Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.12.2018, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 31.12.2018, Qupperneq 8
Í farbanni í Malaga Það var um miðjan janúar sem Fréttablaðið greindi frá því að Sunna Elvira Þorkelsdóttir, þrítugur lögfræðingur, hefði fallið á milli hæða, um fjóra metra, á heimili sínu í Malaga á Spáni. Þjóðin fylgd- ist grannt með málum hennar og þáverandi eiginmanns hennar, Sig- urðar Kristinssonar. Böndin bárust fljótlega að Sigurði í tengslum við svokallað Skáksambandsmál, sem snerist um stórfelldan fíkniefna- flutning til Íslands. Sigurður var úrskurðaður í varð- hald á Spáni en Sunna lögð inn á spítala. Fréttablaðið ræddi við Sunnu skömmu eftir slysið og lýsti hún þar taugaáfallinu sem hún fékk eftir innlögnina á spítalann. Sunna kom ekki til landsins fyrr en í apríl en þau Sigurður höfðu verið úrskurðuð í far- bann vegna málsins. Sigurður var tvívegis ákærður á árinu, annars vegar fyrir aðild að Skáksambandsmálinu og hins vegar vegna skattalagabrota í gegnum fyrir- tækið SS verk. Skattsvikin voru sögð nema 105 milljónum króna. Héraðs- dómur Reykjaness dæmdi Sigurð í 20 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 137 milljóna króna í sekt. Aðalmeðferð í Skáksambandsmálinu fer fram snemma í janúar á nýju ári. Sigurður og Sunna Elvira slitu sam- vistum eftir allt sem á hafði gengið. Í viðtali í nóvember sagðist Sunna, sem er lömuð fyrir neðan brjóst, stefna að því að verða besta útgáfan af sjálfri sér. Sextán ár fyrir hrottafengið morð á Hagamel Í apríl dæmdi Héraðsdómur Reykja- víkur Khaled Cairo, 39 ára Jemena, í sextán ára fangelsi fyrir morðið á Sanitu Brauna, 44 ára lettneskri konu, í íbúð þar sem hún bjó á Hagamel í september í fyrra. Fréttablaðið fylgdist með aðalmeðferð málsins og greindi frá. Þar komu nágrannar og lögreglumenn fyrir dóminn. Einn lögreglumaðurinn lýsti aðkomunni sem skelfilegri. Þar hefði Cairo staðið alblóðugur „eins og módel“. Hann hefði hlegið þegar hann sá myndir af líki Sanitu við skýrslutöku eftir hand- tökuna. Cairo snöggreiddist við dómsupp- söguna og greindi verjandi hans síðar frá því að hann hygðist áfrýja niður- stöðunni til Landsréttar. Fjölskylduharmleikur að Gýgjarhóli „Vettvangurinn benti eindregið til þess að þarna hefði ég átt hlut að máli,“ sagði Valur Lýðsson, bóndi að Gýgjarhóli II í Biskupstungum, við aðalmeðferð í máli gegn honum í lok ágúst. Valur var ákærður og síðar dæmdur fyrir morðið á bróður sínum, Ragnari Lýðssyni, á Gýgjar- hóli II að kvöldi föstudagsins langa. Valur lýsti við aðalmeðferðina því sem hann rak minni til frá kvöldinu. Hann hefði þar rætt framtíðaráform bæjarins við Ragnar og bróður þeirra Örn. Bræðurnir voru gestkomandi að heimili Vals. Valur sagði að hann og Ragnar hefðu drukkið um kvöldið og hinn síðarnefndi brugðist ókvæða við þegar þeir hófu að ræða hug- myndina um að færa bæjarstæðið og koma upp kaldavatnsveitu. Um morguninn hefði hann vaknað og komið að líki Ragnars. Valur var dæmdur til sjö ára fangelsisvistar. Dagur Hoe Sigurjónsson, 25 ára, var í júní dæmdur í sautján ára fangelsi fyrir að hafa ráðið hinum albanska Klevis Sula bana á Austur- velli í desember í fyrra. Dagur réðst einnig á Elio Hasani, félaga Klevis, og veitti honum nokkur stungusár. Elio komst lífs af og var útskrifaður af spítala nokkrum dögum eftir árásina. Guðmundar- og Geirfinnsmál leidd til lykta Það var í lok september sem umtalaðasta og umdeildasta sakamál Íslandssögunnar var leitt til lykta, nærri fjöru- tíu árum eftir að Hæstiréttur kvað upp upprunalega dóm sinn. Sakborningarnir fimm í Guðmundar- og Geirfinns- málum voru sýknaðir, fimm árum eftir að starfs- hópur Ögmundar Jónassonar, þáverandi innanríkisráðherra, komst að þeirri niður- stöðu að játningar þeirra Sævars Marinós Cie- sielski, Kristjáns Viðars Júlíussonar, Tryggva Rúnars Leifssonar, Guð- jóns Skarphéðinssonar og Alberts Klahn Skafta- sonar væru ómarktækar. Sindri stelur senunni Þjóðin fylgdist grannt með málum Sindra Þórs Stefánssonar, ferðalögum hans og ævintýrum. Sindri Þór var handtekinn snemma á árinu, grun- aður um aðild að umfangsmiklum þjófnaði á 600 tölvum úr gagna- verum Advania á Reykjanesi. Var hann færður í varðhald í fangelsinu á Hólmsheiði en síðar að Sogni. Þegar á Sogn var komið strauk Sindri úr fangelsinu, sem er opið, og flúði land. Deilt var um það hvort Sindri hefði verið frjáls ferða sinna eða ekki en gæsluvarðhaldsúrskurður var þá runninn úr gildi. Sindri fór í flug til Svíþjóðar, með sömu vél og meðal annars með forsætisráðherra. Frétta- INNLENDUR ANNÁLL um 800 milljónir króna. Undir hana féllu kyrrsetningar á fasteignum, ökutækjum, banka- reikningum og hlutafé í fyrirtækjum. Hæsta krafan var á hendur Jónsa, söngvara sveitarinnar, en hún nam 638 milljónum króna. Í yfirlýsingu sem sveitin sendi frá sér sögðust með- limir hennar ekki hafa neitt að fela. Um væri að ræða brest hjá endur- skoðanda sem starfaði fyrir þá. „Við munum greiða þetta til baka og finna út hvað það var sem fór úrskeiðis. Við treystum þarna end- urskoðanda okkar og töldum að allt væri í góðu, þegar það reyndist svo þveröfugt. Við viljum hafa allt klárt og uppi á borðum. Þetta eru engin Panama-skjöl eða neitt slíkt. Við borgum okkar skatt eins og aðrir og þetta er allt í farvegi,“ sagði Georg, bassaleikari sveitarinnar, í mars. Þá fækkaði meðlimum sveitar- innar um einn í byrjun október þegar trommuleikarinn Orri Páll sagði skilið við Sigur Rós eftir ásökun um nauðgun. Bandaríska listakonan Meagan Boyd steig opinberlega fram í september og sagði Orra hafa brotið á sér fyrir fimm árum þegar sveitin var í Los Angeles við upptökur á plötunni Kveik. Úttekt í Orkuveitunni Óhætt er að segja að mikil ólga hafi verið meðal starfsmanna Orkuveitu Reykjavíkur (OR) í sumar. Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar gerði úttekt á vinnustaðamenningu þar eftir að þrír starfandi stjórnendur voru sakaðir um kynferðislega áreitni í starfi eða fyrir kynferðisbrot áður en störf hófust. Málið hófst með uppsögn Bjarna Más Júlíussonar, framkvæmdastjóra hjá Orku náttúrunnar, dótturfélagi OR, en honum var sagt upp vegna óviðeigandi hegðunar í garð sam- starfskvenna sinna. Þeirra á meðal var Áslaug Thelma Einarsdóttir, sem einnig var sagt upp störfum um svipað leyti. Áslaug lýsti reynslu sinni í færslu á Facebook, en hún og Einar Bárðarson, eiginmaður hennar, blaðið birti fyrst yfirlýsingu Sindra sem sagðist ætla að koma heim fljótlega. Hann var handtekinn í Amsterdam tveimur dögum síðar. Ákæra var gefin út í gagnaversmálinu svokallaða á hendur Sindra og sex öðrum í lok ágúst. Sindri var í farbanni fram í október en hann reiddi fram 2,5 milljónir í tryggingu til að losna úr því og flaug til Spánar með fjölskyldu sinni. Aðalmeðferð yfir Sindra og sex- menningunum fór fram í byrjun desember og er enn beðið eftir nið- urstöðu í málinu. Sindri og verjandi hans hafa gagnrýnt aðferðir lögreglu vegna málsins. Allt í frosti hjá Sigur Rós Fréttablaðið greindi frá því í mars að eignir þeirra Jóns Þórs Birgissonar, sem oftast er nefndur Jónsi, Georgs Holm og Orra Páls Dýrasonar, með- lima Sigur Rósar, hefðu verið kyrr- settar að kröfu Tollstjóra. Um var að ræða kyrrsetningu eigna að verðmæti Árið 2018 á innlendum vettvangi Ókyrrð í háloftunum, umfangsmikill gagnaversþjófnaður, sóðatal kjörinna full- trúa og braggablús er meðal þess sem var hvað mest í deiglunni á árinu sem er nú að renna sitt skeið. Fréttablaðið tekur hér saman helstu fréttamál ársins innan landsteinanna. Vakin er athygli á því að samantektin endurspeglar aðeins nokk- ur af þeim stóru málum sem voru í umræðunni og er fjarri því að vera tæmandi. 3 1 . D E S E M B E R 2 0 1 8 M Á N U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 3 1 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :4 4 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 E C -C 9 A 4 2 1 E C -C 8 6 8 2 1 E C -C 7 2 C 2 1 E C -C 5 F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 3 0 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.