Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2010, Qupperneq 8

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2010, Qupperneq 8
8 Ljósmæðrablaðið - desember 2010 Með samningi Ljósmæðrafélags Íslands og Tryggingastofnunar Ríkisins árið 1993 var byrjað að bjóða upp á heimaþjónustu ljósmæðra í kjölfar snemmútskrifta frá fæðingarstofnunum. Samningurinn hljóð- aði upphaflega upp á hámark 11 vitjanir til sængurkvenna en við endurnýjun samn- ingsins 2002 var þeim fækkað í 8 skipti að hámarki (Samningur Tryggingastofn- unar Ríkisins og Ljósmæðrafélags Íslands, 2002). Ári eftir að heimaþjónusta ljós- mæðra komst á laggirnar gerðu ljósmæð- urnar Guðbjörg Davíðsdóttir og Hildur Nilsen úttekt á henni sem leiddi í ljós almenna ánægju kvenna með þjónustuna (Sóley Kristinsdóttir, 1996). Einungis 2,5% sængurkvenna á Landspítalanum nýttu sér heimaþjónustu ljósmæðra á þessum tíma en umfang heimaþjónustunnar hefur aukist stöðugt síðan. Árið 2004 var þetta hlutfall komið í 58% (Hildur Sigurðardóttir, 2004), 2007 í 72% (Rósa Bragadóttir, munnleg heimild, 2008) og í dag nær heimaþjónusta ljósmæðra til um 80% sængurkvenna. Árið 2003-2004 var gerð úttekt á viðhorfum kvenna til heimaþjónustu ljós- mæðra þar sem um var að ræða saman- burðarrannsókn er náði til 400 kvenna er fæddu á Landspítala. Í endanlegu úrtaki voru annars vegar 124 konur (62% svörun) sem höfðu lengri sjúkrahúsvist að baki (> 36 klst) og 134 konur (67% svörun) er útskrifuðust snemma heim (<36 klst) og þáðu heimaþjónustu ljósmæðra. Þrír kvarðar voru notaðir til þess að mæla viðhorf kvennanna til þjónustunnar en þeir mældu viðhorf til veittrar fræðslu, inni- halds þjónustunnar og ánægju með þjón- ustuna. Niðurstöður úr öllum kvörðunum þremur leiddu í ljós marktækan mun á viðhorfum kvenna til þjónustunnar þar sem konur er nutu heimaþjónustu ljós- mæðra gáfu til kynna jákvæðari viðhorf til sængurleguþjónustunnar. Í opnum spurn- ingum komu einnig fram mjög jákvæð viðbrögð kvennanna til heimaþjónustunnar sem studdu niðurstöður kvarðanna þriggja. Varðandi umfang þjónustunnar kom fram í þessari könnun að fjöldi vitjana í heima- þjónustu var að meðaltali 7,4 vitjanir fyrir hverja konu og spannaði allt frá 5 vitjunum upp í 14 vitjanir. Flestum konunum eða um 84% þeirra fannst fjöldi vitjana hæfilegur. Hvað varðaði meðaltímalengd vitjana kom í ljós að í 70% tilfella dvöldu ljósmæðurnar í 30-60 mínútur í hverri vitjun og fannst flestum konunum (96%) vitjanirnar hæfi- lega langar (Hildur Sigurðardóttir, 2004). Önnur rannsókn, þar sem áhrifaþættir á tímalengd brjóstagjafa voru skoðaðir, leiddi einnig í ljós mjög jákvæð viðhorf kvenna til heimaþjónustu ljósmæðra. Þær konur sem glímdu við erfiðleika við brjóstagjöf sögðust oftast leita til heima- þjónustuljósmóður vegna erfiðleikanna og nefndu hana einnig oftast sem hjálplegasta aðilann varðandi úrlausnir vandamála við brjóstagjöf (Hildur Sigurðardóttir, 2006). Varðandi þróun og gæðatryggingu heimaþjónustu ljósmæðra hafði Ljós- mæðrafélag Íslands forgöngu að vinnslu faglegra leiðbeininga um heimaþjónustuna í samvinnu við Landlæknisembættið. Í leiðbeiningunum koma fram grunngildi umönnunar í sængurlegu, fagleg viðmið varðandi heilsufarsmat sem ákvörðun um heimaþjónustu grundvallast á og almenn viðmið um innihald þjónustunnar. Viðmiðin um heilsufarsmat kvenna og nýbura miðast við þjónustustig A, B og C er endurspegla heilsufarsmat og þörf á umönnun og eftirliti kvenna og nýbura. Þjónustustig A og B eru metin þess eðlis að snemmútskrift og heimaþjónusta geti talist raunhæf en ef um þjónustustig C er að ræða eru frávik yfirleitt það alvarleg að sólarhringseftirlit á sjúkrastofnun er æski- legt fyrstu vikuna eftir fæðingu (Hildur Sigurðardóttir, 2009). Með því markmiði að kanna umfang heimaþjónustu ljósmæðra stóð Ljósmæðra- félag Íslands fyrir þeirri könnun sem hér verður greint frá. Gerð verður grein fyrir aðferð gagnasöfnunar og úrvinnslu, niður- stöðum könnunar og settar fram ályktanir og umræður um þær helstu. Aðferð Framkvæmd könnunar og úrvinnsla gagna Áður en gagnasöfnun fór fram var könn- unin kynnt á félagsfundi Ljósmæðrafélags Íslands. Farið var yfir framkvæmd gagna- söfnunar svo sem skráningu upplýsinga á sérstök gagnaeyðublöð. Félagsmenn er sátu fundinn fengu með sér útprentuð eyðublöð fyrir gagnasöfnun ásamt kynn- ingarbréfi. Könnunin var einnig kynnt í gegnum tölvupóst og öllum þeim ljós- mæðrum er sinnt höfðu heimaþjónustu, samkvæmt skráningu hjá Sjúkratrygg- ingum Íslands, var sent kynningarbréf og eyðublað í pósti. Auk þessa voru eyðublöð og kynningarbréf send á allar fæðingar- stofnanir og óskað eftir því að þeim yrði komið til ljósmæðra er sinntu heimaþjón- ustu. Í framhaldi af þessu var tvívegis sendur út tölvupóstur til þess að ítreka þátt- tökubeiðni og minna á könnunina. Gagna- söfnunin fór fram í júní – júlí 2010 þar sem ljósmæðurnar fylltu jafnóðum út eyðu- blöðin þannig að um framvirka könnun var að ræða. Fyrst og fremst var leitað eftir breytum er snéru að umfangi þjónustunnar. Engra persónugreinanlegra upplýsinga var aflað. Við úrvinnslu gagna var SPSS tölfræði- forritið notað og einkum stuðst við lýsandi tölfræði auk marktækniprófanna t-prófs og Anova. Niðurstöður Þátttakendur: Alls náði könnunin til heimaþjónustu 343 kvenna sem eru 61% þeirra kvenna er fengu heimaþjónustu á rannsóknartíma- bilinu þ.e. júní- júlí 2010 (n=560) (Helga Garðarsdóttir, Sjúkratryggingum Íslands, munnleg heimild 31.09. 2010). Um var að ræða 148 frumbyrjur (43,2%) og 187 fjöl- byrjur (54,5%). Í 8 (2,3%) tilfellum var ekki gefið upp hvort um frumbyrju eða fjölbyrju var að ræða. Heimaþjónustan var veitt í sveitarfélögum víðs vegar um landið þó að í 75% tilfella hafi konurnar verið búsettar á höfuðborgarsvæðinu. Hundrað fjörutíu og fjórar konur voru búsettar í Reykjavík (42%), 47 í Hafnafirði (13,7%), 41 í Kópavogi (13,7%), 12 í Mosfellsbæ (3,5%), og 8 í Garðabæ (2,3%). Nítján heimaþjónustur ljósmæðra fóru fram í Reykjanesbæ (5,5%), 9 á Selfossi (2,6%) og 8 á Akureyri (2,7%) svo dæmi séu nefnd. Sú vegalengd sem ljósmæðurnar fóru til að sinna heimaþjónustu í sængurlegu spannaði allt frá engri vegalengd til 84 km. Hlutfallega flestar vitjanir fólu í sér vega- lengdir sem voru innan við 5 km (32,4%) og á bilinu 5-10 km (25,9%). Í rúmlega 10% var vegalengdin lengri en 20 km. Af þeim 279 tilfellum þar sem þjónustu- stig var gefið upp voru hlutfallslega flestar sængurkonurnar flokkaðar undir þjónustu- stig A eða 213 konur (76%). Sextíu og tvær konur voru í þjónustustigi B (22%) og 4 í þjónustustigi C (1,4%). Frágangur beiðna um heimaþjónustu ljósmóður Hvenær var óskað eftir heimaþjónustu ljósmóður og hvaðan barst beiðnin? Af þeim 320 tilfellum þar sem gefið var upp klukkan hvað beiðni um heimaþjón- ustu fór fram kom í ljós að algengast var að óskað væri eftir heimaþjónustu á morgn- ana kl. 8-12 en þá fór rúmlega 50% beiðna fram. Í eftirmiðdaginn uppúr kl. 12 til kl. 16 fóru 21,6 % beiðna fram og síðdegis kl. 16 – 20 tæp 19%. Sjaldgæfast var að beiðni um heimaþjónustu bærist á kvöldin eftir kl. 20 (≈ 8%) eða að nóttu til (0,6%). Hvað vikudaga varðaði kom í ljós að 73,4 % (n=229) beiðna fór fram á virkum degi og 25,6% (n=80) um helgi og aðeins 1% (n=3) um stórhátíð. Alls bárust 257 beiðnir um heimaþjón- ustu (74,9 %) frá fæðingarstofnun en í 29 tilfellum (8,5%) var annað nefnt svo sem að beiðnir hafi borist frá konunum sjálfum, heilsugæslu eða öðrum ljósmæðrum. Hvenær útskrifast konur og börn í heima- þjónustu? Konur og börn útskrifuðust oftast í heima- þjónustu á bilinu 6-36 klst. frá fæðingu (88%). Í 4,8% tilfella fór útskrift af fæðingarstofnun fram innan 6 klst. frá fæðingu barns og í 6,3% tilfella eftir 36 klst. (sjá mynd 1). Í ljós kom að 15 konur af 21 sem útskrifuðust meira en 36 klst.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.