Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2010, Síða 18

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2010, Síða 18
18 Ljósmæðrablaðið - desember 2010 upplifað líkamlegt ofbeldi sem barn jukust líkurnar á því að hún sýndi líkamlegt ofbeldi að minnsta kosti einu sinni. Ef karlmaður hafði upplifað ofbeldi föður síns gagnvart móður sinni og hafði verið beittur tilfinn- ingalegu ofbeldi sem barn var það nátengt stefnumótaofbeldi (dating aggression) af hans hálfu. Að gera lítið út ofbeldinu Konurnar töluðu allar um að þær hafi haft tilhneigingu til að gera minna úr ofbeldinu og áhrifum þess, bæði á þær sjálfar og börn sín, heldur en það var. Haight, Shim, Linn og Swinford (2007) sáu þetta líka í sinni rannsókn og segja einnig frá því hvernig konurnar í þeirra rannsókn lýstu því hvernig hegðun þeirra breyttist þegar von var á manni þeirra heim. Þær urðu taugaveiklaðar, mjög pirraðar og töluðu lítið við heimilis- fólkið. Konurnar í þeirra rannsókn lýstu líka allar miklum áhrifum heimilisofbeldisins á börn þeirra. Samband móður og barns Konurnar í þessari rannsókn töluðu gjarnan um að mjög náið samband væri á milli þeirra og barnanna. Það samræmist rannsóknum Jarvis o.fl. (2005) en í þeirri rannsókn kom fram að þótt gróft ofbeldi gegn konum virtist ekki hafa áhrif á samband þeirra við börn sín þá hafði samband móður áhrif á hegðunarvanda barnanna, þ.e. gott samband móður og barns leiddi til minni áhrifa á börnin. Dehon og Weems (2010) komust að þeirri niðurstöðu í sinni rannsókn á 359 konum sem búið höfðu við heimilisofbeldi að ef móðirin þjáðist af depurð og þunglyndi sem viðbrögðum við heimilisofbeldinu hafði það enn sterkari áhrif á börnin og jók líkurnar á því að börnin sýndu innhverfingu (internalization) svo sem áhyggjur, hræðslu og kvíða eða úthverfingu (externalization) svo sem árásargirni, reiði, óhlýðni, ögrun og storkun. Þetta kemur heim og saman við það sem sumar mæðurnar sögðu að þær fundu að börnunum leið illa þegar þeim leið illa og það birtist með mismunandi hætti. Lang og Stover (2008) töluðu við 74 konur sem voru að meðaltali 31.1 árs gamlar og áttu börn á aldrinum 2-17 ára. Niðurstaða þeirra var að ef konur eru ekki mjög kvíðnar og hræddar þá geti þær að einhverju leiti verndað börn sín fyrir áföllum sem tengjast heim- ilisofbeldi. Ef þær eru hins vegar brotnar og sjálfsmat þeirra í molum þá eru börnin í meiri hættu fyrir hvers kyns andlegum veikindum síðar á ævinni. Því er mikilvægt að styrkja sjálfsmynd mæðranna og efla vellíðan þeirra og hamingju. Er eitthvað hægt að gera? Mörgum rannsóknarniðurstöðum ber saman um að hægt sé að minnka áhrif heim- ilisofbeldis á börn með margvíslegum hætti. Kinsworthy og Garza (2010) gerðu rann- sókn þar sem þau notuðu 10 vikna filial therapy model, Child-Parent Relationship Training. Þegar 10 vikurnar voru liðnar voru áhrifin rannsökuð og var það mat mæðr- anna að þær upplifðu meiri hlýju og traust í samskiptum sínum við börnin sín, þær höfðu breytt yfir í jákvæðari foreldrastíl og fundu fyrir minnkaðri foreldrastreitu, að auki hafði viðhorf þeirra til ofbeldis breyst. Timmer o.fl. (2010) gerðu rannsókn á áhrifum Parent-Child Ineraction Therapy (PCIT) til að minnka atferlisvandamál (t.d. reiði, árásargirni, mótþróa, ögrun, storkun og kvíða) 62 barna 2ja-7 ára að aldri sem hafði verið vísað í meðferð vegna þess að þau höfðu búið við heimilisofbeldi og báru þau saman við 67 börn sem ekki höfðu búið við það. Hegðunarvandamál barnanna minnk- uðu umtalsvert og sálræn streita mæðranna minnkaði einnig við meðferðina, en ekki eins mikið og barnanna. Þau leggja áherslu á að móðir og barn þurfi að fá meðferð saman því oft verði vandamálin til vegna truflunar í tengslunum milli mæðranna og barnanna. Það orsakist m.a. af því að móðirin á erfitt með að vera tilfinningalega til staðar vegna þess ofbeldis sem hún hefur gengið í gegnum, að barnið sé kvíðafullt og tilfinningalega óöruggt fyrir það að búa við ofbeldi og vegna áfallastreitu bæði móður og barns. Rannsókn Cascardi og O‘Leary (1992) sýnir að konur sem hafa búið við heimilisofbeldi eru líklegri til að hafa lágt sjálfsmat (self-esteem) og er hættara við að fá þunglyndi. Varðandi íhlutun ítreka Davies og Krane (2006) eins og aðrir að móðir og barn þurfi stuðningsmeðferð saman. Takmarkanir rannsóknarinnar Haight o.fl. (2007) hafa bent á þá tilhneig- ingu kvenna að gera lítið úr því heimilisof- beldi sem þær hafa búið við. Því má ætla að rannsakendur hafi ekki fengið nógu slæma mynd af ofbeldinu sem börnin bjuggu við þótt konurnar hafi allar skilið við ofbeldis- mennina. Við hljótum því að hugleiða þann möguleika að við höfum ekki nákvæmar lýsingar á eðli ofbeldisins né hversu alvar- legt það var eða hvað það stóð yfir í langan tíma. Þá er ljóst að við höfum ekki nákvæmar upplýsingar um hversu miklu ofbeldi börnin urðu fyrir. Þar sem þetta er eina íslenska rann- sóknin sem vitað er um þar sem mæður, sem lifað hafa við heimilisofbeldi, eru spurðar um áhrif þess á börn þeirra, veitir rannsóknin mikilsverða innsýn inn í þetta fyrirbæri frá þeim sjónarhóli. Hugmynd að framtíðarrann- sókn væri að spyrja börnin sjálf. Þá er rann- sóknin ekki hönnuð þannig að ætlunin sé að alhæfa rannsóknarniðurstöður yfir á íslensk börn heldur að kanna þennan vinkil með íslensku úrtaki. Ályktanir og notagildi Sýnt hefur verið fram á að mjög fáir heil- brigðisstarfsmenn spyrja um heimilisofbeldi á meðgöngu vegna eigin þekkingarleysis, tímaleysis, undirmönnunar, hræðslu við að spyrja um „einkamál“ og vegna pers- ónulegra fordóma (March og Jaffe, 2010) en rannsóknir benda til að konur vilji láta spyrja sig (Bacchaus, Mezey og Bewley, 2002; Foy, Nelson, Penney og McIllwaine, 2005; Stenson, Saarinen, Heimer og Siden- vall, 2001; Wenzel, Monson og Johnson, 2004). Þá hafa Kolar og Davey (2009) lagt áherslu á að börn og unglingar, hin þögulu fórnarlömb heimilisofbeldis séu spurð um það en að það þurfi að gerast á varfærinn hátt. Niðurstöður rannsóknar Guðrúnar Kristinsdóttur og Ingibjargar H. Harðar- dóttur (2008) fela í sér mikilvæg skilaboð til skóla og foreldra auk fjölmiðla um ábyrgð þeirra á því að útskýra og fræða börn um heimilisofbeldi þegar tækifæri og tilefni gefast. Þess má geta að samkvæmt frétt í Community Practitioner (2010) tók skoska stjórnin nýlega ákvörðun um að þjálfa upp 5000 heilbrigðisstarfsmenn til að spyrja um heimilisofbeldi á varfærinn hátt til að hvetja þolendur heimilisofbeldis til að tjá sig um það. Þetta hefur einnig verið gert á Englandi og þar eru ljósmæður fremstar í flokki. Þetta þyrfti einnig að gerast hér á Íslandi eins og Sigríður Sía Jónsdóttir (2009) skrifar í kafla sínum um skimun fyrir ofbeldi á meðgöngu, hlutverk ljósmæðra í bókinni Lausnarsteinar. Það að grípa snemma inn í á meðgöngu hefur verndandi áhrif fyrir móður og barn. Eftir því sem konan býr við minni streitu eru minni skaðleg áhrif á barnið (Naumann o.fl., 1999; McEwen, 2008). Bergman og félagar (2008) sýndu fram á að með góðri meðferð og umhyggju eftir fæðingu má draga úr áhrifum streitu barnsins. Lokaorð Það er okkar von að rannsókn þessi verði til þess að ljósmæður sem og aðrir heil- brigðisstarfsmenn fari að spyrja konur út í heimilisofbeldi. Með því að spyrja konur og styrkja þær til að bæta eigin líðan á þann hátt sem þær sjálfar vilja, gengur þeim betur að standa með börnum sínum og þar af leiðandi geta þær minnkað þann skaða sem þau geta annars orðið fyrir. Umræðan er aldrei næg en hún gerir það að verkum að fólk áttar sig á því að ofbeldissambönd eru ekki eðlileg. Ljósmæður hitta konurnar 7 – 10 sinnum á hverri meðgöngu og geta oft náð góðu sambandi við þær. Konur verða að vita að heilbrigðisstarfsfólk stendur með þeim og er allt af vilja gert til að hjálpa þeim. Mjög margar nýlegar rannsóknir fjalla um þann skaða sem konur og börn þeirra geta orðið fyrir við að búa við heimilisofbeldi. Með að grípa inn í snemma má minnka skaðann. Kynna þarf fyrir starfsfólki skóla og heilsu- gæslu hvernig hægt er að spyrja konur og börn og að með markvissum og fyrirbyggj- andi aðgerðum og fræðslu er hægt að draga úr hættunni á seinni tíma vandamálum og langvarandi heilsuvanda barna sem hafa búið við heimilisofbeldi og/eða orðið vitni að því.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.