Fréttablaðið - 31.12.2018, Síða 42
Brandenburg / SÍA
Taktu þátt í síðasta lestrarátaki Ævars vísindamanns og þú gætir orðið að persónu í æsispennandi ævintýrabók!
Allir krakkar í 1.-10. bekk geta tekið þátt – og sömuleiðis foreldrar og forráðamenn! Átakið stendur frá 1. janúar til 1. mars 2019. Allar upplýsingar á www.visindamadur.is
Hvað langar þig að lesa í dag?
ári, þótt veikindi sem borgarstjór-
inn hefur greint frá spili þar enga
rullu. Ráðhúsið hefur nötrað undan-
farin misseri þar sem hver skandall-
inn rekur annan og að lokum er
borgarstjóra ekki sætt í embætti.
Meirihlutinn sættist á Dóru Björt
Guðjónsdóttur Pírata í hans stað.
Mjög mun fjara undan Facebook
næstu misserin. Æ fleira fólk snýst
gegn risanum, því það treystir ekki
að persónuleg skilaboð leki ekki út.
Raunar mun Facebook áfram glíma
við vandræði sem varða öryggi not-
enda samfélagsmiðilsins.
Ragnar Þór mun standa við stóru
orðin og skæruhernaður á vegum
VR verður staðreynd á fyrstu mán-
uðum nýs árs. Það mun kosta hann
formennskuna í VR.
Væringar verða í Framsóknar-
flokknum, þrátt fyrir fádæma róleg-
heit yfir ríkisstjórnarsamstarfinu á
árinu. Sigurður Ingi Jóhannsson
mun hætta í stjórnmálum, öllum að
óvörum. Lilja Alfreðsdóttir verður
formaður Framsóknar. Skandall
tengdur Ásmundi Einari Daðasyni
félagsmálaráðherra mun hrekja
hann úr flokknum. Framsókn leitar
út fyrir þingflokkinn að nýjum ráð-
herra.
Skúli kveður Ísland
Skúli Mogensen skilur við WOW
sem þó heldur áfram starfsemi sinni,
íslenskum neytendum til hagsbóta.
Skúli flytur af landi brott og leitar
nýrra ævintýra á nýjum slóðum.
Kristján Loftsson, sem seldi Guð-
mundi Kristjánssyni í Brimi hlut
sinn í HB Granda á árinu, mun
láta mikið að sér kveða í íslensku
viðskiptalífi á nýju ári með því að
kaupa stóran hlut í skráðu félagi.
Völvan sér fyrir átök í Seðlabank-
anum. Sigríður Benediktsdóttir
tekur við af Má Guðmundssyni sem
seðlabankastjóri. Það mun valda
titringi innan bankans, enda Sig-
ríður umdeild, jafnt persónulega
og sem fræðimaður. Þórarinn G.
Pétursson verður skipaður annar
aðstoðarbankastjóri eftir að lögum
um bankann er breytt og annarri
stöðu aðstoðarbankastjóra bætt við.
Útvarpsstjóri í kröppum dansi
Úttekt á rekstri RÚV mun leiða í ljós
að pottur er víða brotinn í rekstr-
inum. Útvarpsstjóri á í erfiðleikum
með að útskýra málið og mikill
þrýstingur verður á hann að segja
af sér. Hann mun halda stöðunni,
en veikist töluvert við málið.
Völvan sér Gunnar Smára Egils-
son verða áberandi í byrjun árs
meðan skærur á vinnumarkaði
standa sem hæst.
Þótt stjórnarandstaðan hafi verið
frekar veikburða undanfarið ár,
verða raddir um hærri veiðigjöld
sífellt háværari og ríkjandi kvóta-
kerfi sífellt óvinsælla hjá þjóðinni. Á
meðan munu sægreifar halda áfram
að kaupa upp íslensk fyrirtæki.
Katla rumskar
Jón Jónsson tónlistarmaður fær
sýkingu í raddböndin og mun ekki
geta komið neitt fram á árinu. Í ljós
kemur að honum líkar það að taka
sér hvíld frá sviðsljósinu. Fátt er svo
með öllu illt að ei boði gott, því Jón
skapar sér óvænt nafn sem pródú-
ser, bak við tjöldin.
Katla rumskar eftir aldarlangan
svefn. Nærsamfélagið lamast og
flugumferð raskast. Mikil athygli
beinist að Íslandi í kjölfarið, og þrátt
fyrir allar spár mun metfjöldi ferða-
manna sækja landið heim árið 2019.
VÖLVUSPÁ 2019
3 1 . D E S E M B E R 2 0 1 8 M Á N U D A G U R34 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
3
1
-1
2
-2
0
1
8
0
4
:4
4
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
1
E
C
-C
E
9
4
2
1
E
C
-C
D
5
8
2
1
E
C
-C
C
1
C
2
1
E
C
-C
A
E
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
4
8
s
_
3
0
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K