá Bretlandi af ótta við að eignaskattur verði lagður á komist Jeremy Corbin til valda. – ibs Auðmenn flytji fé frá Bretlandi Betra að hafa vaðið fyrir neðan sig. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismála- ráðherra. 1 9 . D E S E M B E r 2 0 1 8 M I Ð V I K U D A G U r4 F r é t t I r ∙ F r é t t A B L A Ð I Ð 1 9 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :2 6 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 D 9 -7 1 5 4 2 1 D 9 -7 0 1 8 2 1 D 9 -6 E D C 2 1 D 9 -6 D A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 1 8 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.