Stjarnan - 01.03.1932, Blaðsíða 10
42
STJARNAN
hefir haft nógu langan tíma, 2500 ár til
a8 koma fram. Eg sé ekkert yfirnáttúr-
legt í því.”
Þegar hr. Einarsson settist niður létu
menn í ljósi velþóknun sína meÖ lófa-
klappi. Lilja strauk hönd föSur síns, GuÖ-
mundur hneigði höfuðið til samþykkis.
‘‘Eg var að vonast eftir, Hr. Einarsson
að þú mundir koma með einhverjar slíkar
röksemdir,” sagði hr. Djarfur, eftir að
lófaklappinu linti. “Framsetning þín
sýnir að þú kannast við að spádómurinn
sé uppfyltur, að þú hvorki álítur að hann
hafi verið gefinn eftir að viðburðirnir
áttu sér stað, eða að viðburðirnir hafi
verið teygðir og snúnir, til þess þeim
bæri sarnan við spádóminn.
“Það er eftirtektavert, að þegar upp-
fylling spádómsins á sér stað stuttu eftir
að hann er gefinn, þá er strax komið með
þá mótbáru, að spádómurinn hljóti að
hafa verið skrifaður seinna heldur en
skýrt er frá, eða ef til vill eftir að við-
burðirnir áttu sér stað. En ef spádómur-
inn er fyrst uppfyltur eftir 2000 ár, þá
er því haldið fram að hvaða spádómur
sem væri, yrði að líkindum uppfyltur ef
nógu langur tími væri gefinn.
“En til allrar ólukku fyrir þessar skýr-
ingar, þá hafa spádómar þegar verið
nefndir, og eg skal benda á fleiri, sem
ekki verða skýrðir á þenna hátt—”
“Getur þú gefið nokkuð óhrekjandi
dæmi?” greip hr. Einarsson fram í.
“Memphis, borgin, sem vér þegar höf-
um minst á, er gott dæmi, því tíminn hefir
ekki eyðilagt sknrðgoð og líkneski annara
borga Egyptalands, sem eru pó eins gaml-
ar. HlustiS nú á þessi orð Amelíu B.
Edwards í bók hennar “1000 mílur upp
með ánni Níl,” bls. 97-99: “Þetta er alt,
sem eftir er af Memphis, elztu borginni,
fáeinir ruslahaugar, um 12 brotnar
mvndastyttur og nafnið........Hvar eru
tiirnarlegu rústirnar, sem jafnvel á mið-
öldunum voru svo víðáttumiklar að menn
álitu þær vera hálfa dagleið í allar áttir
frá miðju rústanna. Það er varla hægt að
trúa því að stórborg hafi nokkurn tíma
staðið hér í blóma, eða skilja hvernig hún
hefir orðið svo algjörlega afmáð.”
“En gjörum nú ráð fyrir, að alt sem
þurfti í þessu atriði væri nóg tímalengd
til þess að spádómurinn yrði uppfyltur, en
svo skulum vér athuga Ez. 30:12. Eg
mun .... selja Egyptaland í hendur ill-
menna.” Þetta bendir á að þeir muni
komast í óvina hendur, eins og þegar
þrælar eru seldir. Þrællinn hefir engin
réttindi, illmennið sýnir enga miskunn.
“Volney, franskur vantrúarmaður, sem
ferðaðist þvers og langs yfir Egyptaland,
kallar það land þrældóms og harðstjórn-
ar. Malta-Brun, annar ferðamaður skrif-
ar um harðstjórn þeirra, sem völdin hafa
á Egyptalandi.
Saga Egyptalands þessi síðastliðnu
1800 ár er undraverð skýring á þessum
orðum: “Eg mun .... selja Egvptaland
í hendur illmenna.” Það má hvarvetna
þar sjá merki þess hvað landsmenn hafa
orðið að líða.”
“Það er óhætt að segja fyrir að vondir
menn yrðu stjórnendur landsins,” greip
Einarsson fram í, “því flestir sem ríkj-
um réðu í fyrndinni, sérstaklega sigur-
vegararnir voru vondir menn.”
“Það er satt,” svaraði hr. Djarfur,
“það gleður mig að þú kannast við upp-
fyllingu spádómsins, hver sem skýring
þín annars er, en taktu nú eftir öðrum
spádómi, sem stendur í sama versi: “Eg
mun . . . . láta útlenda menn eyða landið
og öllu sem í því er.
“Ekki eitt einasta skifti öll þessi 2500
ár, hefir Egyptaland verið undir stjórn
innlendra höfðingja, heldur alt af, undan-
tekningarlaust verið undirgefið og háð
stjórn útlendinga, Persa, Grikkja, Róm-
verja, Saracena, Tyrkja, Frakka og Eng-
lendinga nú upp á síðkastið. Útlending-
ar, alt af útlendingar, hafa stjórnað þar
eins og fyrir var spáð.
“Þetta er spádómur, sem meiri líkindi
væru til að tímalengdin mundi kollvarpa,
heldur en uppfylla, því aðrar þjóðir hafa