Fréttablaðið - 31.12.2018, Blaðsíða 24
Sydney
Áramótin ganga
einna fyrst í
garð í Sydney
í Ástralíu og af
því tilefni er
haldin flugelda-
sýning sem á
fáa sína líka.
Milljónir manna
fylgjast með
flugeldunum
sem skotið er
frá höfninni
og brúnni við
Óperuhúsið
fræga.
Dúbaí
Heimsmetið fyrir
stærstu flugeldasýn-
ingu heims var sett á
manngerðu eyjunum
Palm Jumeirah og
World Islands í Dúbaí.
Um áramótin 2014
voru rúmlega 479
þúsund sprengjur
sprengdar á aðeins
sex mínútum, sem
gera yfir þúsund
sprengjur á sekúndu.
Upplifunin hefur
verið stórfengleg og
líklega hefur verið
best að njóta sjónar-
spilsins í þyrlu.
Louisville
Þrumur yfir Louisville eða Thunder Over Louisville
kallast opnunarhátíð Kentucky Derby hátíðarinnar sem
haldin er í Louisville í Kentucky í Bandaríkjunum. Talið
er notuð séu um sextíu tonn af flugeldum í sýningunni
sem skotið er upp í 28 mínútur.
Burj Khalifa
Burj Khalifa í Dúbaí er hæsta bygging heims, 829,8
metrar að hæð. Við opnun skýjakljúfsins var haldin
hreint mögnuð flugeldasýning þar sem flugeldum var
skotið af öllum hæðum hússins. Ár hvert er haldin óvið-
jafnanleg flugeldasýning við Burj Khalifa um áramót.
Montreal
Árlega er haldin flugeldakeppni í Montreal í Kanada
sem kallast the Montreal International Fireworks Com-
petition. Hún er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum.
Fyrirtæki hvaðanæva úr heiminum taka þátt og sýna
það allra besta og nýjasta úr heimi flugelda í hálftíma
sýningu. Sigurvegarinn hlýtur Jupiter-verðlaunin.
Pétursborg
Skarlatsrauðu seglin kallast við-
burður í Pétursborg í Rússlandi en
hann er hluti af sumarhátíð þar í
borg sem kallast White Nights eða
hvítar nætur. Flugeldar, tónleikar
og vatnasýning eru stór hluti af
viðburðinum sem milljónir sækja
heim árlega. Þessi hefð hófst við
lok heimsstyrjaldarinnar síðari
árið 1945 þegar nokkrir skólar í
Leníngrad sameinuðust um að ljúka
skólaárinu með því að minnast
sögunnar frægu um Skarlatsrauðu
seglin eftir Alexander Grin. Einn
af hápunktunum er þegar sænska
skipið Kronor siglir upp Neva-ána
með skarlatsrauð seglin þanin.
Flugldar lýsa
upp heiminn
Undursamlegar flugeldasýningar eru haldnar
víða í heiminum. Það getur verið mögnuð
upplifun að horfa á þessar listasýningar á
himninum. Nokkrar flugeldasýningar eru tald-
ar bera af og hér skal nefna nokkrar þeirra.
4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 3 1 . D E S E M B E R 2 0 1 8 M Á N U DAG U R
3
1
-1
2
-2
0
1
8
0
4
:4
4
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
E
C
-A
C
0
4
2
1
E
C
-A
A
C
8
2
1
E
C
-A
9
8
C
2
1
E
C
-A
8
5
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
4
8
s
_
3
0
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K