Stjarnan - 01.03.1932, Blaðsíða 9

Stjarnan - 01.03.1932, Blaðsíða 9
STJARNAN 4i Davíð Djarfur og fríhyggjumennirnir Stjórnendur Rgyptalands Davíð Djarfur stóð þegjandi augnablik og leit yfir mannfjöldann, svo hóf hann mál sitt á þessa leið: “Sumum hér sýn- 'ist það ef til vill einkennileg aðferð, að leita Guðs með því að rannsaka sögu Egyptalands. Vér gjörum það vegna þess að Guð segir að rannsókn spádómanna leiði oss til hans. Það er sannarlega þess vert að grensl- ast eftir, hvort menn voru uppi fyrir 2500 árum, sem gátu séð fram til vorra tíma og sagt fyrir forlög borga og þjóða. “Eg skal leiða athygli yðar að Ez. 30: 13. (A.R.V.) “Svo segir herrann Drott- inn, eg gjöri skurðgoðin að engu og upp- ræti falsguðina rír Memphis.” (Nóf). Hér er skýrt tekið fram að þetta sé Drottins orð. Þess vegna, ef spádómur- inn kæmi ekki fram ,þá fyndist engin af- sökun eða yfirhylming. Memphis var grundvölluð af Menes. f henni voru helztu goðahof Egyptalands, og það voru lítil líkindi til að skurðgoð hennar yrðu nokkurn tíma eyðilögð. 1. Vegna loftslagsins i Egyptalandi. Þar rignir aldrei, svo það sem þar er grafið í jörðu, geymist óskemd um þús- undir ára. 2. 1 öllum öðrum borgum Egypta- lands, hvort sem þær nú standa í blóma sínum eða liggja í rústum, finst ennþá fjöldi af skurðgoðum og líkneskjum, f Thebu, fyrrum höfuðborg landsins er fjöldi þessara skurðgoða, jafnvel þó sú borg væri rústir einar meðan Memphis var ennþá auðug og f jölmenn. 3. í byrjun hins kristna tímabils, um 600 árum eftir að spádómurinn var gef- inn, sýndist eyðilegging borgarinnar ó- líklegri en nokkru sinni fyr, því Memphis var þá blómlegasta og stærsta borgin í Egyptalandi að undantekinni Alexandríu. 4. 1200 árum eftir aS spádómurinn var gefinn, var Memphis aðseturstaður landshöfðingjans yfir Egyptalandi, svo það er ómögulegt að spádómurinn hafi verið skrifaður áður en viðburðirnir áttu sér stað. 5. Á þrettándu öld eftir Krist, talar arabiskur ferðamaður, Abdul Latif, um hin undraverðu mannvirki þar, sem eng- inn mælskumaður hefði orð til að lýsa. “Þannig liðu 1800 ár án þess að spá- dómurinn rættist og—” Hr. Einarsson stóð nú upp, svo ræðu- maður hætti í miðri setningu til að gefa honum tækifæri til að tala. “Herra Djarfur,” sagði hann, “eg sé það tekur langan tíma til að uppfylla þessa spádóma þína. Ef nógu langur timi væri gefinn, þá hlyti hvaða spádómur sem gefinn væri um eyðileggingu borga og þjóða að koma fram. Þessi spádómur

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.