Fréttablaðið - 19.12.2018, Page 38
Björn Einarsson, for-maður knattspyrnu-félagsins Víkings, var ráðinn til starfa sem framkvæmdastjóri TVG-Zimsen árið 2006 og inn-
leiddi nýja stefnu sem fól í sér meiri
áherslu á að byggja upp fyrirtækið
að alþjóðlegri fyrirmynd. Umsvifin
jukust jafnt og þétt á næstu árum.
Hver eru þín helstu áhugamál?
Fjölskyldan og fjölskyldulífið á
hug minn allan og tíma. Þrír af fimm
drengjunum eru fjögurra ára og yngri
og þeir stýra tímanum oft eins og her-
foringjar. Þá er ég formaður Knatt-
spyrnufélagsins Víkings en þar hef
ég starfað í þágu félagsins sleitulaust
í um 12 ár og fer mikið af mínum
tíma í vinnu fyrir félagið. Víkingur
stendur hjarta mínu mjög nærri og
velferð félagsins skiptir mig öllu máli.
Rekstur og fjármögnun íþróttafélaga
á Íslandi í dag er sérstaklega krefjandi
þar sem mikið reynir á en svo koma
ljúfar sigurstundir og framfarir í alls
kyns myndum fyrir félagið sem gefur
auka orku. Þegar um hægist í fjöl-
skyldulífinu og meiri tími verður til
staðar langar mig að efla golfkunn-
áttuna mína og golfgrunninn, sem
þó er til staðar, með konunni minni.
Hvernig er morgunrútínan þín?
Ég vakna um 6.00 með yngsta
syni mínum. Við slökum síðan á
feðgarnir yfir Bessa og félögum í
Hvolpasveit, auk þess sem ég næ
oft mikilvægum tíma til að svara
tölvupóstum þar til tvíburasynir
mínir fjögurra ára og fjölskyldan
kemst á ról. Þá hefst mikið skipulag,
að klæða herinn og skutla í leikskól-
ann. Ávallt banani á leið til vinnu.
Hver er bókin sem þú ert að lesa
eða last síðast?
Tumi fer til tannlæknis er síðasta
bókin sem ég las. Hef lesið hana
ansi oft á árinu. Annars er frekar lít-
ill tími sem fer í yndislestur en fyrir
mig sjálfan þá er það núna bókin
300 stærstu sem var að koma út.
Hvað er það skemmtilegasta við
starfið?
Fjölbreytileikinn, kappið, tæki-
færin og áskoranirnar. Að virkja hin
miklu tækifæri sem TVG-Zimsen
hefur.
Hverjar eru helstu áskoranirnar í
starfinu?
Tryggja og passa upp á liðsheild
TVG-Zimsen hvern dag – liðsheildin
er svo grunnurinn sem virkjar tæki-
færin og býr til alla sigra og styrk
TVG-Zimsen.
Hverjar eru helstu áskoranirnar í
rekstrarumhverfinu í dag?
Rekstrarumhverfið okkar er mjög
gott og mjög spennandi en engu að
síður er gríðarlega mikilvægt að hafa
sterka yfirsýn yfir sífellt meira krefj-
andi kostnaðarumhverfi og ákveðna
kostnaðarliði sem eru vaxandi.
Hvaða breytingar sérðu fyrir þér
í rekstrarumhverfinu á komandi
árum?
Stóraukin netverslun sem við
sjáum að er að vaxa mjög hratt á
stuttum tíma hér á landi og mun
ekki einungis hafa áhrif á okkar
rekstrarumhverfi heldur allt sam-
félagið. Við hjá TVG-Zimsen höfum
tekið mikilvægt frumkvæði til að
búa til flutningslausnir sem eru sér-
sniðnar að þessari hröðu og mikil-
vægu þróun á okkar markaði. Það
eru mjög spennandi tímar fram
undan og stór tækifæri á flutninga-
miðlunarmarkaðinum.
Ljúfar sigurstundir í krefjandi rekstri
Helstu drættir
Nám: BA í stjórnmálafræði frá
Háskóla Íslands.
Störf: Framkvæmdastjóri TVG-
Zimsen, stjórnarformaður í
dótturfélögum TVG-Zimsen.
Fjölskylduhagir: Giftur Kötlu
Guðjónsdóttur, framkvæmda-
stjóra Ísbúðar Vesturbæjar ehf. Á
5 drengi – Sigurð Hrannar, Tómas
Atla, Birki, Dag og Breka Björns-
syni.
Svipmynd
Björn Einarsson
Rekstur og fjár-
mögnun íþrótta-
félaga í dag er sérstaklega
krefjandi þar sem mikið
reynir á.
Fyrir átta árum
sendu nær þrír af
hverjum fjórum jólakort í
bréfpósti en fyrir síðustu jól
var hlutfallið komið niður í
um helming.
Hefðir skipa það stóran sess í jólahaldi og undirbúningi jólanna að við eigum sér-
stakt orð yfir þær og tölum um
jólahefðir. Þannig hafa flestir þættir
jólahalds Íslendinga verið með nær
óbreyttu sniði undanfarin ár og litl-
ar sem engar breytingar sjást milli
ára í mælingum Gallup á jólavenj-
um landsmanna. Þetta á almennt
við um gjafir, samveru, skreytingar,
jólatré, aðventukransa, smáköku-
bakstur, jólahlaðborð, tónleika,
skötuát, laufabrauðsgerð, jólaböll,
piparkökumálun, föndur og kon-
fektgerð svo eitthvað sé nefnt. Það
er því áhugavert að skoða hvað það
er sem hefur þó breyst á undan-
förnum árum.
Jólagjafir
Flestir eru sammála um að jólin
eigi ekki að snúast um gjafir en þær
eru áberandi í jólahaldi okkar enda
gefa 98% landsmanna jólagjafir. Þó
hlutfall þeirra sem gefa jólagjafir
hafi haldist óbreytt síðustu ár hafa
orðið breytingar á jólagjafakaupum
landsmanna þar sem það hefur
bæði færst í vöxt að fólk kaupi gjaf-
irnar erlendis og að þær séu keyptar
á netinu. Tveir af hverjum þremur
keyptu megnið af jólagjöfunum
innanlands síðustu jól. Þó það sé
drjúgur meirihluti hefur hlutfallið
lækkað mikið því átta árum áður
keyptu níu af hverjum tíu megnið
af gjöfunum innanlands.
Netverslun Íslendinga hefur auk-
ist hratt síðustu ár og eru jólagjafa-
kaup þar ekki undanskilin. Fyrir ell-
efu árum keypti um einn af hverjum
tíu landsmönnum einhverjar jóla-
gjafir á netinu en fyrir síðustu jól
var hlutfallið komið upp í 43%. Í
fyrra keyptu aðeins fleiri jólagjafir á
netinu af erlendum fyrirtækjum en
Breytingar á jólahefðum landsmanna
Sigrún Drífa
Jónsdóttir
gæðastjóri
Gallup
Björn segir mikilvægt að hafa yfirsýn yfir sífellt meira krefjandi kostnaðar
umhverfi og ákveðna kostnaðarliði sem eru að vaxa. FréttaBlaðið/ErNir
✿ Keyptir þú einhverjar jólagjafir á netinu frá
erlendum eða innlendum fyrirtækjum?
2017
2009
2007 84%
6%
10%
90%
67%
6%
4%
20% 13%
n Megnið innanlands n Álíka mikið innanlands og erlendis n Megnið erlendis
2017
2009
2007
18% 15% 10% 57%
85%
89%
6% 7%
7%
2%
2%2%
✿ Keyptir þú einhverjar jólagjafir á netinu frá
erlendum eða innlendum fyrirtækjum?
n Já, erlendum n Já, innlendum
n Bæði erlendum og innlendum n Nei, keypti engar jólagjafir á netinu
✿ Jólakort, aðventuljós,
kirkjur og kirkjugarðar
Sendi jólakort
eða jólakveðju
rafrænt
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2010
Er með að
ventuljós með
sjö ljósum á
heimilinu
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2010
Fer í kirkjugarð
að vitja leiðis
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2010
Fer í kirkju fyrir
eða um jólin
2017
2016
2015
Sendi jólakort
með hefð
bundnum pósti
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2010
51%
53%
74%
63%
63%
59%
54%
40%
45%
49%
47%
54%
53%
41%
62%
57%
52%
57%
54%
48%
48%
61%
66%
53%
22%
33%
34%
33%
33%
32%
29%
landsmanna farið í kirkju fyrir eða
um jólin en í fyrra mældist það
hlutfall nokkuð lægra þegar aðeins
rúmlega fimmtungur landsmanna
fór í kirkju. Eins fór aðeins ríflega
helmingur landsmanna í kirkju-
garð að vitja leiðis á móti tveimur af
hverjum þremur árið áður. Aftur eru
þetta breytingar sem mældust fyrst
síðustu jól og verður því áhugavert
að sjá hvort þær sjást áfram þessi jól.
Þó að jólin séu tími skemmtilegra
hefða og samveru við fjölskyldu
og vini eru aðstæður landsmanna
ólíkar og það er umhugsunarvert
að nær fimmtungur landsmanna
ber kvíða í brjósti fyrir jólunum,
að minnsta kosti í bland við til-
hlökkun, og hefur það hlutfall
verið svipað um árabil. Fyrir því
geta verið margvíslegar ástæður en
fólk er líklegra til að kvíða jólunum
eftir því sem fjölskyldutekjur þess
eru lægri og einnig eftir því sem það
er eldra.
Það er einlæg ósk okkar hjá Gal-
lup að sem flestir geti fundið gleði
og frið jólanna, hver með sínum
hætti, og átt ánægjulega jólahátíð.
✿ Jólamaturinn
n 2017 n 2003 n 2002
Hamborgarhryggur
lambasteik
rjúpa
Svínasteik
Hangikjöt
annað
45%
Kalkúnn
6%
8%
11%
9%
9%
7%
15%
3%
7%
10%
9%
5%
3%
4%
4%
6%
16%
21%
52%
51%
innlendum en það verður áhugavert
að fylgjast með þróun vefverslunar
íslenskra fyrirtækja á næstu árum
þar sem hún er í örum vexti.
Jólakort og rafrænar jólakveðjur
Annað sem hefur tekið miklum
breytingum eru jólakveðjur lands-
manna. Fyrir átta árum sendu
nær þrír af hverjum fjórum jóla-
kort í bréfpósti en fyrir síðustu jól
var hlutfallið komið niður í um
helming. Hlutfall þeirra sem sendu
rafrænt jólakort eða rafræna jóla-
kveðju fyrir átta árum var um fjórir
af hverjum tíu. Það fór hækkandi
næstu ár og jólin 2015 og 2016 sendi
rösklega helmingur landsmanna
rafræna jólakveðju. Fyrir jólin í fyrra
mældist hlutfallið hins vegar aftur
talsvert lægra og verður forvitnilegt
að sjá hvort sú þróun sést áfram nú
um jólin.
Jólamaturinn
Langalgengast er að það sé ham-
borgarhryggur á borðum lands-
manna á aðfangadagskvöld en þeim
fer þó fjölgandi sem velja annan
jólamat. Þeim fer einnig fækkandi
sem borða rjúpu eða svínasteik á
aðfangadag, ef frá er talið það tíma-
bil þegar bann ríkti við rjúpna-
veiðum, en vinsældir hangikjöts og
lambasteikur hafa haldist stöðugar.
Þeim hefur fjölgað sem borða kalk-
ún og einnig þeim sem borða annan
mat en talinn hefur verið upp, eins
og t.d. nauta- eða hnetusteik.
aðventuljós
Aðventuljós, eða stjakar með sjö
ljósum, eru áberandi í gluggum
íslenskra heimila um jólin enda
setur nær helmingur landsmanna
slík ljós út í glugga. Með auknu
úrvali jólaljósa er þessi hefð þó á
undanhaldi, en hlutfall þeirra sem
skreyta með þessum hætti hefur
lækkað um 14 prósentustig á síð-
ustu sjö árum.
Kirkjur og kirkjugarðar
Síðustu ár hefur um þriðjungur
1 9 . d e s e m b e r 2 0 1 8 m I Ð V I K U d A G U r12 maRkaðuRinn
1
9
-1
2
-2
0
1
8
0
4
:2
6
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
1
D
9
-8
A
0
4
2
1
D
9
-8
8
C
8
2
1
D
9
-8
7
8
C
2
1
D
9
-8
6
5
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
5
6
s
_
1
8
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K