Fréttablaðið - 31.12.2018, Síða 2
Veður
Gengur í norðan 20-28 m/s, fyrst
V-til, en síðar einnig fyrir austan og
kólnar í veðri. Hvassast verður á
Vestfjörðum, Austfjörðum og undir
Vatnajökli. Snjókoma á norðanverðu
landinu, en slydda eða rigning með
köflum syðra. Lægir víðast hvar
og rofar til þegar líður á daginn og
frystir um land allt. SJÁ SÍÐU 26
Skotglaðir Íslendingar
Það var margt um manninn á flugeldasölu björgunarsveitarinnar Ársæls í Gróubúð á Grandagarði í gær. Þessar stúlkur virtu fyrir sér flugeldapakk-
ann Tralla, á meðan afi þeirra hafði mögulega augastað á einhverju örlítið kraftmeira. Flugeldasala er langstærsta fjáröflunarleið Slysavarnafélags-
ins Landsbjargar og þannig hefur skotgleði landsmanna stuðlað að skilvirku starfi björgunarsveita víða um land. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
AFGANISTAN „Ég get ekki sagt að ég
hafi saknað jólastressins, ofspilunar
á jólalögum í útvarpinu og neyslu-
brjálæðisins sem oft einkennir
hátíðarnar heima. Auðvitað sakna
ég samverustunda við vini og fjöl-
skyldu og þó ég skjóti sjaldnast upp
flugeldum sjálf, þá verður skrítið að
sjá enga flugelda á áramótunum,“
segir Brynja Dögg Friðriksdóttir,
starfsmaður Íslensku friðargæslunn-
ar í Kabúl, um jólahaldið í herstöð í
afgönsku höfuðborginni.
Brynja Dögg hefur verið í Afgan-
istan frá því í lok janúar en hún
starfar á fjölmiðla- og almanna-
tengslaskrifstofu verkefnisins Resol-
ute Support sem er á vegum NATO.
Verkefni hennar felst í myndbanda-
gerð og myndatökum fyrir sam-
félagsmiðla og ferðast hún töluvert
milli herstöðva vegna vinnunnar.
„Ég var búin að vera á viðbragðs-
lista Íslensku friðargæslunnar í
nokkur ár en í fyrra var haft sam-
band við mig og spurt hvort ég hefði
áhuga á að starfa í Afganistan í eitt
ár. Mér fannst ég ekki geta hafnað
þessu tækifæri enda óvíst hvort það
myndi bjóðast aftur,“ segir Brynja
Dögg sem hefur bakgrunn úr fjöl-
miðlum en hefur síðustu ár unnið
sem verktaki við kvikmyndagerð.
Í herstöðinni þar sem Brynja
Dögg býr má finna fulltrúa flestra
þeirra landa sem eru aðilar að verk-
efninu en þau eru 41. „Við Norður-
landabúarnir eigum okkar eigið
félagsheimili sem heitir því virðu-
lega nafni Nordic Palace. Þar héld-
um við jól í norrænum anda og við
verðum líka þar um áramótin. Dan-
irnir sem búa hérna fengu sendan
jólamat, andabringu, puru steik og
ris à l’amande sem ég og einn Finni
njótum góðs af.“
Sjálf fékk Brynja senda nokkra
pakka frá Íslandi. „Ég fékk malt og
appelsín og svo bað ég sérstaklega
um laufabrauð. Það var reyndar
orðið að laufamylsnu þegar það
kom til Kabúl og ég hef setið ein að
henni.“
Nú styttist óðum í heimkomu
Brynju en hún segir að þessi tími
hafi verið bæði skemmtilegur
og lærdómsríkur. „Afganistan og
Afganar eiga sérstakan stað í hjarta
mínu eftir dvöl mína hér. Afganar
búa yfir miklum dug og kjarki
sem sást best í þingkosningunum í
október þegar milljónir manna og
kvenna stóðu í löngum biðröðum til
að kjósa þrátt fyrir ótryggt ástand.
Það er óskandi að nýtt ár færi Afgön-
um langþráðan frið eftir hátt í 40 ára
stríðsátök svo uppbygging geti hafst
hér af fullum krafti.“
sighvatur@frettabladid.is
Óskandi að nýja árið
færi Afgönum frið
Brynja Dögg Friðriksdóttir, sem starfar hjá Íslensku friðargæslunni, hélt upp á
jólin í herstöð í Kabúl. Hún fékk sent malt og appelsín en laufabrauðið varð að
mylsnu á leiðinni. Hún segir dvölina í Afganistan hafa verið lærdómsríka.
Brynja Dögg hefur verið í Afganistan í tæpt ár.
Afganistan og
Afganar eiga sér-
stakan stað í
hjarta mínu
eftir dvöl
mína hér.
Brynja Dögg Frið-
riksdóttir
SAMFÉLAG Sæbraut í Reykjavík verð-
ur lokuð í dag frá klukkan 11.00 til
13.30 vegna Gamlárshlaups ÍR sem
farið verður í 43. skipti í ár. Rúmlega
1.700 manns eru skráðir til leiks í
hlaupinu en aldrei hafa fleiri tekið
þátt.
Hlauparar mæta til leiks við
Hörpu og sem fyrr mun karnival-
stemning ríkja, enda eru þátttak-
endur hvattir til að mæta í fjölskrúð-
ugum búningum.
Hlaupið hefst við Hörpu klukkan
12.00. Sæbraut verður lokuð frá
Geirsgötu og að Holtavegi. Er öku-
mönnum bent á að fara frekar um
Miklubraut en hægt verður að kom-
ast að hafnarsvæðinu frá Holtavegi.
– khn
Lokanir vegna
gamlárshlaups
ÁRAMÓT Flest bendir til þess að
mengunarský verði yfir borginni á
nýársnótt. Álíka mengun og um síð-
ustu áramót gæti verið í vændum, ef
marka má veðurspá fyrir borgina í
kvöld.
„Það verður hægur vindur í kvöld
en ekki alveg logn. Það gæti dottið
niður um nóttina og þá gæti komið
þessi leiðindastybba,“ segir Þor-
steinn V. Jónsson veðurfræðingur.
Reykjavíkurborg hefur varað við
svifryksmengun í borginni á nýárs-
nótt, en búist er við að svifryks-
mengun fari yfir heilsuverndar-
mörk á fyrstu klukkustundum nýs
árs. Styrkur svifryks var hár nær
allan sólarhringinn 1. janúar 2018
en venjulega fellur styrkurinn hratt
þegar líða tekur á nýársnótt.
Fólk með viðkvæm öndunarfæri,
hjarta- og æðasjúkdóma og börn eru
sérstaklega viðkvæm fyrir svifryki.
Æskilegast er fyrir þennan hóp að
vera innandyra þegar mest gengur
á í kringum miðnættið og loka
gluggum. – khn
Mengunarský í kortunum
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
3 1 . D E S E M B E R 2 0 1 8 M Á N U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
3
1
-1
2
-2
0
1
8
0
4
:4
4
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
E
C
-A
7
1
4
2
1
E
C
-A
5
D
8
2
1
E
C
-A
4
9
C
2
1
E
C
-A
3
6
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
8
s
_
3
0
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K