Fréttablaðið - 19.12.2018, Síða 26
Mozart við kertaljós
Styrkt af Tónlistarsjóði Menntamálaráðuneytisins, Reykjvíkurborg, Hafnarfjarðarbæ, Kópavogsbæ og Garðabæ
Miðasala við innganginn og á tix.is - Miðaverð kr. 3.000 / 2.000
Hafnarfjarðarkirkju miðvikudag 19. des. kl 21.00
Kópavogskirkju fimmtudag 20. des. kl 21.00
Garðakirkju föstudag 21. des. kl 21.00
Dómkirkjunni í Reykjavík laugardag 22. des. kl 21.00
Camerarctica
Mozart by candlelight
Kammertónlist á aðventu 2018
Þessar kökur heita Norskar piparkökur á mínu heimili en þær hef ég bakað allan minn
búskap,“ segir Elín sem starfar
sem skrifstofustjóri svæfinga- og
gjörgæsludeildar Landspítalans
í Fossvogi. Alla aðventuna býður
hún upp á heimabakaðar pipar-
kökur á skrifstofunni sinni og fær
óvenju margar heimsóknir enda
renna smákökurnar út. „Ég er búin
að baka tvær porsjónir fyrir þessi
jól en yfirleitt baka ég kökurnar
tvisvar til þrisvar á aðventunni.“
Piparkökurnar hefur Elín bakað
allan sinn búskap en þær eiga sér
heillanga sögu. „Mamma bakaði
þessar kökur allan sinn búskap og
hún fékk þessa uppskrift frá Sigríði
vinkonu sinni sem var mun eldri
en hún, fædd 1916. Sigríður aftur á
móti fékk uppskriftina frá norskri
tengdamóður sinni sem var fædd
á nítjándu öld og því má segja að
þetta séu nítjándu aldar pipar-
kökur,“ lýsir Elín glaðlega. En er
einhver munur á þessum pipar-
kökum og öðrum? „Þessar eru
bakaðar eins og spesíur. Þær eru
ekki flattar út og málaðar heldur
hnoðaðar, rúllaðar upp í pylsur,
kældar og sneiddar niður.“
Norskar piparkökur
500 g hveiti
250 g sykur
250 g smjör
1 egg
1 msk. síróp
3 tsk. natron
2 tsk. kanill
½ tsk. pipar
Allt hnoðað vel saman og svo
rúllað upp og kælt í a.m.k. klukku-
tíma. Skorið í þunnar sneiðar og
bakað við 200°C í u.þ.b. 15 mín.
Nítjándu aldar piparkökur
Elín Helga Jóhannesdóttir Sanko er einstaklega vinsæl meðal samstarfsfólks síns á
Borgarspítalanum á aðventunni enda býður hún upp á sögulegar smákökur.
„Sem nautna-
seggur er ég
voðalega duglegur
að leyfa mér ýmis-
legt í tengslum
við mat og drykk,
hvort sem er á að-
ventunni eða þar
fyrir utan,“ segir
Ragnar Freyr Ing-
varsson, læknirinn
í eldhúsinu.
Ragnar Freyr Ingvarsson læknir hefur haldið úti matarblogg-inu Læknirinn í eldhúsinu
(laeknirinnieldhusinu.com) í rúm
tólf ár auk þess sem hann hefur
gefið út matreiðslubækur og stýrt
eigin matreiðsluþáttum.
Hvenær sóttir þú fyrsta jólahlað-
borðið?
Ætli það hafi ekki verið fyrir um
20 árum þegar ég var enn lækna-
nemi. Ég fór með eiginkonu minni
og kollega mínum og eiginkonu
hans. Þetta var eftirminnileg
kvöldstund bæði fyrir þær sakir að
maturinn var algerlega ljúffengur
og líka vegna þess að ég borðaði
mig næstum til ólífis. Næsta ár fór
ég svo á jólahlaðborð með sama
félagsskap en þá á Hótel Óðinsvé
þar sem Siggi Hall réð ríkjum. Mig
minnir að þar hafi verið danskt
þema sem var einkar vel heppnað.
Ég man eftir því að hafa lært af
reynslu fyrra árs og fór aðeins
rólegar í sakirnar. Það var glæsi-
legt borð sem hann bauð upp á,
allt frá purusteik til andarsteikur,
mjög ljúffengt. Heita lifrarkæfan
með sveppum og beikoni kom mér
einna helst á óvart.
Sækir þú jólahlaðborð árlega?
Ekki árlega en kannski annað
hvert ár. Ég bjó lengi erlendis og hef
prófað þó nokkra staði og tegundir
hlaðborða þar. Í ár prófaði ég jóla-
borðið hjá Úlfari Finnbjörnssyni á
Grand Hóteli. Hann er magnaður
kokkur og ég á vel flestar bækurnar
hans.
Hvaða jólamatur er bestur?
Jólin eru tími hefða og nostalgíu.
Ég hef aldrei náð neinu sambandi
við að prófa eitthvað nýtt á til
dæmis aðfangadag eða jóladag. Þar
er haldið í hefðirnar. Ég vil graflax
og hamborgarhrygg á aðfangadag
og kalkún með öllu tilheyrandi á
jóladag. Á gamlársdag má vera með
eitthvað flipperí!
Leyfir þú þér eitthvað sérstakt um
jólin?
Sem nautnaseggur er ég voðalega
duglegur að leyfa mér ýmislegt í
tengslum við mat og drykk, hvort
sem er á aðventunni eða þar fyrir
utan. En það verður að viður-
kennast að það er aðeins gefið í um
hátíðirnar.
Hvernig hefur aðventan verið
hingað til?
Ég hef reynt að slaka á og passa
upp á að vera ekki með neitt jóla-
stress. Ég hef því reynt að einbeita
mér að því að vera heima um
aðventuna í faðmi fjölskyldunnar.
Tími hefða
og nostalgíu
Elín Helga Jó-
hannesdóttir
Sanko býður
vinnufélögum
sem líta við á
skrifstofunni
hennar upp
á ljómandi
góðar pipar-
kökur. MyNd/
SIgtRygguR ARI
Sólveig
Gísladóttir
solveig@frettabladid.is
Piparkökurnar góðu hvíla í jóla-
sveinakörfu sem margir samstarfs-
félagar Elínar eru farnir að þekkja vel.
4 KyNNINgARBLAÐ FÓLK 1 9 . d E S E M B E R 2 0 1 8 M I ÐV I KU DAG U R
1
9
-1
2
-2
0
1
8
0
4
:2
6
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
D
9
-8
A
0
4
2
1
D
9
-8
8
C
8
2
1
D
9
-8
7
8
C
2
1
D
9
-8
6
5
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
5
6
s
_
1
8
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K