Stjarnan - 01.03.1932, Blaðsíða 14

Stjarnan - 01.03.1932, Blaðsíða 14
46 STJARNAN Spurninga-kassinn (NiÖurl. frá bls. 34) legleika, getur, meÖ því aÖ öðlast Jesú trú, orÖið réttlættur frammi fyrir Guði. Hvað er það þá, er aögreinir Jesú trú frá öðrum trúartegundum, sem ekki eru viðurkendar á himnum?—í hvert skifti sem Jesú var freistað, mætti hann freist- aranum með þessum orðum: “Ritað er.” Og við lögvitringinn, sem freistaði hans, sagði hann: “Hlvað er skrifað í lögmál- inu ? Hvernig les þú ?” Lúk. 10:2Ó. Hvað geturn vér lært af þessum orðum hans ? Er það ekki að trú hans var bygð á Ritningunni eingöngu og ekki á manna- setningum og erfikenningum, sem svo margir halda dauðahaldi í. Þar að auki var hann fús til að láta líf sitt fyrir trú sína. Sá, hvers óbilandi trú er bygð á Biblíunni eingöngu og hagar lífi sínu að öllu leyti samkvæmt henni og er fús, ef þess skyldi vera þörf, til að láta líf sitt fyrir trú sína, hann hefir Jesú trú og hún ein er sönn kristin trú. Hún er ekki bygð á einu versi eða einum kapítula eða á einni bók eða á einum hluta Ritningar- innar, til dæmis Nýja Testamentinu. Jesú trú hvílir á allri Ritningunni frá upphafi til enda. Páll postuli gefur það í skyn á mörgum stöðum í ritum og ræðum sín- um: “Þess vegna eruð þér ekki framar gest- ir og aðkomandi, heldur eruð þér sam- þegnar hinna heilögu og heimamenn Guðs, bygging, er hefir að grundvelli postul- ana og spámennina, en Krist Jesúm sjálf- an að hyrningarsteini.” Ef. 2 :19-22. Það er ekki nóg að hafa postulana eða Nýja Testamentið að grundvelli, því að þá mundi trú vor hafa aðeins hálfan grundvöll og mundi hún þá kollsteypast á degi daganna. Þess vegna segir postulinn að nauðsynlegt sé að hafa spámennina að grundvelli líka, því aS þá fyrst stend- ur trúin á algjörðum grundvelli, hvers hyrningarsteinn Jesús er. Um þann stein lesum vér: “Komið til hans, hins lifanda steins, sem að sönnu er útskúfað af mönnum, en hjá Guði útvalinn og dýrmætur, og látið sjálfir uppbyggjast sem lifandi steinar í andlegt hús, til heilags prestafélags, til að frambera andlegar fórnir, Guði vel þóknanlegar fyrir Jesúm Krist. Fyrir því stendur í Ritningunni: Sjá, eg set hornstein í Zíon, valinn og dýrmætan, og sá, sem trúir á hann, mun alls eigi verða sér til skammar. Yður, sem trúið, er hann dýrmætur, en hinum vantrúuðu er steinninn, sem smiðirnir höfnuðu, orðinn að hyrningarsteini og ásteytingarsteini og hneykslunarhellu;—þeir steyta sig á hon- um, af því að þeir taka ekki boðskapn- um.” x. Pét. 2:4-8. Hvernig gat nú Jesús, sem gjörði vel til allra rnanna, orðið mönnum að. hrös- unarhellu ? Það var af því að hann haf ði lögmál Guðs í hjarta sínu. Qm það fræð- ir sálmaskáldið hebreska oss á þessa leið: “Þá mælti eg. Sjá, eg kem; í bókroll- unni eru mér reglur settar. Að gjöra vilja þinn, Guð minn, er mér yndi, og lögmál þitt er hið innra í mér.” Sálm. 40:9. Sá, sem í auðmjúkri hlýðni heldur öll boðorð Guðs og eins og barn treystir hon- um, “er sem Zíon-fjall, er eigi bifast.” Sálm. 125:1. Og jafnvel þótt öll sund virðist stundum vera lokuð, þá er að öllu leyti óhætt að treysta honum. Sjá Jes. 50:10. Þar eð sönn kristin trú er Jesú trú, verður maður að trúa allri Ritningunni og breyta eftir öllum boðorðum Guðs fyr en hann getur gjört heimtingu á að eiga þá trú. Þrjár þúsundir manna mistu atvinnu nýlega, þegar Cunard gufuskipafélagið varð, vegna viðskiftaleysis að fresta byggingu stórskips þess, sem byrjað var að byggja á fljótinu Clyde. Það átti að vera 75,000 smálestir að stærð, hið stærsta flutningaskip heimsins.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.