Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 20

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 20
20 Ljósmæðrablaðið - desember 2010 Verkefni það sem hér birtist er unnið í tengslum við áfangann Inngangur að ljós- móðurfræði I í ljósmóðurnáminu við Háskóla Íslands. Ég fékk tvær konur mér nákomnar til að segja mér frá sinni reynslu í tengslum við fæðingar, það er fæðingarsögur sínar. Samanburður sagnanna var áhugaverður og þrátt fyrir að um fjórir áratugir væru milli fæðinganna þá var ótrúlega margt líkt með þeim. Það voru að miklu leyti sömu atriðin sem konurnar töluðu um og mikilvægustu atriði fæðinganna voru að þeirra mati mjög svipuð. Ég sem verðandi ljósmóðir gerði svo tilraun til að draga fram þau atriði úr sögunum sem mér þótti að tengdust mest ljósmóðurstarfinu, hvaða lærdóm ég mætti draga af þeim og hvernig þær tengdust hugmyndafræðilegum áherslum náms í ljós- móðurfræði. Verkefni um fæðingasögur í nánasta um- hverfi mínu og upplifun sögumanna á fæðingum sínum og áhrif þeirra á mig sem verðandi ljósmóður kom mér skemmtilega á óvart. Ég fékk tvær konur á ólíkum aldri til að segja mér sína sögu. Þrátt fyrir að aðstæður þeirra hafi verið ólíkar á margan hátt var upplifun þeirra að mörgu leyti svipuð, ekki bara hvað varðar fæðinguna sjálfa heldur einnig á þeirri þjónustu sem í tengslum við hana er veitt. Þessar konur áttu annars vegar fimm og hins vegar þrjú börn og áttu þær börn sín á mismunandi stöðum á landinu við mismunandi aðstæður. Af samtölum mínum við þær má vera ljóst að þær konur sem búa úti á landi og velja að eiga barnið sitt þar, hvort sem er heima eða á minni sjúkrahúsum, finnist þær oft fá einstaklingsmiðaðri þjónustu og nái jafnvel betra sambandi við ljósmóðurina heldur en þær sem ala börnin sín á stærri stöðum. Hér áður fyrr voru ljósmæður sem unnu í fámennari og dreifbýlli sveitum landsins oft áberandi persónur og sýnist mér af frásögnum að þær hafi almennt hlotið ákveðna virðingu fyrir störf sín. Þær voru mikilvægir þátttakendur í lífi þeirra sem bjuggu í sveitinni sökum þess að flestir þurftu á aðstoð þeirra að halda. Stundum þurftu þær líka að gegna öðrum störfum fyrir utan ljósmæðrastörfin eins og t.d. að gera að sárum eða sauma einhvern sem hafði slasast ef læknir var ekki til taks. Fæðingarsaga Jónu Jóna er 78 ára gömul ekkja. Hún ól 5 börn og hefur búið alla sína tíð úti á landi. Hún er fædd og uppalin á Stöðvarfirði en fluttist þaðan ung að árum í Rangárvallasýslu og hefur búið þar síðan. Þegar Jóna var beðin um að segja sögu sinna fæðinga fannst henni fyrsta fæðingin sín vera eftirminnilegust. Sagan átti sér stað um hásumar árið 1954. Jóna var 22 ára verðandi móðir. Hún var ekki í föstu sambandi við barnsföður sinn en hann var úti á sjó þegar fæðingin fór af stað og var þar af leiðandi ekki nálægur. Jóna bjó í foreldrahúsum á Stöðvarfirði og fór fæðingin fram heima hjá þeim. Á þessum tíma voru tvær ljósmæður starfandi á Stöðvarfirði. Sú ljósmóðir sem tók á móti hjá Jónu hét Guðbjörg Elínmundardóttir. Ljósmæðurnar tvær hjálpuðu stundum hvor annarri en þó var algengara að einhver önnur kona væri þeim innan handar. Í Jónu tilfelli var kona af næsta bæ viðstödd fæðinguna en hún hét Nanna og var kennd við Hól. Hún þótti afar róleg og góð kona og var oft viðstödd fæðingar í sveitinni. Á meðgöngunni fór engin sérstök mæðravernd fram en Guðbjörg ljósmóðir heimsótti Jónu fyrir fæðinguna, hún hlustaði hjartslátt barnsins með hlustunarpípu og skoðaði hana sjálfa. Móðursystir Jónu lánaði henni bók sem hún átti og hét Heilsufræði kvenna, en í þeirri bók gat Jóna lesið sér lítillega til um kvenlíkamann og fæðingu barns. Þar sá hún myndir af fæðandi konu og gat lesið lítillega í kringum það. Þetta var eina fræðslan og undirbúningurinn sem Jóna fékk fyrir fæðinguna. Að kvöldi 14. júlí fékk Jóna fyrstu verkina og hélt að fæðingin væri að fara af stað. Hún var þá gengin fulla meðgöngu. Guðbjörg kom heim til Jónu um nóttina og skoðaði hana. Hún ákvað í kjölfarið að sitja yfir Jónu um nóttina. Sóttin datt niður og lá að mestu niðri allan daginn og nóttina á eftir. Guðbjörg ljósmóðir fór aðeins heim til sín yfir daginn en kom aftur síðdegis til að sitja yfir Jónu næstu nótt. Það var síðan ekki fyrr en undir morgun næsta dag, þann 16. júlí að fæðingin fór aftur af stað. Guðbjörgu þótti gangur fæðingarinnar vera heldur hægur og vafasamur og kallaði því eftir Haraldi Sigurðssyni lækni frá Fáskrúðsfirði. Fæðingin hélt áfram og þótti Jónu nú nóg um og lýsir miklum verkjum og segir að hún hafi verið hálfgerð ,,óhemja”. Rétt eftir hádegi eða um klukkan 14:00 fæddist síðan 13 marka drengur. Drengurinn var mjög máttvana við fæðingu, blár að lit og líflítill. Guðbjörg og Haraldur reyndu að fá hann til að gráta og það helsta sem Jóna man eftir var þegar þau dýfðu drengnum í heitt og kalt vatn til skiptis til að reyna að vekja hann. Það var síðan eftir nokkurn tíma að hann fór að taka við sér. Drengurinn var þreyttur eftir þessi átök og vildi Guðbjörg því dvelja hjá Jónu þriðju nóttina og vaka yfir þeim mæðginum. Guðbjörg kom daglega til Jónu í um viku eftir fæðinguna og hugsaði bæði um hana og drenginn. Guðbjörg baðaði drenginn og annaðist hann. Hún sá líka um aðhlynningu á Jónu en á þessum tíma tíðkaðist að konur væru rúmliggjandi í um viku eftir fæðingu vegna hættu á blæðingum frá legi ef þær færu of snemma á fætur. Jóna þurfti að pissa í kopp og mátti lítið sem ekkert hreyfa sig. Guðbjörg ljósmóðir sá því meðal annars um að klæða og þvo Jónu. Þessi vika þótti Jónu erfið og segir hún að enn þann dag í dag séu jafnöldrur hennar að rifja upp hversu ömurlegt það hafi verið að þurfa að vera rúmliggjandi í viku eftir barnsburð. Þær hafi t.d. ekki haft neinn kraft til að standa upp eftir viku rúmlegu og fannst vera að líða yfir þær þegar þær stóðu upp. Jóna lýsir Guðbjörgu ljósmóður sem yndislegri konu. Jónu fannst skipta miklu máli hversu róleg og yfirveguð Guðbjörg var allan tímann í fæðingunni. Hún hafi treyst henni fyrir öllu og fannst hún mynda mjög gott samband við hana. Nokkrum árum seinna fluttist Jóna suður og fæddi eftir það fjögur börn. Tvær eldri dætur sínar fæddi hún annars vegar í „Dýrðlegt að þekkja ljósmóðurina“ Fæðingarsaga Guðrún Ásta Gísladóttir, nemi á 1. ári í ljósmóðurfræði

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.