Fréttablaðið - 19.12.2018, Side 11
Breytingar á lyfjalögum fengu flýtimeðferð í skugga skamm-degisins. Vegið er óþyrmilega
að heilbrigðisþjónustu kvenna í
skjóli myrkurs þegar Alþingi sam-
þykkti að koma á tvöföldu heil-
brigðiskerfi hér á landi.
Það ætti ekki að hafa farið fram
hjá landsmönnum að verulegur fag-
legur ágreiningur hefur verið milli
lækna annars vegar og heilbrigðis-
stjórnarinnar og Alþingis hins vegar
um nokkurt skeið. Þar má nefna
ýmis mál er varða lýðheilsu og vel-
ferð borgaranna, eins og viljaleysi
til að taka á sölu á rafsígarettum til
barna og unglinga, heimild til reyk-
inga rafsígaretta á veitingastöðum,
tillögur um tilslökun á áfengislög-
gjöfinni, upphafningu skottulækn-
inga dulinna í búningi svokallaðra
viðbótarmeðferða, blekkingar um
gagnsemi fíkniefna í lækningaskyni,
skerðingar á aðgengi og valfrelsi
notenda að heilbrigðisþjónustu og
blindu stjórnvalda varðandi ástand
og þörf á uppbyggingu grunnheil-
brigðisþjónustu á landsbyggðinni.
Nýjasta útspil Alþingis er að
gefa afslátt af þekkingu, gæðum og
öryggi þegar kemur að lyfjaávísun-
um. Sú breyting hefur í för með sér
að konur þurfa að sætta sig við að
sækja lakari heilbrigðisþjónustu en
læknar geta og hafa veitt. Í breyting-
unni felst innleiðing á sænsku kerfi
sem hefur skilað daprari árangri í
þjónustu sem hingað til hefur prýði-
lega verið sinnt af heimilislæknum
og sérfræðingum í fæðingar- og
kvensjúkdómum. Félag íslenskra
kvensjúkdóma- og fæðingarlækna
skilaði umsögn um frumvarpið og
taldi það óunnið. Ekki var hlustað
á álit þessa hóps lækna sem best
þekkir til stöðu mála.
Fóstureyðingum fjölgar
Aðgengi að fræðslu og upplýsingum
um getnaðarvarnir hefur verið án
takmarkana hingað til. Árangur
mældur í fjölda fóstureyðinga er,
samkvæmt talnabrunni Embættis
landlæknis og algengi fæðinga í
Tvöfalt heilbrigðiskerfi – það lakara fyrir konur
Reynir
Arngrímsson
formaður
Læknafélags
Íslands
aldurshópnum 15 til 19 ára, lægra
hér en þar sem tilslökun á menntun,
reynslu og gæðakröfum um lyfja-
ávísanir getnaðarvarna hefur verið
innleidd, t.d. í Svíþjóð. Þar hefur
breytingin leitt til þess að fjöldi
fóstureyðinga er hæstur á Norður-
löndum eða 17,6/1.000 konur en
er 12,5/1.000 konur að meðaltali á
Íslandi frá aldamótum.
Það er ekki síður áhyggjuefni að
reynslan sýnir að þar sem öðrum
starfsstéttum er falin heimild til
læknisverka án viðhlítandi sam-
bærilegrar menntunar og þjálfunar
hefur kostnaður skattborgaranna og
samfélagsins að jafnaði vaxið. Ljóst
er að með þessari lagabreytingu
hefur Alþingi hvorki verið umhugað
um að tryggja rétt til bestu þekk-
ingar sem völ er á skv. lögum um
réttindi sjúklinga, velferð kvenna
né bestun í nýtingu á skattfé borg-
aranna eða haft það að leiðarljósi.
Læknar geta hvorki tekið ábyrgð á
né þátt í slíkum vinnubrögðum.
Það er ekki síður áhyggjuefni
að reynslan sýnir að þar sem
öðrum starfsstéttum er falin
heimild til læknisverka án
viðhlítandi sambærilegrar
menntunar og þjálfunar
hefur kostnaður skattborgar-
anna og samfélagsins að
jafnaði vaxið.
GEFÐU
VATN
gjofsemgefur.is
9O7 2OO3
„Dömur mínar og lollarar, ég þakka ykkur frá innstu
hjartarótum fyrir að setja ykkur í samband en hávær-
ar frásagnir af afhroði mínu, hruni, dauða, æruleysi og
eignabruna eru sem sagt heldur orðum auknar: Ég lifi,
sprikla og dilla mér þótt fjölmiðlar beri á mig ímyndaðar
sakir og leyfi sérfræðingum (lol) að skálda í eyðurnar af
sínu annálaða andríki. Það er ekki liðin heil nótt frá því
lögreglan barði að dyrum á Samastað, ekki hálf klukku-
stund frá því ég var sjálft hrakið á flótta, og sögurnar sem
ég hef fyrir kærleika guðanna fengið að lesa um sjálft
mig í þeim miðlum sem kalla sig „hefðbundna“ eða jafn-
vel „krítíska“ (he he) telja sennilega á annan tug. Það er
að sönnu gaman að fylgjast með – svona einsog það er
gaman að horfa á skordýr sem lent hefur á bakinu sprikla
í þeirri von að finna fæturna aftur – en er þetta ekki pínu-
lítið aumkunarvert? Í alvöru.
Fyrir 22 klst. 11 mín. síðan. 622 líkar við þessa stöðu. 181
hafa gert athugasemd.“ „Dömur mínar og lollarar, ég
þakka ykkur frá innstu hjartarótum fyrir að setja ykkur
í samband en háværar frásagnir af afhroði mínu, hruni,
dauða, æruleysi og eignabruna eru sem sagt heldur orð
Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið til 19 alla daga til jóla | www.forlagid.is
LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA
„... þaulreyndur og fær höfundur sem hikar
ekki við að hrista upp í hlutu um ... á samt
sem áður erindi við okkur öll!“
E R L A R Ú N M A R K Ú S D Ó T T I R / M O R G U N B L A Ð I Ð
„... mjög athyglisverð fígúra og ný viðbót við
hefð hins ósympatíska sögumanns.“
G A U T I K R I S T M A N N S S O N / V Í Ð S J Á , R Ú V
„… gráglettinn og gassafenginn.“
Ó L Í N A K J E R Ú L F Þ O R V A R Ð A R D Ó T T I R
F R É T T A B L A Ð I Ð
HRISTIR UPP
Í LESENDUM
S k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 11M i ð V i k u D A G u R 1 9 . D e S e M B e R 2 0 1 8
1
9
-1
2
-2
0
1
8
0
4
:2
6
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
1
D
9
-8
5
1
4
2
1
D
9
-8
3
D
8
2
1
D
9
-8
2
9
C
2
1
D
9
-8
1
6
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
5
6
s
_
1
8
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K