Ljósmæðrablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 32
32 Ljósmæðrablaðið - desember 2010
á móti barninu. Af því varð nú reyndar ekki
heldur varð annar óvæntur atburður sem
gladdi okkur. Það var þegar heil hljómsveit
birtist allt í einu á veitingastaðnum og hóf
að spila fyrir okkur en auðvitað hafði ein af
húsvísku ljósmæðrunum samið við maka
sinn um að gleðja norðlenskar ljósmæður
með söng og hljóðfæraleik.
Aðalfundurinn og allt sem honum fylgdi
var einstaklega vel heppnaður og rós í
hnappagat húsvískra ljósmæðra.
Í lokin má geta þess að félagar í Norður-
landsdeild eru 47 og í stjórn félagsins
eru eftirtaldar ljósmæður; Sigfríður Inga
Karlsdóttir, formaður, Hulda Magnadóttir,
varaformaður, Rakel Káradóttir, meðstjór-
nandi, Birna Málfríður Guðmundsdóttir,
gjaldkeri og Sigrún Rósa Vilhjálmsdóttir,
ritari.
Við sendum öllum ljósmæðrum góðar
kveðjur frá Norðurlandi.
Sigfríður Inga Karlsdóttir
Sjóðanefnd fundaði vegna styrkúthlutana úr
Rannsókna- og þróunarsjóði LMFÍ þann 22.
nóvember. Fyrir fundinum lágu 10 umsóknir
að upphæð 4.308.000 kr.
Staða sjóðsins var 3.780.000 kr, þar
af eftirstöðvar styrkvilyrða fyrri ára
925.000 kr og óskertur höfuðstóll skal vera
1.000.000 kr skv. stofnskrá Rannsókna-
og þróunarsjóðs. Til úthlutunar var því
1.855.000 kr.
Umsóknir voru teknar fyrir í stafrófsröð,
fyrst tvær til lægri styrkupphæðar og síðar
átta umsóknir til 500-609.000 kr. Allar
umsóknir voru fullnægjandi en einni umsókn
var hafnað þar sem viðkomandi hafði ekki
sjóðsaðild. Tveimur umsóknum um gerð
efnis fyrir www.ljosmodir.is var vísað til
stjórnar LMFÍ þar sem eðlilegt var talið að
félagið styrkti þau verkefni beint en ekki í
gegnum sjóði félagsins í samkeppni við
rannsókna- og þróunarstyrki félagsmanna.
Ljóst var að ekki yrði mögulegt að styrkja
öll verkefnin til fulls. Eining var um það að
laun rannsakanda og útlagðan kostnað ætti
að leggja að jöfnu og meistararannsóknir
skyldi styrkja betur en aðrar rannsóknir.
Niðurstaða sjóðanefndar var sú að styrkja
meistararannsóknir um 300.000 kr en aðrar
rannsóknir um 250.000 kr. og umsóknir
vegna skólagjalda í framhaldsnámi fengu
fullan styrk.
Styrkveitingar voru sem hér segir:
• Anna Sigríður Vernharðsdóttir sótti um
styrki til gerðar greinaflokks á www.
ljosmodir.is og vegna annars áfanga
bæklingaraðar LMFÍ. Þessum umsóknum
var vísað til stjórnar LMFÍ og talið
eðlilegt að félagið styrkti þessi verkefni
beint.
• Rannveig Rúnarsdóttir hlaut 90.000 kr
styrk vegna skólagjalda í framhaldsnámi
og 300.000 kr styrk vegna mastersrann-
sóknar sinnar um ávinning feðra af fjöl-
skyldumeðferðarsamtali fyrir útskrift af
meðgöngu- og sængurkvennadeild.
• Björg Sigurðardóttir hlaut 300.000 kr
styrk vegna mastersrannsóknar sinnar
á þekkingu og upplifun ljósmæðra af
axlarklemmum.
• Guðlaug María Sigurðardóttir hlaut
250.000 kr styrk vegna gerðar
kennsluheftis í nálastungum fyrir ljós-
mæður.
• Kristbjörg Magnúsdóttir hlaut 250.000
kr styrk vegna þýðingar, staðfæringar og
gerðar námsefnis um HypnoBirthing.
• Ingibjörg Th. Hreiðarsdóttir hlaut 45.000
kr styrk vegna skólagjalda í fram-
haldsnámi og 300.000 kr styrk vegna
mastersrannsóknar sinnar um ávinning
meðferðarsamtals við foreldra nýbura á
vökudeild.
• Valgerður Lísa Sigurðardóttir hlaut
250.000 kr styrk vegna rannsóknar sinnar
á viðtalsþjónustunni Ljáðu mér eyra.
22. nóvember 2010
Guðlaug Einarsdóttir
Fundargerð Sjóðanefndar nóvember 2010
Eldhressar ljósmæður á leið á aðalfund NLMFÍ.
Tilkynning frá
Ljósmæðrafélaginu
Stjórn Ljósmæðrafélags Íslands
minnir á að á aðalfundi í vor verða
formannskosningar í félaginu,
þar sem sitjandi formaður hefur
þá gengt starfinu þau sex ár sem
leyfilegt er skv. reglum félagsins.
Það líður því senn að framboðum
í starfið.
Stjórnin.
Á ÍSLANDI