Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2010, Side 4

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2010, Side 4
4 Ljósmæðrablaðið - desember 2010 Á þessu ári hefur mikið verið talað um niðurskurð á öllum sviðum en því jafn- framt haldið fram að hann eigi ekki að bitna á þjónustunni. Skýr krafa er frá stjórnvöldum um sparnað á öllum sviðum heilbrigðisgeirans. Fyrr á þessu ári stefndi í að loka ætti öllum fæðingastöðum úti á landi nema á Akur- eyri og að færa ætti heimaþjónustu ljós- mæðra inn á heilsugæslustöðvarnar, allt í nafni sparnaðar. En er þetta sparnaður? Ljósmæðrafélagið hefur lagt fram útreikninga sem sýna klárlega að það að færa heimaþjónustu ljósmæðra inn á heilsugæslustöðvarnar verði dýrara en sú þjónusta sem er veitt í dag, sem er bæði sveigjanleg og ódýr þjónusta. Síðastliðið sumar gerði Ljósmæðrafélagið könnun á heimaþjónustu ljósmæðra og er niður- staðan kynnt í blaðinu í ritrýndri grein sem Hildur Sigurðardóttir skrifar. Þar kemur meðal annars fram að 50-60% af þjónustunni er veitt utan hefðbundins dagvinnutíma, það er á kvöldin og um helgar. Þetta er umhugsunarvert, hvernig ætlar heilsugæslan að koma til móts við þessar þarfir? Berglind Hálfdánsdóttir skrifar í blaðið hugleiðingar um sama efni. Hve dýrlegt er að þekkja ljós- móðurina heitir grein sem Guðrún Ásta Gísladóttir fyrsta árs ljósmóðurnemi skrifar í blaðið. Þar segir hún frá tveimur fæðingasögum þar sem konurnar þekktu ljósmæðurnar sínar. Þar kemur fram að það séu mikil forréttindi að fæða börn sín í smærri byggðarlögum. Þau forréttindi felast í því að vera í nánari tengslum við sína ljósmóður og að geta jafnvel fengið sömu ljósmóður með sér í meðgöngu, í fæðingu og í sængurlegu. Fæðingadeildir úti á landi geta vegna smæðar sinnar og fjölda fæðinga veitt góða og persónulega þjónustu. Með því að loka fæðingastöðum á landsbyggðinni þurfa verðandi foreldrar að ferðast langa leið á fæðingastað og jafnvel að dveljast lengi frá heimili með tilheyrandi raski og útgjöldum. Það eiga ekki allir ættingja og vini í Reykjavík eða á Akureyri sem hægt er að dvelja hjá til lengri tíma. Önnur ritrýnda greinin af þrem um heimilisofbeldi birtist í blaðinu. Hún fjallar um áhrif ofbeldis á börnin. Niður- stöður lýstu mikilli streitu hjá börnunum, þau voru sífellt hrædd, kvíðin og áhyggjufull. Mikilvægt er fyrir fagfólk að þekkja áhrif heimilisofbeldis á börn og hvaða leiðir eru bestar til að aðstoða konur sem búa við heimilisofbeldi og minnka hættu á langvarandi skaðlegum áhrifum á börn og mæður þeirra. Þar eru ljósmæður í lykilaðstöðu, sérstaklega í mæðravernd en einnig í heimaþjónustu í sængurlegu. Í blaðinu er söguleg grein um ljós- móður, Guðrúnu Guðmundsdóttir, sem lærði ljósmóðurfræði á Íslandi en hélt síðan til Vesturheims árið 1886 og starfaði sem ljósmóðir í Kanada. Segir í greininni frá keisaraskurði sem hún gerði ein síns liðs, barnið lifði til fullorðinsára en konan dó. Þetta var annar keisara- skurðurinn sem gerður var af Íslendingi en í þeim fyrri dóu bæði konan og barnið. Það er greinilegt að hún Guðrún hefur búið yfir meiri þekkingu en flestar ljósmæður þess tíma. Það er umfjöllun um tvær ráðstefnur í blaðinu. Sú fyrri er Norðurlandaráðstefna ljósmæðra sem var haldin í Kaupmanna- höfn síðastliðið sumar, þar voru íslenskar ljósmæður áberandi með mörg góð erindi. Í haust var síðan haldin ráðstefna Kvenna- og barnasviðs Landspítala sem hét „Fjölskyldan og barnið”. Þar voru flutt erindi frá mörgum fagstéttum og voru nokkrar ljósmæður þar á meðal. Nú líður að lokum þessa árs sem hefur einkennst af baráttu ljósmæðra. Sú barátta hefur verið háð við stjórnvöld í þeim tilgangi að ekki verði skert þjónusta við fjölskyldur í barneignarferlinu. Við ljósmæður verðum að halda áfram baráttunni fyrir að halda fæðingastöðum opnum á landsbyggðinni og að heimaþjónusta í sængurlegu verði áfram í höndum ljósmæðra. Þessi faglega, ódýra og sveigjanlega þjónusta sem er veitt í dag á að halda áfram. Framundan er hátíð ljóss og friðar. Ég óska ljósmæðrum og öðrum lesendum Ljósmæðrablaðsins gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Hrafnhildur Ólafsdóttir ritstjóri Ljósmæðrablaðsins Ritstjórapistill

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.