Ljósmæðrablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 15
15Ljósmæðrablaðið - Sumar 2010
isol hjá móður og fóstri. Rannsóknir hafa
ennfremur sýnt að breyting getur orðið á
heila og taugaþroska fósturs ef móðirin býr
við mikla streitu á meðgöngunni og jafnvel
síðustu sex mánuði fyrir meðgöngu (Khas-
han o.fl., 2008). Líðan kvenna á meðgöngu
getur einnig haft áhrif á þroska ónæmis-
kerfisins hjá fóstrinu (Mattes o.fl., 2009).
Þegar barn elst strax í móðurkviði upp við
svo mikið áreiti sem heimilisofbeldi er, þá
venjast líkamskerfi barnsins á að vera alltaf
á hættustigi sem síðan getur leitt til sjúk-
dóma seinna á ævinni (Turner, Finkelhor
og Ormrod, 2006).
Shonkoff og félagar (2009) skipta streitu
í nokkur stig og eitt þeirra er eitruð streita
(toxic stress) sem getur haft áhrif á heila-
byggingu fóstursins og hefur einnig áhrif
á önnur líffæri. Slík streita á fósturskeiði
veldur lægri mótstöðu fyrir hvers kyns
streitusjúkdómum langt fram á fullorðins-
aldur svo sem hjarta-, lungna- og geðsjúk-
dómum. Endurtekið andlegt og líkamlegt
ofbeldi og heimilisofbeldi eru dæmi um
þætti sem valdið geta eitraðri streitu.
Nýlegar rannsóknir sýna ennfremur að
streita móður á meðgöngu og fyrstu vikur
og mánuði eftir fæðingu getur haft áhrif á
börn þeirra þannig að þau þroskist seinna
og jafnvel ýtt undir þroskafrávik eins og
athyglisbrest – ADHD og önnur hegðunar-
vandamál (Bergman, Sarkar, Glover og
O‘Connor, 2008; Kernick, Wolf, Holt, Mill
og Petronis, 2008; Talge o.fl., 2007). Þá er
vitað að konur sem búa við heimilisofbeldi
hafa neikvæðara viðhorf til meðgöngunnar
(Jarvis, Gordon og Novaco, 2005) og að
konur sem búa við mikla streitu eru líklegri
en aðrar til að fæða fyrir tímann (Khashan,
o.fl., 2009).
Áhrif heimilisofbeldis á börn og
unglinga
Ung börn sem verða vitni að heimilisof-
beldi sýna meiri kvíða, ótta, reiði og eru
í meiri hættu á að sýna ofbeldi gagnvart
öðrum (Graham-Bermann, 1996; Osofsky,
1995). Þau hafa fleiri atferlisvandamál, er
hættara við þunglyndi og eru líklegri til að
eiga við önnur sálfélagsleg vandamál að
stríða heldur en börn sem ekki hafa orðið
vitni að ofbeldi á heimilinu (Sternberg,
Baradaran, Abbott, Lamb og Guterman,
2006; Wolfe, Crooks, Lee, McIntyre-
Smith og Jaffe, 2003). Án íhlutunar eru
þau í hættu á að verða afbrotaunglingar
(Carlson, 1990) og sýna ofbeldishegðun
á fullorðinsárum (Sugarman og Hotaling,
1989). Eins og mæðrum þeirra, er börnum
sem búa við heimilisofbeldi hættara við
að fá áfallastreituröskun (Lieberman, Van
Horn og Ippen, 2005) og geta farið upp á
móti öllu í andfélagslegri hegðun (Litrow-
nik, Newton, Hunter, English og Everson,
2003) sem getur gert uppalendum erfitt
fyrir í uppeldishlutverkinu (Timmer, Ware,
Urquiza og Zebell, 2010).
Í samantekt frá Women‘s Aid sem gefið
er út reglulega til að kynna helstu niður-
stöður rannsókna á heimilisofbeldi, kemur
fram að heimilisofbeldi geti haft ýmis
heilsufarsleg áhrif á börn. Þar má nefna
hegðunarvandamál, þunglyndi, kvíða,
erfiðleika með svefn, fengið martraðir,
verið viðbrigðin, kvartað yfir kviðverkjum,
sýnt skapsveiflur, byrjað aftur að væta sig,
hegðað sér eins og þau væru miklu yngri
en þau eru, vandræði geta komið upp í
skólagöngu og þau geta orðið einræn.
Unglingum er hættara við að flosna upp
úr skóla, byrja að nota vímuefni, sýna
sjálfskaðandi hegðun og fleira (Women‘s
Aid, 2004/05). Eftir skilnað eru börnin
stundum notuð til að njósna um móður
sína, þau notuð til að hóta henni eða vera
milligöngumenn í því að móðirin taki við
ofbeldismanninum aftur inn á heimilið.
Þá eru börn sem búa við heimilisofbeldi
í mikilli hættu á að lenda í tilfinninga- og
hegðunarvandamálum þegar þau eldast.
Þau geta sýnt einkenni eins og reiði og
kvíða, geta pissað undir fram eftir aldri,
orðið þunglynd, misnotað lyf og áfengi og
stundað sjálfskaðandi hegðun (Hegarty,
Taft og Feder, 2008).
Í rannsókn Graham-Bermann og Perkins
(2010) á 190 börnum á aldrinum 6-12 ára
sem höfðu búið við heimilisofbeldi kom
fram að þeim mun lengur sem börnin
höfðu búið við ofbeldið og þeim mun oftar
sem þau höfðu orðið vitni að því þeim
mun alvarlegri voru áhrifin á líkamlega
heilsu þeirra, andlega heilsu, félagsþroska
og vitrænan þroska. Kerfisbundin heim-
ildarannsókn Wolfe og félaga (2003) á
áhrifum heimilisofbeldis á börn sýndi
að 40-60% skólabarna sem höfðu orðið
vitni að heimilisofbeldi höfðu orðið fyrir
neikvæðum áhrifum sem ýmist beindust
inn á við (internalizing, stundum þýtt sem
innhverfing) svo sem kvíða og þunglyndi
eða út á við (externalizing, stundum þýtt
sem úthverfing) svo sem með reiði og
árásargirni, sem rannsakendur telja sýna
þörfina á því að þessi börn fái einhvers
konar íhlutun. Russell, Springer og Green-
field (2010) rannsökuðu 1.175 einstaklinga
á aldrinum 20-24 ára á Miami, Florida og
komust að þeirri niðurstöðu að því alvar-
legra heimilisofbeldi sem ungmennin
höfðu orðið vitni að sem börn þeim mun
meira jukust líkurnar á þunglyndi hjá
þeim og þeim mun oftar sem þau höfðu
orðið vitni að heimilisofbeldi jukust
líkurnar enn meir á þunglyndi. Rannsókn-
arniðurstöður Graham-Bermann og Seng
(2005) sem varðaði heilsu 160 leikskóla-
barna sýndi að bæði ofbeldi og streita
tengdust heilsuvandamálum forskóla-
barna, svo sem astma, ofnæmi, ADHD,
og streitutengdum kvörtunum svo sem
meltingarvandamálum og höfuðverk. Þá
kom einnig fram að léleg heilsa móður og
streita barnsins höfðu sterkustu fylgnina
við slæma heilsu barnsins.
Í ofangreindri samantekt frá Women‘s
Aid (2004/05) kemur fram að börn sem
búa á heimilum þar sem heimilisofbeldi er
til staðar verða yfirleitt vitni að því og oft
verða þau fyrir barðinu á því líka. Í skýrslu
frá Samtökum um Kvennaathvarf segir að
árið 2008 hafi 77 börn komið til dvalar með
mæðrum sínum í Kvennaathvarfið. Í 70%
tilvika höfðu börnin verið beitt ofbeldi og
hefur hlutfall þeirra barna sem hafa verið
beitt ofbeldi farið hækkandi undanfarin ár
(Samtök um Kvennaathvarf, 2008).
Rannsóknin „Heimilisofbeldi á meðgöngu
frá sjónarhóli kvenna“ var þríþætt:
1. Áhrif heimilisofbeldisins á konurnar
frá sjónarhóli kvennanna. Hefur þegar
verið kynnt (Ástþóra Kristinsdóttir og
Sigríður Halldórsdóttir, 2010).
2. Áhrif heimilisofbeldisins á börnin frá
sjónarhóli kvennanna. Sá þáttur er
kynntur í þessari grein.
3. Lýsing á mönnunum frá sjónarhóli
kvennanna. Sá þáttur verður kynntur
síðar.
Tilgangur þess hluta rannsóknarinnar sem
hér er kynntur er að lýsa áhrifum heimilis-
ofbeldis á þau íslensku börn sem mæðurnar
áttu á meðan þær bjuggu við heimilisof-
beldið. Áhrifunum er því lýst frá sjónarhóli
mæðra barnanna. Rannsóknarspurningin
er: „Hver eru áhrif heimilisofbeldis á börn
séð frá sjónarhóli mæðra þeirra, sem búið
hafa við heimilisofbeldi á meðgöngu og
endranær?“
Aðferðafræðin
Til að svara rannsóknarspurningunni var
valin fyrirbærafræðileg aðferð, Vancouver-
skólinn í fyrirbærafræði (Sigríður Hall-
dórsdóttir, 2000, 2003), sem lýst var í
Ljósmæðrablaðinu [88(1)] þar sem fyrsti
hluti rannsóknarinnar var kynntur (Ástþóra
Kristinsdóttir og Sigríður Halldórsdóttir,
2010). Þar voru kynnt þrep rannsóknar-
ferlisins í Vancouver-skólanum og hvernig
þeim var fylgt í þessari rannsókn, vitrænum
meginþáttum í rannsóknarferlinu lýst sem
og þátttakendum, gagnasöfnun og gagna-
greiningu ásamt umfjöllun um réttmæti
rannsóknarinnar. Að lokum var fjallað um
siðfræði rannsóknarinnar og getið þess
leyfis sem fengið var hjá Vísindasiðanefnd
(tilvísun SVNb2009010006/03.7) og að
rannsóknin var tilkynnt til Persónuverndar
(tilvísun: S4206/2009/LSL/-). Í töflu 1 er
lýsing á þátttakendum í rannsókninni m.a.
aldri þeirra, menntun, aldur konu þegar
ofbeldissamband hófst, árafjölda í ofbeld-
issambandi og hvers konar ofbeldi konan
bjó við. Þar er einnig yfirlit yfir fjölda og
aldur barnanna, hvort þau urðu vitni að
ofbeldinu ásamt yfirliti yfir aldur barnanna
í dag.