Fréttablaðið - 31.12.2018, Side 44

Fréttablaðið - 31.12.2018, Side 44
miðlum, ekki síst fyrir þær sakir að stórstjörnur munu klæðast skónum á rauða dreglinum. Sinfóníuhljómsveit Íslands sannar það á árinu að hún er sú menningarstofnun á landinu sem er af mestum gæðum og er sú eina sem stenst alþjóðlegan samanburð. Gestum hljómsveitarinnar mun fjölga. Árni Pétur Guðjónsson vekur eft- irtekt fyrir leik á sviði með vorinu. Leifur Ýmir myndlistarmaður mun koma fólki á óvart á árinu með verkum sínum. Áhugi frá galleríum á meginlandinu verður mikill. Ásmundur Ásmundsson mynd- listarmaður opnar sýningu í Osló í haust sem mun vekja mikla lukku meðal Norðmanna. Hamrén víkur Gulldrengirnir okkar í knattspyrnu- l a n d s l i ð i n u munu ekki ná sér upp úr þeim öldudal sem þeir eru í og það er eitthvað í kortunum um að Eric Hamrén muni ekki klára u n d a n k e p p n i n a fyrir EM 2020. Gamlir draugar eins og agavandamál, ó v ö n d u ð ummæli og liðsval sem kemur flest- um á óvart munu taka sinn toll og Hamrén mun k ve ð ja . KS Í leitar til Heim- is Guðjóns- sonar, þjálfara m e i st a ra l i ð s HB, til að klára undankeppnina. Léttleikinn kemur aftur í klefann og aginn úti á velli tryggir liðið í umspil en með naum- indum þó. Það mun gusta um KSÍ á ársþing- inu í febrúar. Kristalkúlan sýnir að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, standi storminn af sér. En hans pól- itík verður að setja Íslandsmótið meira í hendurnar á ÍTF og halda áfram að gera KSÍ að grænum vinnu- stað. Áfram verður kvabbað um Laugardalsvöll og undirbúningur heldur bara áfram. Staða yfirmanns knattspyrnumála verður felld inn í starf KSÍ og einhver innanhúss fær einfaldlega stöðuhækkun. Eiður finnur ástina Þá munu gömlu félagarnir Eiður Smári og Arnar Þór verða tilkynntir sem þjálf- arar U-21 árs lands- liðs Íslands. Eiður finnur ástríðuna e i n n i g u t a n vallar og nælir sér í konu úr s t j ó r n m á l - unum. Stefnir í gott ár þar á bænum. Það eru allra fyrri hluta næsta tímabils. Arnór Sigurðsson tekur annað tímabil með CSKA og heldur áfram að blómstra. Ekki mikil vandræði á þeim pilti. Íslenski fótboltinn blæs í sóknar- lúðrana. Miðaverð verður snarlækk- að og ýmislegt gert til að fá fólk aftur á völlinn. Tómir vellir eru hættir að vera töff í augum stjórnarmanna og stjórnmálamanna. Ýmislegt verður gert til að fylla þessi risamannvirki sem standa tóm lungann úr árinu. Umgjörðin verður stórbætt hjá flestum félögum og leynimakkið í kringum bjórsölu á völlunum verður aflagt. Pepsi-deild karla verður spenn- andi langt fram eftir móti. Valsmenn munu hafa þetta í þriðja sinn í röð en KR mun veita þeim harða keppni en gefa eftir á lokasprettinum. FH veldur vonbrigðum sumarsins og Grindavík og ÍA falla. Þróttarar og Ólafsvíkingar koma í þeirra stað. Ævintýri Magna frá Grenivík heldur áfram og liðið verður nær því að fara upp en að falla. Það verður meiri spenna í kvennaboltanum. Þór/KA mun standa uppi sem sigurvegari eftir ótrúlega lokaumferð þar sem tit- illinn skiptir um hendur ansi oft þessar 90 mínútur. Valur, Stjarnan og Breiðablik munu fylgja þeim eins og skugginn og deildin verður jafn- ari en oft áður. Valskonur munu fá silfrið og Margrét Lára sýnir að hún er ekki dauð úr öllum æðum. Handboltinn rúllar í janúar eins og flest öll fyrri ár. Mikill gleðigjafi í skammdeginu. Ísland kemst upp úr riðlinum og í milliriðil en lýkur keppni þar. Guðmundur Guð- mundsson landsliðsþjálfari horfir sáttur á mótið. Ánægður með fram- lag ungu strákanna. Skömmu eftir mótið kemur franska stórliðið PSG og kaupir Hauk Þrastarson frá Sel- fossi. Önnur félagaskipti eru ekki sjáanleg. Aron verður áfram í Barce- lona og Guðjón Valur hjá Ljónunum í Rhein-Neckar. Gummi Ben afþakkar Síminn mun tilkynna um hver verður andlit enska boltans í febrúar. Eftir örlitla umhugsun mun Gummi Ben segja nei takk og halda kyrru fyrir hjá Vodafone. Það verður því Hörður Magnússon sem mun stökkva um borð og gera enska boltanum aftur hátt undir höfði. Metnaðarleysi Vodafone kristallað- ist í kringum stórleik Liverpool og Manchester United þar sem engin dagskrárgerð var fyrir eða eftir leik. Honum til aðstoðar verða þau Gunnar Birgisson frá RÚV og Sigríð- ur Þóra Ásgeirsdóttir sem mun sjá um umfjöllun um leiki helgarinnar. Síminn mun ekki klikka á að fá hæfa konu til starfa. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, sem vann til gullverðlauna í 200 metra hlaupi á Ólympíuleikum ungmenna í Búenos Aíres, mun halda áfram að vekja athygli. Sem og kraftajötunn- inn Júlían J.K. Jóhannsson. Hann mun halda áfram að bæta sig. Ólafía Þórunn mun slá í gegn og þjóðin mun sitja límd við skjáinn á ókristilegum tíma til að sjá hana slá hvert snilldarhöggið á fætur öðru. V i ð t a l i ð við hana í kjölfarið fær Ólaf Þórðarson nánast til að gráta. VÖLVUSPÁ 2019 nokkur félagaskipti í kortunum. Aron Einar tekur stökkið í sólina til Tyrklands eða Katar. Birkir Bjarna- son fer aftur til Ítalíu og Ari Freyr skiptir um lið. Alfreð Finnbogason fær mjög gott tilboð en ákveður að vera um kyrrt í Augsburg. Gylfi og Alexandra munu eignast barn í september/október sem hefur svo jákvæð áhrif á spilamennsku Gylfa. Fyrirspurnir koma en verðið fælir stórliðin frá. Hann verður áfram í Everton. Jón Dagur kemur aftur til Fulham og slær í gegn í Championship- deildinni. Vekur áhuga og eftirtekt 3 1 . D E S E M B E R 2 0 1 8 M Á N U D A G U R36 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 3 1 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :4 4 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 E C -C 9 A 4 2 1 E C -C 8 6 8 2 1 E C -C 7 2 C 2 1 E C -C 5 F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 3 0 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.