Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2010, Side 6

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2010, Side 6
6 Ljósmæðrablaðið - desember 2010 fæðingarhjálp, með tilheyrandi kostn- aði og raski á fjölskyldulífi. • Um 700 konur af Suðurlandi og Suður- nesjum (miðað við fædda einstaklinga í þessum heilbrigðisumdæmum árið 2009) bætast við göngudeildar- og símaþjónustu á Landspítala, þar sem ólíklegt er að sólarhringsvöktum ljós- mæðra verði viðhaldið eftir að fæðing- arhjálp leggst af á Selfossi og í Kefla- vík. • Fæðingum á þjóðvegum landsins fjölgar vegna vegalengda milli fæðing- ardeilda. • Fæðingum án aðstoðar sérhæfðs heil- brigðisstarfsfólks fjölgar vegna aukinna vegalengda milli fæðingardeilda og atgervisflótta þess af landsbyggðinni. • Gangsetningum fæðinga fjölgar vegna ósveigjanleika kafkeyrðrar þjónustu og óþolinmæði skjólstæðinga. Í kjölfarið fylgir aukin tíðni þekktra fylgifiska gangsetninga. • Óþarfa inngripum í fæðingar fjölgar vegna álags á fæðingardeildum og hætta á mistökum eykst. Það væri hægt að halda áfram með þennan svartsýna lista sem mörgum blöskrar vonandi. Samfélagsleg ábyrgð ljósmæðra Stefnumótun barneignarþjónustu sem miðar að samvinnu fæðingardeilda með mismunandi viðbúnaðarstig eftir land- fræðilegum aðstæðum, er knýjandi örygg- ismál sem heilbrigðisyfirvöld þurfa að taka afstöðu til. Ljósmæðrafélagið hefur þegar lagt fram tillögur um úrbætur í nýrri skýrslu félags- ins sem félagsmenn fengu senda á rafrænu formi í október. Þar eru tillögur sem nýtast beint til sparnaðar í heilbrigðiskerfinu. Þá skýrslu hafa allir þingmenn einnig fengið, heilbrigðisráðherra, landlæknir, heilbrigð- isstofnanir og fjölmiðlar. Auk þess hefur félagið sent erindi til heilbrigðisnefndar Alþingis, landlæknis og heilbrigðisráð- herra og bíður eftir áheyrn, þegar þessi orð eru skrifuð. Verði D-fæðingardeildir lagðar af hér á landi, er stigið skref í þróun barneignar- þjónustu landsins sem óumflýjanlega mun hafa áhrif á hugmyndafræði, menntun og starfsvettvang ljósmæðra til framtíðar. Það er síður en svo einkavandamál ljósmæðra á D-fæðingardeildum. Það verður vafalaust hægt að bæta þessum skjólstæðingum einhvern veginn við á Landspítalanum og á Akureyri, en hverjar eru afleiðingarnar til lengri og skemmri tíma? Nauðsynlegt er að ljósmæður, hvar sem þær starfa, standi vörð um hagsmuni skjól- stæðinga stéttarinnar og ráði heilbrigðisyf- irvöldum heilt, sjái þær stefna í óefni Ásta Sigríður Gísladóttir, fædd í Skáleyjum á Breiðafirði 17. desember 1935. Útskrifaðist frá LMFÍ 30. september 1960. Lést 22. desember 2009. Guðríður Oktavía Egilsdóttir, fædd í Reykjavík, 10. janúar 1920. Útskrifaðist frá LMFÍ 30. september 1941. Lést 20. janúar 2010. Sigurlaug Oddsdóttir, fædd að Flatatungu í Akrahreppi í Skagafirði 27. september 1932. Útskrifaðist frá LMFÍ 30. september 1958. Lést 29. janúar 2010. Marie Gunnhild Øen Magnússon, fædd í Dale í Sunnfjord í Noregi, 11. mars 1929. Útskrifaðist frá LMFÍ 30. september 1956. Lést 8. mars 2010. Ásthildur Þorsteinsdóttir, fædd á Kvíabryggju í Eyrarsveit 26. október 1918. Útskrifaðist frá LMFÍ 30. september 1944. Lést 27. maí 2010. Guðfinna Aðalheiður Jónsdóttir, fædd á Reykjanesi á Ströndum 2. apríl 1926. Útskrifaðist frá LMFÍ 30. september 1954. Lést 30. ágúst 2010. Sigríður Jónsdóttir Claessen, fædd að Læknisstöðum á Langanesi N. Þingeyjarsýrslu 21. apríl 1913. Útskrifaðist frá LMFÍ 30. september 1942. Lést 24. október 2010. Ljósmæður kvaddar MINNING Blessuð sé minning þeirra.

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.