Stjarnan - 01.03.1932, Blaðsíða 11

Stjarnan - 01.03.1932, Blaðsíða 11
STJARNAN 43 veriÖ undirokaÖar en hafa brotið af sér okið, vaxið að auð og valdi, og að lokum náð yfirráðum vfir fyrverandi stjórnend- um sínum. Hvernig gat spámaðurinn vit- að að Egyptaland mundi aldrei stjórna sér sjálft? “Spámaðurinn lætur hér ekki staðar numið, hann segir í næsta versi: “Eg .... uppræti höfðingjana af Egyptalandi, svo að engir skulu þar framar til vera.” “Þetta er einnig spádómur sem með hverju árinu sem leið hafði minni líkur til að verða uppfyltur. Því ef þjóð hélt áfram að vera nokkurs virði, þá voru miklar líkur til í Egyptaiandi eins og öðr- um löndum, sem háð voru útlendu valdi, mundi rísa upp öflugur leiðtogi af þeirra eigin þjóð ,sem mundi brjóta okið og gjörast sjálfur konungur eða stjrónari þjóðar sinnar. Þetta kom fyrir aftur og aftur í sögu Rómverja, en ekki eitt einasta skifti í sögu Egyptalands. Takið einnig eftir því, að aldrei í sögu heimsins hefir nokkur þjóð verið svo lengi undir aðra gefin án þess nokkurn tíma að stjórna sér sjálf. Hvernig gat spámaðurinn vit- að alt þetta? “Er nokkur hér sem getur borið það fram að spádóminum um Egyptaland hafi skjátlast í einu einasta atriði þessi síðastliðin 2500 ár? HugsiS yður hvaða vind í seglin vantrúarmenn hefðu, ef hr. Einarsson gæti sýnt fram á, að Egypta- land, eins og t. d. Róm. þótt sigruð væri af útlendingum, hefði náð sjálfstæði sínu aftur, og verið af og til undir stjórn inn- lendra konunga. “En þetta er ekki hægt að sýna, þvert á móti, þér verðið að kannast viS að spá- dómurinn er nákvæmlega uppfyltur, en þegar eg krefst af yður skýringa á þess- um undraverðu spádómum, þá gefið þér ekkert rökrétt svar. “Robert G. Ingersoll, hinn nafnkunni vantrúarmaður, og hinn mikli prédikari, Henry Ward Beecher voru vinir. í lestr- arstofu prestsins var hnöttur, sem sýndi hin ýmsu sólkerfi, hann var reglulegt listaverk. Ingersoll var hrifinn af hon- um er hann sá hann, og sneri honum hringinn í kring með undrun og aðdá- un, að lokum segir hann: “Þetta er ein- mitt það sem eg þarf með, hver hefir bú- ið hann til?” “Hver hefir búið hann til, Colonel,” endurtók Beecher, og lét sem hann væri hissa á spurningunni, “enginn bjó hann til, það hittist svona á, hann varð til af sjálfu sér.” “Fyrir tvær ótvíræðar sannanir eruð þér neyddir til að kannast við uppfyll- ingu spádómanna, en svo þegar öll undan- brögð yðar reynast ónóg, þá grípið þér til þeirra óyndisúrræða að segja ‘það bara hittist svona á.’ “Hvernig stendur á því, að aldrei hefir hitt svo á, annarstaðar en í Biblíunni, að spádómar væru gefnir hundruðum og þúsundum ára fyrirfram, sem hafa ná- kvæmlega komið fram? Þér gjörið enga tilraun til að skýra þetta, og viljið held- ur ekki viðurkenna neina skýringu, sem bendir til hins vfirnáttúrlega. “Er slik afstaða verðug hugsandi mönnum? Sannir vísindamenn eru fúsir til að rannsaka málefni það, sem fyrir þeim liggur og stancla við árangurinn, þótt hann leiði þá á aðra skoðun gagn- stæða þeirri sem þeir áður höfðu. “Á næsta fundi skulum vér rannsaka hinn víðtækasta spádóm Biblíunnar, sem gefur yfirlit yfir sögu allra þjóða heims- ins frá 600 f. Kr. og alt fram að yfir- standandi tíma. Þér skuluð sjálfir vera dómendurnir.” Strandgæzlulið Bandaríkjanna hjálpaði til að frelsa 12,097 líf úr sjávarháska ár- ið sem leið. Þegar Dino Grandi, utanríkisráðherra ítalíu, sneri heimleiðis úr heimsókn sinni til Bandaríkjanna, tók hann með sér 3000 blaðagreinar auk heilla dagblaða, sem fyltu tvö kofort. Alt þetta lesmtál verður afhent Mussolini.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.