Fréttablaðið - 19.12.2018, Page 18

Fréttablaðið - 19.12.2018, Page 18
Dómkvaddir mats­menn hafa komist að þeirri niðurstöðu að hátt í 1.500 lán í lánasafni Byrs, sem Íslandsbanki tók yfir haustið 2011 og matsmönn­ unum var falið að verðmeta, hafi verið ofmetin um ríflega 2,2 millj­ arða króna í bókum Byrs um mitt ár 2011. Til samanburðar hefur Íslands­ banki gert kröfu á hendur Gamla Byr sem hljóðar upp á rúma 7 milljarða króna. Í bréfi sem stjórn Gamla Byrs sendi kröfuhöfum í síðasta mánuði og Markaðurinn hefur undir höndum segir hún að niðurstaða matsmann­ anna, sem lá fyrir 9. nóvember, sé skýrt merki um að krafa Íslands­ banka sé „verulega uppsprengd“. Er það auk þess mat Gamla Byrs að umrætt tveggja milljarða króna ofmat á verðmæti lánasafnsins hafi verið innan viðunandi skekkju­ marka, ekki síst þegar haft sé í huga hvenær og við hvaða kringumstæður lánin hafi verið keypt. Í ljósi þess að Íslandsbanki hafi keypt eignir af slita búi Gamla Byrs og ríkissjóði sem hafi verið metnar á 140 milljarða króna sé krafa upp á tvo milljarða króna „óveruleg“. Engu að síður segist Gamli Byr telja að skýrsla matsmannanna sé háð ýmsum annmörkum. Lýsir félag­ ið sig ósammála þeirri meginniður­ stöðu matsgerðarinnar að lán Byrs hafi verið ofmetin um meira en tvo milljarða króna. Íslandsbanki segir í svari við fyrir­ spurn Markaðarins að matsgerðin staðfesti í megindráttum að ársreikn­ ingar og uppgjör Byrs hafi ekki verið í samræmi við alþjóðlega reiknings­ skilastaðla og afskriftarreglur Byrs. Umræddir matsmenn, endurskoð­ endurnir Lúðvík Karl Tómasson og María Sólbergsdóttir, skiluðu mats­ gerð sinni í síðasta mánuði eftir fjög­ urra og hálfs árs vinnu. Þeim var falið að meta virði 1.474 lána í lánasafni Byrs sem fylgdu með í kaupunum þegar Íslandsbanki keypti Byr á 6,6 milljarða króna haustið 2011 en bankinn telur að ofmat á verðmæti lánasafnsins hafi valdið sér fjártjóni. Samhliða matsbeiðninni lagði bank­ inn fram kröfu á hendur Gamla Byr upp á 6,7 milljarða króna auk vaxta og 1 milljarð gegn ríkinu auk vaxta. Niðurstaða matsmannanna er sú að umrædd lán hafi verið ofmetin um ríflega 2 milljarða króna í bókum Byrs í lok árs 2010 og 2,2 milljarða króna í bókum félagsins um mitt ár 2011. Þá töldu matsmennirnir að ársreikningar Byrs hefðu ekki verið í samræmi við alþjóðlega reiknings­ skilastaðla IFRS og átti það sama við um útreikninga Íslandsbanka og KPMG að baki kröfu bankans. Segir matið háð annmörkum Í áðurnefndu bréfi Gamla Byrs, sem lauk nauðasamningum í janúar árið 2016, segist félagið búast við því að Íslandsbanki lækki kröfu sína í sam­ ræmi við niðurstöðu matsmann­ anna. Það geti ekki verið neinn grundvöllur fyrir hærri kröfu. Samt sem áður geri félagið margs konar fyrirvara við efnislegar niðurstöður matsmannanna. Gamli Byr bendir til að mynda á að stór hluti þeirra upplýsinga og skjala sem vísað er til í matsgerðinni til stuðnings þeirri niðurstöðu að lán Byrs hafi verið ofmetin hafi verið kynntur öllum hugsanlegum kaup­ endum, þar á meðal Íslandsbanka, í söluferli Byrs á sínum tíma. Íslands­ banka hafi því átt að vera kunnugt um upplýsingarnar enda hafi bank­ inn gert ítarlega áreiðanleikakönnun á eignum Byrs. Til viðbótar telur Gamli Byr að forsendurnar að baki niðurstöðu matsgerðarinnar hafi byggst á afar ströngum túlkunum á reiknings­ skilastöðlum og gangvirðismötum. Aðferðafræði matsmannanna hafi jafnframt verið óljós og útreikn­ ingar þeirra háðir nokkurri óvissu. Enn fremur hafi ekki verið lagt mat á þær tryggingar sem lágu að baki lánunum. Er tekið fram í bréfinu að skortur á nákvæmni í matsgerðinni, svo sem í tengslum við niðurstöðu hennar, aðferðafræði og forsendur, hafi vakið undrun á meðal lögfræðinga og ráð­ gjafa Gamla Byrs, enda hafi mats­ mennirnir unnið að matinu í meira en fjögur og hálft ár. Segir í bréfinu að svo virðist sem matsmennirnir hafi átt erfitt með að svara mats­ spurningunum eins og þær hafi verið settar fram af hálfu Íslandsbanka. Gamli Byr segir að matsgerðin leiðrétti ekki þá bresti sem séu á kröfu Íslandsbanka og undirstriki hve mikil óvissa ríki um kröfuna. Matsgerðin sé því til þess fallin að skjóta styrkari stoðum undir kröfu Gamla Byrs um að málinu verði vísað frá dómi. Verði málinu hins vegar ekki vísað frá er það mat lögfræðinga Gamla Byrs að matsgerðin ætti að styðja við málsvarnir félagsins. Íhuga að selja kröfur sínar Eins og fjallað hefur verið um í Mark­ aðinum hafa tilraunir Gamla Byrs til þess að ná sáttum við Íslandsbanka ekki borið árangur. Bankinn hafnaði til að mynda sáttatillögu Gamla Byrs síðasta haust en félagið taldi gagn­ tilboð bankans, sem var það sama og hann lagði fram í byrjun ársins, óviðunandi. Samkvæmt heimildum Markað­ arins var tilboð Gamla Byrs lítillega hærra en gert var ráð fyrir í óform­ legum viðræðum deilenda fyrir um ári. Var þá áætlað að ríkið myndi fá um þrjá milljarða króna í sinn hlut. Slík greiðsla hefði þá verið þrí­ þætt, í formi tveggja milljarða króna stöðugleikaframlags, um 750 millj­ óna króna lausnargjalds til Íslands­ banka og útgreiðslu til bankans sem kröfuhafa í slitabúinu, en bankinn á um átta prósent krafna í Gamla Byr. Kröfuhafar Byrs, að stærstum hluta þýskir bankar og sparisjóðir sem eru upprunalegir lánveitendur sparisjóðsins, eru orðnir langþreyttir á deilunni og vinnubrögðum Íslands­ banka, að sögn þeirra sem þekkja vel til mála, og eru sumir þeirra sagðir íhuga að selja kröfur sínar. Útlán Byrs ofmetin um tvo milljarða Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Bankinn hefur lagt fram kröfu á hendur Gamla Byr upp á 6,7 milljarða króna auk vaxta og 1 milljarð gegn ríkinu auk vaxta. Eins og greint hefur verið frá í Markaðinum hafa tilraunir Gamla Byrs til þess að ná sáttum við bankann ekki borið árangur. FréttaBlaðið/Ernir Útlán í lánasafni Byrs, sem Íslandsbanki tók yfir haustið 2011, voru ofmetin um ríflega tvo milljarða króna að mati dómkvaddra mats- manna. Gamli Byr segir matsgerðina sýna að krafa Íslandsbanka upp á sjö milljarða króna sé verulega uppsprengd. Bankinn hefur óskað eftir frekari rökstuðningi frá matsmönnunum. Krefjast frekari svara frá matsmönnum Íslandsbanki segir í svari við fyrirspurn Markaðarins að í mats- gerðinni hafi afskriftarþörfin við kaupin á Byr verið metin lægri en útreikningar bankans og KPMG hafi leitt í ljós. Af þeim sökum hafi bankinn óskað eftir frekari rök- stuðningi frá matsmönnunum. „Ákvörðun um hvort óskað verður eftir yfirmati ræðst að nokkru af rökstuðningi frá undir- matsmönnum, þegar hann berst,“ segir í svarinu. Gestur Jónsson, lögmaður Gamla Byrs, segist í samtali við Markaðinn hafa mótmælt um- ræddri kröfu bankans. „Þetta eru fjölmargar nýjar spurningar sem ekki er hægt að krefjast skriflegra svara um þegar matsmenn eru búnir að skila skriflegri matsgerð,“ segir hann. 7,7 milljarðar króna er krafa Íslandsbanka á hendur Gamla Byr og ríkissjóði. Færsluhirðir WOW air heldur nú eftir umtalsvert stærri hluta en áður af fargjöldum sem farþegar flugfélagsins greiða þangað til flug­ ferð hefur verið farin. Þetta kemur fram í bréfi sem félagið skrifaði skuldabréfaeigendum sínum síð­ asta föstudag. Aukin varfærni færsluhirðisins er í bréfinu nefnd sem dæmi um þá vaxandi íhaldssemi sem hefur gætt á meðal kröfuhafa WOW air undanfarna mánuði. Afleiðingin sé sú að þau kjör sem flugfélaginu bjóðist hafi farið versnandi. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í sumar að færsluhirðar skilgreindu áhættu gagnvart íslensku flug­ félögunum með afar mismunandi hætti. Í tilfelli Icelandair skilaði fjárhæð fargjalda sér yfirleitt strax inn á reikninga félagsins en í til­ felli WOW air héldu færsluhirð­ arnir eftir 80 til 90 prósentum af fjárhæðinni þar til flugferð hefði verið farin. Í bréfi WOW air til skuldabréfa­ eigendanna, þar sem greint er frá fyrirhugaðri fjárfestingu Indigo Partners í félaginu fyrir allt að 75 milljónir dala, um 9,2 milljarða króna, er tekið fram að fjárfestingin sé háð því að eigendur skuldabréf­ anna samþykki ákveðnar breyt­ ingar á skilmálum bréfanna. Ein breytingin felst í því að heimila flugfélaginu að greiða hluthöfum sínum – sem verða þeir Skúli Mogensen, forstjóri og núverandi eigandi, og Indigo ef kaup síðar­ nefnda félagsins ganga eftir – sérstaka þóknun (e. manage­ ment fee) upp á allt að 1,5 milljónir dala, jafnvirði um 184 milljóna króna, á ári. Til viðbótar munu skuldabréfa­ eigendurnir kjósa um lengingu á lánstímanum úr þremur árum í fimm ár og niðurfellingu kaup­ réttar þeirra að hlutafé í flugfélag­ inu, svo dæmi séu nefnd. Atkvæða­ greiðslunni lýkur 17. janúar. Eins og fram kemur í bréfi WOW air áformar Indigo Partners að kaupa „einhver“ hlutabréf í flug­ félaginu sem og gefa út breytanleg skuldabréf til þess að styðja við uppbyggingu félagsins til fram­ tíðar. – kij Færsluhirðir WOW air heldur meiru eftir af fjárhæð fargjalda 9,2 milljarðar króna er fyrir- huguð fjárfesting Indigo Partners, að hámarki, í WOW air. Skúli Mogen- sen, forstjóri og eigandi WOW air. 1 9 . d e s e m b e r 2 0 1 8 m I Ð V I K U d A G U r4 markaðurInn Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Kristinn Ingi Jónsson kristinningi@frettabladid.is 1 9 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :2 6 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 D 9 -7 B 3 4 2 1 D 9 -7 9 F 8 2 1 D 9 -7 8 B C 2 1 D 9 -7 7 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 1 8 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.