Stjarnan - 01.03.1932, Blaðsíða 8
40
STJARNAN
ásamt fjölskyldum þeirra, og svo sem 20
útlagar.
Okkur var sagt í Narym, að eini út-
laginn sem við gætum haft félagsskap við
á Kolguyak væri Austuriskur stríðsfangi.
Hann hafði heyrt af okkur og heilsaði
okkur mjög vingjarnlega þegar við kom-
um.
Aðrir útlagar vortt einnig ntjög vin-
gjarnlegir og buðu oss hjálp. En vér
þektum suma þeirra, höfðum verið sarnan
með þeim í fangelsi áður og vissum að
þeirn var ekki að trevsta. Það var líka
hægra að forðast félagsskap þeirra strax,
heldur en aS slíta sig frá þeim seinna.
Við afþökkuðum því aðstoð þeirra með
öllu, en einn þeirra ællaði ekki að láta
vísa sér á bug, hann greip nokkuð af fam
angrinum, og fór með okkur til að leita
uppi gistihús. Við heimsóttum efnaðasta
manninn á eyjunni, hann var kaupmaður.
Hann hýsti aldrei útlaga, en vinur okkar,
stríðsfanginn, og hinn útlaginn, sem bar
farangur okkar, fullvissuðu hann um að
það væri hættulaust fvrir hann að ljá
oss húsnæði. því vér værum engir glæpa-
menn. Fyrir meðmæli þeirra vorum við
svo heppnir að fá húsnæði hjá þessari
f jölskyldu.
Kolguyak er eyðilegt pláss, ekki svo
mjög vegna náttúrunnar eða fjarlægðar
frá mannabygðum, heldur vegna inn-
byggjenda þess, sem flestir eru glæpa-
rnenn eða hálfviltir Ostyaks. Hinir fáu
Rússar þar, eru samt sem áður ekki eins
óupplýstir eins og ætla mætti. Þeir eru
jafnvel fróðari en margir landar þeirra í
sjálfu Rússlandi.
Hvað trúarbrögð snerti þá höfðum vér
meira frelsi hér en í Alatayevo. Sóknar-
presturinn átti heima í þorpi 20 mílur í
burtu, og kom hann mjög sjaldan til Kol-
guyak. Þegar hann kom var það aðeins
til að fá sér áfengan drykk sem konurn-
ar á eynni bjuggu til, jafnvel þó ölgerð
hefði verið bönnuð í byrjun stríðsins.
Einu sinni meðan vér dvöldum þar
kom prestur þessi, og er hann sté á land
hvíslaði hann einhverju að manni, sem
hjá stóð, þessi flýtti sér af stað til að út-
rétta erindi prestsins, en er honum dvald-
ist varð prestur mjög órólegur, því bát-
urinn átti aðeins að standa við stutta
stund.
Rétt í því bili, sem báturinn fór að
hreifa sig til brottferðar kom sendimað-
urinn aftur. Hann kastaði ákaflega stórri
flösku til prestsins, hann greip hana á
lofti, en tappinn flaug úr henni svo nokk-
uð af þvi, sem í henni var, spýttist upp í
andlit og skegg prestsins, þrátt fyrir þetta
sýndist hann vel ánægður með árangur-
inn af ferð sinni.
Húsbóndi okkar bæði drakk og spilaði,
en allir voru mjög vingjarnlegir við
okkur. Það voru aðeins tvö herbergi i
húsinu, þar bjó Gorelic og eg, húsbændur
okkar, systir húsmóðurinnar og maður
hennar.
Þjófarnir reyndu ennþá að endurnýja
kunningsskapinn við okkur, en fyrri tíma
reynsla fullvissaði okkur um, að tilgang-
ur þeirra var að fá aðgang að húsinu svo
þeir gætu rænt. Hefðum við haft félags-
skap við þá, hefði afleiðingin orðið sú,
að við yrðum að flytja burt af heimilinu,
en í stað þess unnum vér fullkomið traust
og hylli húsbóndans.
Þegar veður var hagstætt þá sváfum
við úti. Eina nótt þegar við sváfum inni
í húsinu brutust þjófar inn í húðina, og
stálu því litla af peningum sem þar var.
Kaupmaðurinn inti aldrei að því að hann
grunaði okkur um nokkra hluttöku í
þjófnaðinum, enda hefði það verið ó-
mögulegt, því við hefðum ekki komist út
úr herberginu án þess að stíga vfir hús-
bóndann þar sem hann lá á gólfinu.
Hér eins og í Alatayevo voru þau ó-
sköp af smáflugum, að þær stundum
myrkvuðu dagsbirtuna. Það var ekki
hættulaust að fara út úr þorpinu án þess
að hafa vörn gegn pest þessari. Það
var ekki eins mikið af þeim rétt í kring
um húsin.