Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2010, Síða 5

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2010, Síða 5
5Ljósmæðrablaðið - Sumar 2010 Hvar skal byrja? Eru það launin, sem hafa rýrnað um ríflega 12% á tveimur árum? Eru það fagmálin, á hvaða leið sem þau nú eru? Það er auðvelt að missa móðinn núna - er til einhvers að berjast? En hvað er í húfi? Fólkið fyrir kerfið eða kerfið fyrir fólkið? Frá stjórnvöldum hafa komið fram yfirlýs- ingar um samráð og gagnsæi við ákvarð- anatöku í heilbrigðisþjónustu en sannar- lega hefur ekki verið staðið við þær. Að minnsta kosti leggja flestir aðra merkingu í orðið samráð en að það sé einungis fólgið í tilkynningum á aðgerðum sem þegar hafa verið ákveðnar. En hver tók þessar ákvarðanir og hvaða forsendur liggja þar að baki? Samkvæmt Páli Skúlasyni siðfræðingi (Návígi á RÚV þann 19. október) er vandi Íslendinga ekki efnahagslegur, heldur pólitískur, samskiptalegur og siðferðilegur og tek ég heilshugar undir það. Við vitum að það er enn hægt að hagræða í heilbrigðisþjónust- unni - það er bara spurningin um hvernig þeir fjármunir eru nýttir. Eru þeir nýttir til að gagnast kerfinu eða til að gagnast skjól- stæðingnum? Raðráðuneyti Við höfum mátt búa við ítrekuð ráðherra- skipti í heilbrigðismálum. Á síðustu 5 árum hafa 6 ráðherrar setið í heilbrigðis- ráðuneytinu og hver reynt að setja sitt mark á heilbrigðisstefnu þjóðarinnar, því það er í eðli hverrar metnaðarfullrar manneskju að vilja láta að sér kveða. Það er líka í eðli íslenskrar pólitíkur að hampa kjördæmi sínu – gamaldags, traustvekjandi hreppa- pólitík og er það ekki síst skýringin bak við, í mörgum tilvikum, tilviljanakennda uppbyggingu íslensks heilbrigðiskerfis. Baráttan fyrir skjólstæðingana Síðasta ár hefur einkennst af baráttunni fyrir að halda uppi þjónustu við skjólstæð- inga okkar. Baráttan fyrir heimaþjónustu ljósmæðra stendur enn yfir, þrátt fyrir að sýnt sé að breytt fyrirkomulag þjónust- unnar muni hafa aukinn kostnað og minni samfellu í för með sér. Nú stöndum við frammi fyrir þeirri baráttu að halda faglegri barneignarþjónustu á landinu, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Eins og fram hefur komið, hefur heil- brigðisráðuneytið ekki skoðun á því hvort D-fæðingarstöðum verði lokað, en þeir eru í Keflavík, á Sauðárkróki, á Höfn og á Selfossi. Miðað við fæðingafjölda síðustu ára, munu á fjórða hundrað kvenna fæða á þessum stöðum árlega við það viðbún- aðarstig sem fæðingardeildirnar hafa. Auk fæðinga, sinna þessar fæðingardeildir allri göngudeildarþjónustu í barneignarferlinu sem viðbúnaður deildarinnar veldur, en vísar öðru á viðeigandi þjónustustig. D- fæðingardeildirnar eru því ekki einungis grunnöryggisþjónusta fyrir nágrenni sitt, heldur einnig mikilvæg sía fyrir hærra og dýrara þjónustustig. Það er því augljóst að ef fer sem horfir, mun sá hópur fjölskyldna stækka mikið, sem sækja þarf fæðingarhjálp um langan veg. Í kjölfarið mun álag á nærliggjandi fæðingardeildir aukast til muna, ekki einungis vegna fæðinga, heldur einnig vegna annarrar barneignarþjónustu sem tæplega verður fyrir hendi utan dagvinnu- tíma á fyrrnefndum stofnunum, eftir að fæðingarhjálp hefur verið lögð af. Þá eru ótalin þau áhrif sem skjólstæðingarnir verða fyrir vegna þessa – óöryggi, kostn- aður og aðskilnaður fjölskyldu. Stefna heilbrigðisyfirvalda varðandi heimaþjónustu í sængurlegu er sú að hana skuli færa úr núverandi samningi SÍ við ljósmæður, til Heilsugæslu höfuðborgar- svæðis. Hugmyndir þar miðast við að ráðinn sé hópur ljósmæðra til að sinna þjónustunni út frá miðlægri einingu innan HH. Enn er ekkert farið að ræða hvernig heimaþjónustu utan höfuðborgarsvæðisins verði hagað ef þessar breytingar ná fram að ganga. Framtíð skrattans á veggnum Við getum því mátað okkur við þá sviðs- mynd sem við okkur gæti blasað von bráðar ef heilbrigðisyfirvöld fá ekki aðrar ráðleggingar: • Heimaþjónusta verður veitt á svipaðan hátt og meðgönguvernd var veitt fyrir 20 árum – sú ljósmóðir sem er á vakt þá stundina mun veita þjónustuna, burt séð frá samfellu - en kvíðið engu, það er stofnanasamfella í þjónustunni. • Heimaþjónusta mun renna saman við ungbarnavernd og vera veitt í fáein skipti frá útskrift af fæðingardeild fram að fyrstu heimsókn á heilsugæslustöð við 6 vikna aldur barns. Þ.e.a.s. ef ekki er of mikið álag á heilsugæslustöðinni vegna undirmönnunar, stórhátíða eða sumarleyfa - en kvíðið engu, það er stofnanaábyrgð á þjónustunni. • Ekki verður hægt að útskrifa hóp kvenna og barna sem þarfnast nánara eftirlits og eftirfylgni, vegna þess að ekki er mönnun í heilsugæslunni til að taka við því. Þannig eykst kostnaður Landspítal- anum aftur vegna lengri sængurlegu. Landspítalinn reiknar með að a.m.k. 500 konur verði í þessum hópi árlega sem hver lengi sængurlegu sína um einn sólarhring vegna þessa. Kostnaður við það myndi vera 27.5 milljónir króna. • Á fjórða hundrað fæðinga bætist við á Landspítala árlega við lokun fæðingar- deilda á Selfossi og í Keflavík. Þar sem engin vill eiga það á hættu að fæða á langri leið sinni til fæðingardeildar, leggja þær tímanlega af stað og mun stór hluti þessara kvenna þurfa að mæla götur borgarinnar þar til fæðing er komin það vel á veg að hægt sé að leggja konuna inn á fæðingardeild, eða stuðla að auknum innlögnum á meðgöngu- og sængurkvennadeild. • Hætta er á að engin ljósmóðir muni fást til að starfa á Höfn ef einungis verður um dagvinnulaun þar að ræða – þá væri ljósmóðurlaust frá Kirkju- bæjarklaustri til Egilsstaða og sjúkra- flug eini kosturinn þegar barnshafandi konur þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda, því enginn heilbrigðisstarfs- maður á staðnum hefur sérþekkingu til að greina alvarleika blæðingar, verkja eða hvers þess sem upp á getur komið í barneignarferlinu. • Hópur fjölskyldna þarf að flytja búferlum tímabundið til að sækja Guðlaug Einarsdóttir formaður Ljósmæðrafélags Íslands Ábyrgð hinna? Á VA R P F O R M A N N S L M F Í

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.