Stjarnan - 01.03.1932, Blaðsíða 12

Stjarnan - 01.03.1932, Blaðsíða 12
44 STJARNAN Launið ilt með góðu Bóndi nokkur í Suður Afríku fann einu sinni innfæddan rnann í hesthúsinu sínu þegar hann kom út um morguninn. Hann ásakaði hann um að ætla að stela hesti frá sér, en svertinginn sagði aÖ sér< hefði ekkert slíkt til hugar komiÖ, hann væri á heimleið, og hefÖi hvílt sig þar yfir nóttina. Þrátt fyrir allar tilraunir a8 komast í burtu, var aumingja maÖurinn dreginn aÖ stóru tré og þar var höggvin af honum hægri höndin. Þrem mánuðum eftir þennan sorglega atburð bar svo til að bóndinn var langt aö heiman þegar nóttin féll á, hann sá svertingja kofa skamt frá, fór þangað og bað um húsaskjól. Honum var boðið inn og veittur hinn besti beini sem föng voru á. Morguninn eftir þegar bóndinn var ferðbúinn, spurði eigandi kofans hann hvort hann þekti sig um leið og hann rétti fram hægri handlegginn. Bóndinn varð náfölur—hann var handarlaus. — Hann hafði notið gestrisni manns þess, er hann áður hafði sýnt slíka grimd. Svertinginn sagði hógværlega: “Þú varst á valdi mínu, eg hefði getað drepið þig. Hefndin sagði: ‘Dreptu manninn, sem hefir eyðilagt framtíð þína’; en eg svaraöi: ‘Nei, eg er kristinn, eg ætla að fyrirgefa honum.’ ” Blítt svar mýkir reiði Við vorum 37 ár í 'njónabandi,” sagði Mr. Andrews, “og allari þann tima talaði konan mín aldrei þykkjuorð til mín. En eg mun aldrei gleyma því er eg ávítaði hana í fyrsta skifti. Það var helgidags morgun tveim árum eftir giftingu okkar. Eg fann það vantaði einn hnapp á skvrt- una mína, eg þreif hana, kastaði henni út í horn á herberginu og sagði: “Festu hnappinn í skyrtuna.” “Hún var góð og kristileg kona. Hún fór strax og sótti hnapp og festi á skyrt- una.” “En hvað sagði hún?' spurði lítil kona með tindrandi augum. Hún sagði: “Fyrirgef ðu mér elskan mín, eg hafði svo mikið að gera í gær, að eg gleymdi því, en það skal ekki koma fvrir aftur.” “Ó,” sagði maðurinn. um leið og hann leit á mynd konu sinnar. “Hið blíða svar hennar hrærði mið svo mjög, að eg hefði getað fallið á kné fyrir henni og beðið hana fyrirgefningar. Hún gerði mig að nýjum og betri rnanni.” F. N. Smávegis Það kostar hér um bil helmingi meira að ferðast á bifreið heldur en á járn- braut. Það kostar 2 centum minna fyrir hverja mílu að keyra bifreið yfir sléttar steinlagðar götur heldur en yfir ógreið- færa vegi. Þetta, auðvitað, tekur einnig tillit til slits á vélinni. Ef menn nota að meðaltali gallon (4 potta) af ‘gasólíni1” fyrir hverjar 15 mílur, þá hafa menn keyrt á bifreið um 225,000,000,000 mílur í Bandaríkjunum árið sem leið, því þeir notuðu 15,000,000,000 gallons af gasolíni. Frelsisherinn á Englandi ætlar brátt að senda starfsmenn til Djöfulseyjar, það er frönsk útlegðarstöð við strendur Gui- ana í Suður-Ameríku. Þeir eiga að starfa meðal útlaga þeirra, sem þar eru, dæmdir til æfilangrar xitlegðar. Franska stjórnin lætur sér þetta vel líka. Vegna þess hve gestum hefir fækkað, hafa 325 gestgjafahús i New York lagt af 5000 þjóna, og lækkað um 10 af hundraði kaup þeirra, sem halda áfram að vinna. Miljónamæringum Bandaríkanna hefir fækkað um 23,496 siðan árið 1928. Eftir eru aðeins 19,688.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.