Stjarnan - 01.03.1932, Blaðsíða 1

Stjarnan - 01.03.1932, Blaðsíða 1
Guð ræður Margir spyrja: Er rás viðburðanna í hendi Guðs enn? — Vissulega! Skömmu áður en stjórnarbyltingin hófst á Spáni, heyrðust þar margar hátt hljómandi raddir, sem heimtuðu að rannsóknarrétturinn yrði sett- ur á aftur, til þess að geta í því landi útrýmt öllum þeim, sem neita að lúta boðum páfans og ganga í kaþólska söfnuði. Með öðrum orðum kaþólsku kirkjunni var full alvara í því að endurtaka hryðiuverk miðaldanna og koma öllum sönnum börnum Guðs á Spáni í burtu úr tilverunni. En hvað skeður? Um það leyti og páf- inn ætlaði að sýna hinn ótakmarkaða (?) myndugleika sinn, kom stjórnarbyltingin og þrjátíu og fimm þús- und kaþólskir prestar, sem höfðu fengið laun sín úr ríkissjóði, urðu á einum degi brauðlausir, og fólkið, sem vissi vel um áforrn kaþólsku kirkjunnar, fór að brenna kirkjur hennar til kaldra kola í tugatali. Um ofsóknir páfavaldsins á miðöldunum segir Op- inberunarbókin: “Og því var leyft að heyja stríð við hina heilögu og sigra þá.” Opinb. 13:7.—En viðvíkj- andi hinum síðustu tilraunum páfans og hinna öflugu aðstoðarmanna hans segir Ritningin skýrum orðum: “Þessir munu heyja stríð við Lambið og Lambið mun sigra þá.” Opinl). 17:14. Stjórnarbyltingin á Spáni er eitt dæmi þess hvernig “Lam'bið” (Kristur) getur ónýtt áform þeirra og sigrað þá. D. G.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.