Fréttablaðið - 19.12.2018, Side 28
Brynhildur
Björnsdóttir
brynhildur@frettabladid.is
Kjörið er að fara út á leikvöll með heitt kakó og nesti og halda jólaboð. Og ef það vantar gesti má alltaf búa þá til.
Komdu þér á fætur
Jújú, það verður alls konar
skemmti legt í sjónvarpinu og
þessar jólabækur lesa sig ekki
sjálfar en þú þarft nauðsynlega að
koma þér og þínum út undir bert
loft að minnsta kosti einu sinni á
dag yfir hátíðarnar. Engin ástæða
til að fara í margra tíma fjallgöngu
nema það sé það sem þig langar,
það er til dæmis hægt að fara út á
tún eða á leikvöllinn í nágrenninu
Hress um jólin
með útileikfang eins og frisbídisk
eða fötu og skóflu ef það er góður
snjór og leika sér aðeins. Jólaandinn
er nefnilega líka súrefni.
Farðu varlega í veisluna.
Rannsóknir sýna að meðalmaður
í Bretlandi borðar um 3.000 hitaein-
ingar í einni máltíð á jóladag sem
er rúmlega ráðlagður dagskammtur
af hitaeiningum! Svo mikil neysla
á stuttum tíma veldur miklu álagi á
líkamann og getur leitt af sér bæði
meltingartruflanir og brjóstsviða
og einnig mun alvarlegri kvilla eins
og blóðþrýstings- og hjartavanda-
mál, einkum ef maturinn er mjög
feitur og saltur. Eins og alltaf er
hófið best í hófinu, alveg ástæðu-
laust að vera í einhverri megrun en
jafnástæðulaust að troða sig út svo
verkjar undan. Gott ráð er að fá sér
einu sinni á diskinn, borða rólega
og njóta og taka þér svo tuttugu
mínútur til að athuga hvort þig
langar raunverulega í meira en það
er tíminn sem það tekur skilaboð
að berast frá maga og upp í heila. Ef
þig langar í meira er engin ástæða
til að örvænta: á jólunum er alltaf
nóg til frammi.
Varastu veirurnar
Það er fátt fúlla en að vera með
pest á jólunum. Gerðu varúðarráð-
stafanir með því að borða hollan
mat fyrir jól, setja höfuðið til hliðar
þegar þú faðmar fólk svo þú fáir
ekki bakteríurnar þess beint í önd-
unarfærin og ástunda handþvott.
Svo er líka ráð að styrkja ónæmis-
kerfið með því að borða hollan
mat, taka vítamínin þín og ástunda
heilbrigt líferni eftir föngum á jóla-
föstunni.
Melónur og vínber fín
Eitt það besta sem hægt er að gera á
jólunum er að muna eftir ávöxt-
unum. Með því að grípa einu sinni
epli eða mandarínu í staðinn fyrir
smáköku númer 140 -142 kemurðu
meltingunni í betra lag og færð
trefjar, vítamín og steinefni. (Og,
nei, súkkulaði er hvorki ávöxtur né
grænmeti.)
Beittu huganum
Í staðinn fyrir að slökkva á þér fyrir
framan sjónvarpið, notaðu hugann
með því að fara í leiki eða spila spil
eins og Trivial Pursuit eða Kröflu.
Það er alltaf einhver sem vill spila
í fjölskyldujólaboðinu og þú getur
líka boðið einhverjum skemmtileg-
um í spil milli jóla og nýárs. Ef þér
finnst leiðinlegt að spila er ágætt að
nýta hugarorkuna í að setja saman
leikföng eða tæki sem komu upp
úr jólapökkunum eða kryfja lífið
og tilveruna með góðum vini eða
vinkonu. Og umfram allt, njóttu
hátíðanna með hjartanu!
Á jólunum eigum við það til að
stinga okur á bólakaf í lífsins lysti-
semdir en best er að ganga hægt
um gleðinnar dyr. Það er vel hægt
að njóta jólanna án þess að gjalda
fyrir það í heilsufari og mittismáli.
Ávextir og ber eru nauðsynlegur
hluti af jólamataræðinu og hér má til
dæmis sjá góða aðferð til að jóla það
upp og gleðja yngstu kynslóðina.
Reynið eftir megni að forðast þessar
aðstæður dagana fyrir jól svo flensan
verði ekki jólagesturinn ykkar.
Jólaspil eru góður og gegn siður á mörgum heimilum enda bæði góð fyrir
andlega og félagslega vellíðan sem er mikilvægt að huga að á jólunum.
20% AFSLÁTTUR
AF YFIRHÖFNUM
Í JÓLAPAKKANN HENNAR
IÐA-bókakaffi Vesturgata 2a 101 Rvk.
opið til 22 alla daga.
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 9 . d e s e M B e R 2 0 1 8 M I ÐV I KU DAG U R
1
9
-1
2
-2
0
1
8
0
4
:2
6
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
D
9
-7
6
4
4
2
1
D
9
-7
5
0
8
2
1
D
9
-7
3
C
C
2
1
D
9
-7
2
9
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
5
6
s
_
1
8
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K