Stjarnan - 01.01.1930, Side 10
IO
STJARNAN
Páfinn gekk þá inn í VatíkaniÖ, afar
mikla höll, sem er áfast viö St. Péturs
kirkjuna. Frá þeim -degi hefir enginn
páfi, eftir að hann hefir tekiö embætti,
farið út fyrir girðingu síns páfalega bú-
sta'Öar. Páfavaldið hefir i vissum skiln-
ingi verið i stríði við ítalíu og hefir páf-
inn verið þektur sem “fanginn i Vatíkan-
inu.”
Hin nýja stjórn ítala kom frá Turin
til Rómaborgar og lézt hún bæta skaðann
meö því að leiða i gildi hin svokölluðu á-
byrgðarlög, sem veittu páfanum Vatikan-
ið og St. Péturs kirkjuna, Lateranið og
Randolfo höllina. Þar að auki var lof-
aö í þeim að borga páfanum árlega um
$650,000. Páfinn var skoðaður sem hið
andlega yfirhöfuð landsins og engin lög
máttui dæma persónu hans og var honum
leyft að veita sendiherrum frá öðrum
löndum viðtöku. Hann hafði öll andleg
og kirkjumál í sínum höndum, en öll
borgaraleg og öll hermál voru í höndum
ríkisins. En Píus páfi mælti undir eins á
móti þessum lögum. Hann hélt dauða-
haldi í hallirnar sem eign sína, en hann
tó'k ekki skilding af þeirri upphæö, sem
honurn hafði verið veitt af ríkinu og til
þess að sjá um fjárhag sinn, var hinn
svokallaði Péturs skildingur gefinn í öll-
um kaþólskum kirkju um allan heim.
Páfinn bannaði líka öllum kaþólskum að
greiða atkvæði við kosningar í ríkinu.
Árið 1914 skall striðið mikla á og páf-
inn kvartaði iöulega með hárri röddu,
sem heyrðist um allan heim, undan því,
að honum væri ómögulegt að reyna að
stofna til friðar, vegna þess að hann
hafði ekki það frjálsræði, sem hann
myndi hafa, ef hann hefði haft veraldar-
vald sitt. Hann sýndi fram á það, að
bæöi ítalska stjórnin og Mercier kardínáli
frá Belgíu mæltu á móti því að hann
reyndi á Þýskalandi að koma friði á milli
þjóðanna. Og ef einhver þjóðhöfðingi
á eftir stríðinu heimsótti Rómaborg og
gjörði sér svo ferð í páfahöllina fyrst, þá
móðgaði hann konunginn, en ef hann
skyldi vera svo djarfur að heimsækja
konunginn fyrst, þó móðgaöi hann páf-
ann. Þar af leiðandi hefir páfinn unnið
af kappi til að öðlast veraldlega vald sitt
aftur. Ellefta febr. 1929 var þetta mikla
mál útkljáð og er hann hinn mikilvægasti
dagur í sögui þessarar aldar. í allri kyr-
þey kom hann heiminum á óvart. Jafn-
vel menn, sem í f jölda mörg ár hafa lagt
stund á að kynna sér hið spámannlega
orð og fylgst með rás viðburðanna, og
hafa í ritum og ræðum kunngjört öðrurn
að þetta myndi koma, áttu ekki von á
að þetta myndi ganga svo að segja orða-
laust, heldur með einhverjum byltingum.
Sannar þetta að Drottinn mun, eins og
hann hefir heitið, gjöra fljótan úrskurð
á jörðinni. “Drottinn mun gjöra upp
reikning sinn á jörðinni, binda enda á
hann og ljúka við hann í skyndi.” Róm.
9 128.
Pápískan er farin að sýna konungsvald
sitt i flestum löndum. Nú er það geng-
ið í hjónaband með veraldlega valdinu
og segir í hjarta sínu: “Eg sit og er
drotning, og er eigi ekkja, og fæ alls
ekki sorg að sjá.” Opinb. 18:7.
Mótmælenda kirkjurnar eru að sam-
eina sig og gjöra mynd af kaþólskunni.
Þetta sameinaða mótmælenda vald mun
rétta kaþólskunni, móður sinni, vinar-
hönd. Andatrúin er að gagnsýra báðar
þessar kirkjudeildir og þegar þetta þrí-
einaða vald hefir náð tökum á heiminum,
þá mun það ofsækja Guðs fólk, er varð-
veitir boö Guðs og trúna á Jesúm.
“Drekinn reiddist konunni og fór burt,
til þess að heyja stríð við hina aðra af-
komendur hennar, þá er varðveita boð
Guðs og hafa vitnisburð Jesú.” Oinb.
12 :i7.
“Hér reynir á þolgæði hinna heilögu—
þeir, er varðveita boð Guðs og trúa á
Jesú.” Opinb. 14:12.
Opinberun Jesú Krists var gefin, til
þess að sýna þjónum Guös “það sem
verða á innan skamms.” Ef það nokkurn
tíma hefir verið áríðandi að lesa og skilja