Ljósmæðrablaðið - 01.12.2010, Side 10
10 Ljósmæðrablaðið - desember 2010
Mynd 2. Dreifing á hlutfallslegum fjölda kvenna við útskrift
eftir tíma frá fæðingu og barneignareynslu (frumbyrja/fjölbyrja)
Tími frá fæðingu/aldur barns við útskrift (klst.)
H
lu
tf
al
ls
le
gu
r
fjö
ld
i k
ve
nn
a
(%
)
<6
1,4
7,7 6,9
38,5
19,1 20,9
31,9
9,9
33,3
17,0
6,9 6,0
45
40
35
30
25
20
15
10
5
0
6-12 12-18 18-24 24-36 36-48
Hlutfall frumbyrja
Hlutfall fjölbyrja
Sú stofnun sem oftast var haft samband við
var Landspítalinn en þangað var leitað í 46
skipti eða um 78% tilvísana til stofnana.
Í 11,9% tilvika (n=7) var leitað til heilsu-
gæslunnar og í 10,2% tilvika (n=6) til
annarra fæðingastofnana (HSU og HSS).
Þeir fagaðilar sem oftast var vísað til voru
læknar en tilvísanir til lækna voru samtals
31 eða um 50% tilvísana. Í 7 tilfellum var
vísað til brjóstaráðgjafa (11,3%), 4 sinnum
til hjúkrunarfræðings (6,5%) og tvisvar til
sjúkraþjálfara (3,2%).
Þær ástæður sem nefndar voru fyrir tilvís-
unum voru m.a. eftirfarandi:
1. Vegna móður þar sem helstu vanda-
málin tengdust erfiðleikum við brjósta-
gjöf, eftirfylgni og meðferð vegna
hækkaðs blóðþrýstings, sýkinga , blæð-
inga og þvagfæravandamála, auk fíkni-
efnaneyslu á heimili og stoðkerfavanda-
mála móður.
2. Vegna barns s.s. tengt eftirliti og
meðferð á gulu og sýkingu hjá barni.
Símtöl ljósmæðra á meðan heimaþjón-
ustu stóð.
Fjöldi símtala sem tilgreind voru til ljós-
mæðra spannaði frá einu símtali til 12 á
hverja sængurkonu. Algengast var að um
eitt símtal væri að ræða (n=121, 34,5%)
en ástæður sem oft voru nefndar hér fyrir
símtölunum var símtal frá fæðingarstofnun
þar sem óskað var eftir heimaþjónustu og
frá sængurkonu sem tilkynnti heimkomu
sína.
Fjöldi símtala sem ljósmæður hringja
spanna frá einu símtali til 10 fyrir hverja
konu. Í 46,6 % tilfella voru engin símtöl
skráð frá ljósmóður, í 28,6% tilfella
hringdu ljósmæðurnar eitt símtal, í 11,7%
tilfella tvö símtöl fyrir hverja konu.
Þegar skoðað var hvenær símtölin fóru
fram með tilliti til vikudags kom í ljós að
oftast var hringt í ljósmóður á virkum degi
(n=248) eða í 67% tilfella, en 31% símtala
fór fram um helgar (n=115) og 1,6% um
stórhátíð (n=6). ). Hvað varðar tímasetn-
ingu símtala frá ljósmóður í heimaþjón-
ustu kom í ljós að ljósmæður hringdu í
64% tilfella á virkum dögum (n=174),
33% (n=91) um helgar og 1,11% (n=3) um
stórhátíð. Þrátt fyrir að flest símtölin færu
fram að degi til, frá kl. 8 til 16, þá kom í
ljós að um 36-42% þeirra áttu sér stað
síðdegis eða að kvöldi (kl. 16:01-23:59).
Mjög lítið var um símhringingar að nóttu
til (0,9-2,9%). Þrátt fyrir að flest símtöl
hafi verið metin almenns eðlis þá voru um
10-20% símtala flokkuð sem bráðasímtöl.
Helstu ástæður fyrir símtölum samkvæmt
athugasemdum ljósmæðra.
Helstu ástæður símtala vegna heimaþjón-
ustu voru eftirfarandi:
1. Skipulag þjónustunnar s.s. vegna utan
umhalds og hagnýtra þátta sem teng-
kom í ljós að 30 vitjanir voru bráðavitjanir
eða um 1,5% vitjana. Flestar vitjanir eða
um 98,5 % voru því almennar vitjanir.
Þættir sem ekki sýndu fram á marktæk
áhrif á meðalfjölda og meðaltímalengd
vitjana í heimaþjónustu voru fyrri kynni
sængurkvenna af ljósmæðrunum, sú vega-
lengd sem ljósmæðurnar þurftu að fara í
vitjun og flokkun kvenna í hin mismunandi
þjónustustig (p>0,05).
Skriflegar athugasemdir ljósmæðra er
komu fram við skráningu upplýsinga um
vitjanir
Athugasemdir sem settar voru fram varð-
andi vitjanirnar voru einkum skýrandi t.d.
vegna innihalds vitjana, lengdar þeirra eða
fjölda. Efnislega komu athugasemdirnar
helst inn á eftirfarandi:
1. Fylgikvilla móður og skýringu á aukinni
þörf á eftirliti s.s. vegna blæðingahættu,
sýkingar, blóðþrýstingsvanda, fylgi-
kvilla og eftirlits tengdu mænurótar-
deyfingu og keisaraskurði.
2. Fylgikvilla hjá barni og aukinni þörf á
eftirliti s.s. vegna þróunar óeðlilegrar
gulu, óværðar barna, sýkinga, ónógrar
þyngdaraukningar og viðbeinsbrots.
3. Erfiðleika við brjóstagjöf og þörf á
auknu eftirliti þeim tengdum s.s. vegna
sárra geirvarta, barn var latt að drekka
eða tók ekki brjóst.
4. Erfið reynsla að baki, úrvinnsla og
aukin þörf á eftirliti s.s. vegna fyrri
sögu um áföll t.d. tengdum missi barns,
erfiðri meðgöngu og /eða fæðingar-
reynslu og sögu um vanlíðan, þung-
lyndi og kvíðaröskun.
5. Aukin þörf á umönnun vegna bakgrunns
vegna tungumálaörðuleika erlendra for-
eldra og vegna ungs aldurs foreldra.
Tilvísanir heimaþjónustuljósmæðra til
stofnanna og eða annarra fagaðila
Tilvísanir til stofnana og fagaðila voru
tilgreindar í 61 skipti eða í 17,8% tilfella.
við hækkun á blóðþrýstingi sem kall-
aði á nánara eftirlit og í tveimur tilfellum
var þörf á bráðainnlögn og nánu eftirliti í
kjölfarið. Aðrar ástæður sem skýrðu fleiri
vitjanir voru óeðlileg blæðing móður sem
leiddi til bráðainnlagnar og fíkniefnavandi
á heimili sængurkonunnar sem kallaði á
mikla þörf fyrir stuðning og eftirfylgni.
Athyglisvert er að skoða sérstaklega
meðaltímalengd hverrar vitjunar hjá þeim
ljósmæðrum sem önnuðust þann hóp
kvenna sem þurftu fleiri vitjanir vegna
heilsufarsvanda hjá móður eða barni
(heimafæðingar ekki meðtaldar). Í ljós
kemur að meðaltími hverrar vitjunar var
yfir meðaltali (54mín) eða um 73 mínútur.
Fram kom í þremur af þessum skýrslum
þar sem vitjanirnar töldu 9-11 í heildina
að ekki var sérstaklega rukkað fyrir þessar
aukavitjanir. Hér var um að ræða alvarleg
veikindi móður og náið eftirlit þess vegna.
Meðaltími vitjana hjá þessum konum var
81 og 98 mínútur.
Þegar heildarfjöldi vitjana var skoðaður
með tilliti til fyrri reynslu kom í ljós að
frumbyrjur fengu að meðaltali fleiri vitjanir
(7,17) en fjölbyrjur (6,34) og var munurinn
tölfræðilega marktækur (p<0,001). Eins og
sést á mynd 4 var mesti munurinn á fjölda
frumbyrja (n=79, 53,4%) og fjölbyrja
(n=55, 29,4%) er fengu 8 vitjanir.
Tímalengd vitjana hjá öllu úrtakinu
spannaði frá 10 mínútum til 180 mínútna.
Meðaltímalengd vitjana hjá öllum hópnum
voru 54 mínútur en í ljós kom marktækur
munur eftir barneignareynslu kvennanna
þar sem ljósmæðurnar eyddu að meðaltali
lengri tíma í vitjanir ef um frumbyrjur var
að ræða (60,3 mín) samanborið við fjöl-
byrjur (52,2 mín) (p<0,05).
Varðandi tímasetningu vitjana kom í ljós
að flestar vitjanir eða tæp 70% þeirra áttu
sér stað á virkum degi, tæp 30 % um helgi
og 1,6% um stórhátíð. Af 2067 vitjunum
þar sem gert var grein fyrir því hvort um
almennar eða bráðavitjanir var að ræða