Fréttablaðið - 19.12.2018, Síða 22

Fréttablaðið - 19.12.2018, Síða 22
Nú rekum við 26 fyrirtæki um allan heim, störfum í 14 löndum í fimm heimsálfum og við spönnum frá vestasta odda Alaska til Nýja- Sjálands í austri. Um aldamótin lögðum við enn meira kapp á að vera með starfsemi erlendis. Við keyptum tvö fyrirtæki á Írlandi og sameinuðum þau undir nafninu Swan Net Gundry og svo skömmu síðar keyptum við meirihlutann í stærsta netaverkstæði Danmerkur, Cosmos Trawl. Frá því að ég tók við sem forstjóri árið 2014 höfum við keypt Swan Net í Seattle, komið á fót starfsemi í Ástr- alíu og keypt einn stærsta keppinaut okkar á Norður-Atlantshafi, Vónin í Færeyjum. Í fyrra eignuðumst við síðan meirihluta í íslenska fyrirtæk- inu Voot Beitu og í byrjun þessa árs keyptum við North Atlantic Marine Supplies & Services sem rekur þrjú netaverkstæði á Nýfundnalandi og Nova Scotia og um mitt þetta ár spænska netaverkstæðið Tor-Net SA í Las Palmas á Kanaríeyjum. Einn- ig eignuðumst við dótturfyrirtækið Fjarðanet hér á Íslandi að fullu nú í haust. Hjörtur Erlendsson, forstjóri Hampið’junnar, segir að Noregur skapi fyrirtækinu mestar tekjur, því næst Færeyjar og svo Ísland. Fréttablaðið/ErNir EyjólFssoN Nær öll velta Hamp-i ð j u n n a r , s e m metin er á 16,5 milljarða króna í Kauphöll, kemur að utan. Þannig hefur því verið háttað lengi. „Um 87 prósent veltu fyrirtækisins á árinu 2017 má rekja til sölu erlendis. Hlut- fallið hefur verið hátt í áratugi. Jafn- vel á árunum þegar ég hóf hér störf, sem var 1985, var mikið flutt út til Danmerkur, Færeyja og Kanada og hlutfallið var um 20 prósent,“ segir Hjörtur Erlendsson, forstjóri Hamp- iðjunnar. „Eftir að við keyptum færeyska fyrirtækið Vónin árið 2016 varð Noregur það land sem skapaði okkur mestar tekjur, því næst Fær- eyjar, svo Ísland og í fjórða sætinu er Grænland. Ísland er hins vegar kjarninn í starfseminni. Hér eru okkar höfuðstöðvar og mikið af okkar nýsköpun er tilkomin vegna samstarfs við íslenskar útgerðir og skipstjóra. Hér verða hugmyndir að vörum til sem við síðan þróum og kynnum fyrir öðrum. Ísland er eina landið núorðið þar sem veiðarfæra- gerð er sérstök iðnmenntun og það hefur tryggt hátt menntunarstig í greininni og forskot á heimsvísu,“ segir hann. Við kaupin á Vónin fyrir 333 milljónir danskra króna, sem jafn- gildir 6,2 milljörðum króna miðað við gengi gjaldmiðla um þessar mundir, tvöfaldaðist velta Hamp- iðjunnar. Hún var um 127 milljónir evra í fyrra, tæplega 18 milljarðar króna. Byrjum á byrjuninni. Segðu mér aðeins frá sögu fyrirtækisins. „Hampiðjan verður 85 ára á næsta ári. Upphafið má rekja til skorts á veiðarfærum á árunum milli stríða. Þrettán skipstjórar og vélstjórar tóku sig saman og stofnuðu fyrir- tæki sem framleiddi garn sem hnýta mátti úr net. Fjárfest var í vélum til að kemba og spinna þræðina úr hampi, manillu og sísal en öll þessi efni voru keypt erlendis. Síðan var garnið hnýtt í net bæði í Hampiðj- unni og á heimilum og býlum hér á suðvesturhorninu. Upp úr 1965 koma gerviefni til sögunnar og tækin sem fyrirtækið hafði þá yfir að ráða nýttust ekki til að verka þau. Eigendurnir stóðu því frammi fyrir þeirri stóru ákvörðun hvort það ætti að leggja fyrirtækið niður eða fjár- festa í nýjum tækjum. Fjárfestingin varð blessunarlega ofan á. En það kallaði á að það þurfti að hanna allar vörur upp á nýtt úr nýju gerviefnun- um og á þeim tíma hófst hin mikla vöruþróun sem hefur fylgt okkur í Hampiðjunni allar götur síðan. Fram að 1995 var Hampiðjan að mestu efnisframleiðandi. Flest netaverkstæðin á Íslandi á þeim Hampiðjan teygir anga sína til 14 landa Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@frettabladid.is Um 87 prósent veltu Hampiðjunnar voru er- lendis árið 2017. Hamp- iðjan keypti færeyskan keppinaut árið 2016 og veltan tvöfaldaðist. Seldi 9,6 prósenta hlut í HB Granda til að fjármagna kaupin. Eiginfjárhlut- fallið um 50 prósent. Starfsmenn eru um eitt þúsund. Meginþungi framleiðslunnar var fluttur árið 2003 til Lit- háen og var það vendi- punktur í rekstrinum. tíma voru lítil og höfðu ekki burði til að þróa veiðarfæri. Hampiðjan hannaði veiðarfæri í samstarfi við þau og útgerðarfyrirtækin og efnið sem var notað kom þá einnig frá Hampiðjunni. Um miðjan tíunda áratuginn vaknaði áhugi á að reka eigin netaverkstæði og var brugðið á það ráð að stofna og kaupa verk- stæði erlendis til að fara ekki í sam- keppni við viðskiptavini okkar á Íslandi. Hampiðjan hóf starfsemi í Nami- bíu í Afríku, á Nýja-Sjálandi og síðar í Seattle í Bandaríkjunum. Við erum eflaust stærsti togveiðar- færaframleiðandi í heim- inum. Okkar sérstaða er að við ráðum öllu framleiðslu- ferlinu allt frá því að kaupa inn plastkorn til að búa til þræði og þar til að við skilum frá okkur tæknilega fullkomnustu trollum sem völ er á í heiminum. 1 9 . d e s e m b e r 2 0 1 8 m I Ð V I K U d A G U r8 markaðurinn 1 9 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :2 6 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 D 9 -A 2 B 4 2 1 D 9 -A 1 7 8 2 1 D 9 -A 0 3 C 2 1 D 9 -9 F 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 5 6 s _ 1 8 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.