Stjarnan - 01.03.1932, Blaðsíða 2

Stjarnan - 01.03.1932, Blaðsíða 2
34 STJARNAN SPURNINGA-K ASSINN Kæri Mr. Guðbra/ndsson!—Viltu vera svo góður að svara einni spurningu, sem eg lengi hefi haft í huga að senda þér. Á þessum tíma, þegar stefnurnar eru svo rnargar og skoðanir manna svo skift- ar, er erfitt að átta sig á hvað sé rétt eða rangt, þess vegna langar mig að spyrja þig: Hvað er sönn kristin trú? Höfundur Hebreabréfsins skýrir sanna trú með eftirfarandi orðum: “En trúin er fullvissa um það, sem menn vona, sann- færing um þá hluti, sem eigi er auðið að sjá.” Heb. ii :i. Það var fyrir þessa von og sannfæring —sanna trú—að Guðs menn fornaldar- innar fengu þann vitnisburð, að þeir hefðu á hérvistardögum sínum verið Guði þóknanlegir. I dagfari sínu og breytni við alla, í öllum tilraunum sínum til að fræða aðra um hinn sanna Guð og í öll- um fórnfæringum sínum sýndu þeir trú sína á Frelsarann, sem mundi koma í heiminn, og í þeim skilningi voru þeir allir sannkristnir menn, því “að allir þess- ir fengu góðan vitnisburð fyrir trú sína.” Heb. 11:39. En nú kom Kristur í heiminn og sýndi að hann er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Trúin, sem hann sjálfur sýndi, sem hann seldi lærisveinum sínum i hend- ur, sem var nógu öflug til að engu gjöra goðahofin, umturna öllu í heiðingjalönd- unum og gjöra menn að nýjum skepnum, hlýtur að vera sannkristin trú. Um þessa trú ritar Júdas postuli á þessa leið: “Þér elskaðir, méð því að mér er það mikið áhugamál að rita yður um sameiginlegt hjálpræði vort, þá nevð- ist eg til að áminna yður um að berjast fyrir þeirri trú, sem heilögum hefir eitt skifti fyrir öll verið í hendur seld.” Júdas 3. vers. Þessi trú stendur í sambandi við hið sameiginlega hjálpræði vort. Þar af leið- ir að hún er frelsandi trú. Þetta stað- hæfir einnig Páll postuli með svofeldum orðum: “Einn er líkaminn og einn and- inn, eins og þér líka voruð kallaðir til einnar vonar viö köllun yðar, einn Drott- inn, ein trú, ein skírn, einn Guð og Faðir allra, sem er yfir öllum og með öllum og' í öllum.” Ef. 4:4-6. Eins víst og það er einn Guð og Frels- ari er það aðeins ein frelsandi trú og að- eins eitt fagnaðarerindi. Þetta leiðir Páll postuli glögglega í ljós í Galatabréfinu: “En þótt jafnvel vér eða engill frá himni færi að boða yður annað fagnaðarerindi en það, sem þér hafið viðtöku veitt, þá sé hann bölvaöur. Eins og vér höfum áður sagt, eins segi eg nú aftur: ef nokk- ur boðar yður annað fagnaðarerindi en það, sem þér hafið viðtöku veitt, þá sé hann bölvaður.” Gal. 1:8, 9. Sönn kristin trú er Jesú trú, því að vér lesum: “Hér reynir á þolgæði hinna heilögu—þeir er varðveita boð Guðs og Jesú trú.” ensk þýð. 1 samanburði við hinn afarmikla mann- fjölda í heiminum eru þeir sárfáir, sem eiga þessa trú og —mun hún verða mjög svo sjaldgæf, þegar Jesús kemur aftur, því að sjálfur segir hann: “Mun þá Manns-Sonurinn finna trúna á jöröinni, er hann kemur?” Lúk. 18:8. Jesú trú er hin eina trú, sem mun rétt- læta menn frammi fyrir Guði. Á þetta mikilvæga atriði bendir Páll postuli skýr- um orðum: “En Guð framsetti hann í blóði hans sem náðarstól fyrir trúna, til að auglýsa réttlæti sitt,—með því að Guð hafði í umburðarlyndi sínu umborið hinar áður drýgðu syndir,—til þess að auglýsa réttlæti sitt á yfirstandandi tíma, til þess að geta sjálfur verið réttlátur og rétt- lætt þann, sem hefir Tesú trú.” Róm. 3:25, 26. Þetta er dýrðlegt aS vita og skilja að maður, sem hefir lifað í synd og óguð- (Framh. á bls. 46)

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.