Ljósmæðrablaðið - 01.12.2010, Side 16
16 Ljósmæðrablaðið - desember 2010
Niðurstöður
Í niðurstöðum má greina þrjá meginþætti
sem tengjast tíma og rúmi: Fyrir skilnað;
eftir skilnað og staðan í dag; horft til fram-
tíðar (sjá töflu 2).
Fyrir skilnað
Konurnar höfðu margar sögur að segja
af börnum sínum og neikvæðum áhrifum
heimilisofbeldisins á þau, en börnin bjuggu
við mjög mikla streitu sem fram kom með
ýmsum hætti. Börnin sýndu öll mikil tilfinn-
ingaleg viðbrögð eins og áhyggjur og
hræðslu. Þá sýndu sum börnin andfélagslega
hegðun og hjá flestum börnunum var einnig
um neikvæðar geðrænar afleiðingar að ræða
svo sem kvíða.
Tilfinningaleg viðbrögð barnanna ein-
kenndust einkum af hræðslu, áhyggjum og
svefnörðugleikum. Sumar konurnar nefndu
að börnin væru næm á líðan mæðra sinna
og ef þeim liði illa liði barninu illa líka. Sum
börnin höfðu lélega matarlyst og mæðurnar
höfðu miklar áhyggjur af þeim. Eldri börnin
höfðu áhyggjur af því hvernig ástandið væri
á heimilinu þegar þau voru að koma heim.
Anna sagði frá því að börnin hafi ekki viljað
vera nálægt föður sínum, að þau hafi skynjað
tóninn í málrómi hans og fundið hvernig
andrúmsloftið var á heimilinu. Sara sagði
um barnið sitt að hann segði við pabba sinn:
„þú ert vondur.“ Dísa sagði líka: “hann gerir
mun á börnunum sínum og ég var hrædd að
taka málstað þeirra.” Eitt barnið sagði við
móður sína þegar foreldrarnir voru að rífast
„mamma segðu bara já“ og vonaðist þá til
að ekki kæmi til ofbeldis. „Börnin voru bara
eins og hræddir hérar inn í herberginu sínu“
sagði Dísa um börnin sín þegar þau vissu af
ofbeldinu. Bára sagði: ”börnin voru alltaf
hrædd” og Elsa sagði um dóttur sína: „það
kom alveg tímabil þar sem ég var orðin virki-
lega hrædd um hana. Hún hætti bara að
borða og svaf illa á nóttunni og annað.“
Andfélagsleg hegðun kom fram hjá
sumum börnunum og kom þá einkum fram
í hegðunarvandamálum eins og virðingar-
leysi og hortugheitum gagnvart móðurinni.
Nokkrar kvennanna tala um að börnin hafi
ekki sýnt fullorðnum neina virðingu því það
læri börnin sem fyrir þeim sé haft. Börnin sjái
og heyri hvernig maðurinn kemur fram við
móðurina og virðist að einhverju leyti líkja
eftir því. Þetta olli mæðrunum miklum tilfinn-
ingalegum sársauka. Bára lýsir þessu þannig:
„[Hann] gerir lítið úr mér fyrir framan
börnin mín... Þau bera enga virðingu fyrir
mér lengur. Þau kalla mig hálfvita og ulla
á mig af því að ég hef enga .. ég er búin að
missa alla stjórn. Þau hafa engan aga vegna
þess að í hvert sinn sem ég reyni .. þú veist“.
Geðrænar afleiðingar. Mörg börnin
fundu fyrir kvíða og eitt barn greindist með
kvíða þegar á leikskólaaldri og tvö greindust
með athyglisbrest – ADHD. Guðrún hefur
áhyggjur af barni sínu: „Drengurinn er nýbú-
Tafla 2. Niðurstöður. Börnin: Hin hljóðu fórnarlömb heimilisofbeldis – séð frá sjónarhóli
mæðra þeirra sem búið hafa við heimilisofbeldi
Voru börnin
vitni að
ofbeldinu?
Jóna 55-65 Háskóli 18 ára 21 ár A, L, F, K 3 U,U,U Já Ungl., F,F
Linda 35-45 Grunnskóli 35 ára 4 ár A, F 2 U,U Já L,U
Lára 45-55 Háskóli 17 ára 9 ár A, L 1 U Já F
Guðrún 25-35 Háskóli 18 ára 4 ár A, L, K, F 1 U Já S
Sigrún 25-35 Háskóli 26 ára 1 ár A, L 1 Fór á meðan barnsh. Já L
Inga 25-35 Iðnskóli 15 ára 9 ár A, L, K 1 (er barnsh.) U Já S
Bára 25-35 Grunnskóli 24 ára 8 ár A, L, K, F 2 U,U Já S,S
Dísa 65-75 Iðnskóli 18 ára 40 ár A, L, F 3 (er barnsh.) U,U,U Já F,F
Halla 15-25 Grunnskóli 17 ára 4 ár A, K Er barnshafandi Á ekki við Á ekki við Á ekki við
Elsa 15-25 Stúdent 17 ára 3 ár A, L, K 1 U Já L
Nanna 25-35 Háskóli 22 ára 9 ár A, K 1 U Já L
Anna 35-45 Grunnskóli 17 ára 9 ár A, L, K, F 3 (er barnsh.) U,U,U Já Ungl., Ungl., S
Meðaltal 37.5 ár Mikil breidd 19.5 ár 10.1 ár *Sjá skýringu 2 börn Öll börnin
Nafn Aldur Menntun Aldur konu þegar ofbeldissamband hófst
Aldur barna þegar
ofbeldi hófst
Voru börnin
vitni að
ofbeldinu?
Árafjöldi
í ofbeldis-
sambandi
Hverskonar
ofbeldi?
Fjöldi barna
á ofbeldis-
tíma
Tafla 1. Lýsing á þátttakendum.
*Skýring við töflu: Þar sem talið er upp hvers konar ofbeldi: L= líkamlegt ofbeldi, K= kynferðislegt ofbeldi, A= andlegt ofbeldi, F= fjárhagslegt ofbeldi. Allar bjuggu konurnar við
fleiri en eina tegund ofbeldi. Aldur barna þegar ofbeldi hófst: Ungbarnaaldur (0-2 ára) = U. Leikskólaaldur (2-6 ára) = L. Skólaaldur (6-12 ára) = S. Unglingsaldur (12-18 ára) = Ungl.
Fullorðin (eldri en 18 ára) = F.
Aldur barna
í dag
Fyrir skilnað
Eftir skilnað og
staðan í dag
Horft til
framtíðar
Tilfinningaleg viðbrögð barnanna einkenndust af hræðslu, áhyggjum
og svefntruflunum ásamt lélegri matarlyst.
Andfélagsleg einkenni komu fram hjá sumum börnunum m.a. í
virðingarleysi, mótþróa, óhlýðni, ögrun, storkun og hortugheitum gagn-
vart móðurinni og öðrum fullorðnum.
Geðrænar afleiðingar. Mörg börnin fundu fyrir kvíða og eitt barn
greindist með kvíða þegar á leikskólaaldri og tvö greindust með athyglis-
brest – ADHD.
Jákvæðar breytingar á líðan barnanna, bæði heima og í skóla.
Langvarandi neikvæðar tilfinningar og hræðsla yngri barnanna gagn-
vart feðrunum sem m.a. kom fram í því að þau vildu ekki fara til þeirra
um helgar.
Erfiðar endurminningar. Heimilisofbeldið sækir á börnin og þau eru
talsvert að hugsa og spyrja út frá sárum minningum.
Langvarandi reiði eldri barnanna sem kemur m.a. fram í því að þau
vilja sum skipta um nafn og kenna sig við móður sína.
Áhyggjur og hræðsla mæðranna vegna barnanna. Mæðurnar eru
hræddar um börnin sín gagnvart feðrum barnanna sem halda áfram
ofbeldisfullri hegðun lengi eftir skilnaðinn.
Áhyggjur mæðranna af framtíðar samskiptamynstri barnanna.
Mæðurnar óttast að börnin þeirra fari í sama far og þau upplifðu á
bernskuheimili sínu.