Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2010, Síða 7

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2010, Síða 7
7Ljósmæðrablaðið - desember 2010 Útdráttur Ljósmæðrafélag Íslands stóð fyrir könnun á tímabilinu júní – júlí 2010 þar sem mark- miðið var að kanna umfang heimaþjónustu ljósmæðra. Könnunin byggðist á framvikri skráningu upplýsinga þar sem ljósmæður fylltu út sérhönnuð eyðublöð til gagna- öflunar. Þær breytur sem aflað var náðu til ýmissa þátta er varða skipulag og umfang þjónustunnar. Alls náði könnunin til heimaþjónustu 343 kvenna (61% svörun) víðs vegar af landinu þó flestar vitjanir hafi átt sér stað á höfuð- borgarsvæðinu (75%). Niðurstöður voru meðal annars eftirfarandi: Frágangur og umsvif vegna beiðna um heimaþjónustu fór helst fram á morgnanna (50%) og flestar beiðnir voru afgreiddar fyrir kl. 16 á daginn (70%). Ljósmæðurnar höfðu haft kynni af sængurkonunum í 60% tilfella áður en til heimaþjónustu kom. Fjöldi vitjana spannaði frá 1 – 11, meðalfjöldi vitjana var 6,71 og meðaltímalengd hverrar vitjunar 54 mínútur. Frumbyrjur reyndust fá marktækt fleiri og lengri vitjanir en fjölbyrjur (P< 0,001, P<0,05). Í ljós kom að þær konur sem fengu fleiri en 8 vitjanir voru flestar alvarlega veikar að undanskildum konum er fætt höfðu heima. Ef umfang heimaþjónustu ljósmæðra var skoðað út frá tíma kom í ljós að um 50-60 % af þjónustunni er veitt utan hefðbundins dagvinnutíma þar sem um 30% vitjana fara fram um helgar, 40% síðdegis eða á kvöldin; 31% símtala eiga sér stað um helgar og 36-42% síðdegis eða á kvöldin. Yfir 80% ljósmæðra gerðu grein fyrir því hvernig þær stóðu að útskrift og í öllum tilfellum utan einu voru veittar skrif- legar og/eða munnlegar upplýsingar til ungbarnaverndar. Niðurstöður könnunarinnar veita ýmsar upplýsingar sem gefa til kynna að umfang heimaþjónustu ljósmæðra einkennist af miklum sveigjanleika, ábyrgðarskyldu og faglegu mati ljósmæðra bæði hvað varðar tímaramma og faglegt mat á einstaklings- bundnum þörfum kvenna og fjölskylda fyrir þjónustuna. Lykilorð: heimaþjónusta ljósmæðra, umfang þjónustu, samfelld þjónusta, sveigjanleiki og ábyrgðarskylda ljósmæðra í heimaþjónustu Abstract During the period of June-July 2010 The Icelandic Midwives‘ Association represented a study aiming to analyze the scope of home care midwifery, post- partum. The survey was based on home care midwives registration of data regarding various aspects of the organization and scope of the service. In total the survey covered home care of 343 postpartum women (61% response rate) across the country although most visits took place in the capital area (75%). Results included the following: About 50% of the women were discharged from the hospital in the mornings and 70% before 4 pm. Midwives had acquaintance of puerperal women in 60% of cases before the home care started postpartum. Number of visits ranged from 1 to 11 with the average of 6.71 visits and the average duration of 54 minutes for each visit. Primiparae were getting significantly more and longer visits compared to multiparas (P<0.001, P <0.05). While excluding women who had homebirth the results showed that women who received more than 8 visits were likely to have serious health problems or complications postpartum. About 50-60% of the home midwifery care is provided outside the regular daytime hours, where about 30% of visits are carried out during the weekends, 40% in the evenings or at night; 31% of telephone calls occur on weekends and 36-42% in late in afternoons or in the evenings. Over 80% of midwives explained how they discharged women and how they reported information to the public health care. In all cases except one, written and/or oral information was given. The survey results provide some inform- ation indicating that the extent of home care midwifery postpartum is characterized by high flexibility, accountability and professional care of midwives. Keywords: postpartum, home care midwifery, scope of care, continuity, flexibility and accountability of home care midwifery Inngangur Síðastliðinn áratug hafa sífellt fleiri konur og börn útskrifast fyrr af fæðingarstofn- unum og eftirlit í sængurlegu í auknum mæli færst inn á heimili fjölskyldna. Bent hefur verið á ótvíræða kosti þess að konur og börn útskrifist snemma af fæðingar- stofnunum svo sem að fjölskyldan fái tæki- færi til þess að takast í sameiningu á við ný hlutverk og umönnun nýfædda barns- ins. Tengslamyndun, brjóstagjöf, aðlögun fjölskyldunnar og samskipti innan hennar gangi betur fyrir sig og að konur finni síður fyrir fæðingarþunglyndi (Dennis, 2005; Britton, Britton og Gronwaldt,1999; Winterburn og Fraser, 2000). Einnig hefur verið bent á ýmsa ókosti snemmútskrifta svo sem auknar líkur á þróun ýmissa frávika hjá móður og barni (Catz, Hanson, Simpson og Yaffe, 1995; Malkin, Garber, Broder og Keeler, 2000). Í ljós hefur komið að það sem skiptir í raun höfuðmáli varðandi árangur þjónustunnar í tengslum við snemmútskriftir er að veitt sé markviss heimaþjónusta og eftirlit í kjölfar útskrifta af fæðingastofnun (Winterburn og Fraser, 2000; Porteus, Kaufman og Rush, 2000; McKeever o.fl., 2002). Einnig skiptir máli að þjónustan sé samfelld þannig að hún sé heildræn og markviss og að gætt sé samræmis í stuðningi og fræðslu (Porteus o.fl., 2000; Valdés, Pugin, Schooley, Catalán og Aravena, 2000; Winterburn og Fraser, 2000). Umfang heimaþjónustu ljósmæðra á Íslandi. Könnun Ljósmæðrafélags Íslands Hildur Sigurðardóttir, lektor og ljósmóðir, forstöðumaður fræðasviðs um umönnun í sængurlegu, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands R I T R Ý N D G R E I N

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.