Stjarnan - 01.07.1932, Blaðsíða 2

Stjarnan - 01.07.1932, Blaðsíða 2
98 STJARNAN Biblían Deyjandi ma'Öur sagði: “Réttu mér bókina.” Ltvaða bók heldur þú hann hafi meint? Biblíuna au'ÖvitaÖ, og hon- um var fengin hún. Biblían, GuÖs orÖ, heilög ritning,—þaÖ er bókin sem fremri er öllum bókum. Hún gefur fyrirheit um eilift líf. Engin önnur bók gefur það. “Að taka saman margar bækur á því er enginn endir,” segir hinn vitri. Préd. 12:12. Þótt miljónir bóka hafi verið skrifaðar, þá er aðeins ein bók—Biblían —sem tekur öllum öðrum fram. Það er satt sem hinn nafnkunni W. J. Bryan sagði einu sinni á fjölmennri samkomu: “Heimurinn þarfnast Biblíunnar framar öllum öðrum bókum. Hann gæti betur komist af, þó hann hefði enga aöra bók, heldur en ef hann væri án Biblíunnar.” Guðs orði er líkt við eld, Jer. 20:9; ljós og lampa, Sálm., 119:1051; spegil, Jak. 1:23-25; sverð, Efes. 6:17; hamar, Jer. 23:29; mjólk, 1. Pét. 2:2; brauð, Matt. 4:4; sæði, 1. Pét. 1:23; dögg og regn, 5. Mós. 32:1-5; líf, Orðskv. 4:22. Guðs orð er alt þetta. Það er eldur sem brennir syndina burt úr hjörtum Guðs barna, og að siðustu brennir það upp þá syndara, sem ekki hafa viljað taka á móti frelsun frá synd. Það er ljós, sem lýsir oss gegn um þenna dimma heim. Það er spegill, sem sýnir oss ófull- komleika vorn, og Guðs óendanlega kær- leika. Það er sverð, sem smýgur inn i instu fylgsni sálar og anda . . . til að dæma hugsanir og hugrenningar hjartans. Það er hamar, sem molar og sundur kremur hið harða, synduga hjarta manns- ins. Það er hin ósvikna mjólk, sem nærir og uppbyggir hið andlega líf. Það er brauðið, sem veitir oss hinn andlega þrótt til að gegna vorum dag- legu skyldum. Guðs orð er hið óforgengilega sæði, sem i hjarta hins trúaða ber ávöxt til eilifs lífs. Það er döggin og regnið sem er nauð- synlegt fyrir allan þroska. Sæði getur ekki frjófgast í þurri jörð. Það er líf. Það hefir í sér þann eilífa lífskraft, sem vér þurfum oss til full- komnunar. Biblían opinberar hugsanir Guðs, frelsunarveg mannsins, dóm syndarinnar, og hamingju hinna trúuðu. Kenning hennar er heilög, boð hennar ákveðin, saga hennar sönn, dómar hennar óum- breytanlegír. Lesið Biblíuna svo þér verðið vitrir, trúið henni yður til sálu- hjálpar. Biblían er ljós Guðs á vegi þínum, fæða, þér til andlegs þroska, hún veitir uppörfun og huggun. Hún er landabréf heimsins, stafur pílagrímsins, leiðarsteinn vegfarandans, sverð her- mannsins, og vegbréf hins kristna. Hér er Paradís endurreist, himininn opnaður og gröfinni lokað. Orð hennar ætti að fylla huga vorn, stjórna hjörtum vorum, leiöa fætur vora. Biblían er uppspretta auðæfa, dýrleg paradís og fylling himn- eskrar gleði. Hún er nytsamleg iveði fyrir þetta líf og hið tilkomanda og mun aldrei missa gildi sitt. Alt þetta og mikið meira má segja um ágæti Biblíunnar. Lestu og rann- sakaðu hana kostgæfilega. Gerðu hana að ráðgjafa þínum í lífi og dauða. Þá munt þú, eins og Orðið, vara að eilífu. —E.S. Það er betra að ganga einn götu rétt- lætisins, heldur en að fylgja fjöldanum í því sem ilt er. Það er eitt að dást að Jesú og annað að eiga hann fyrir frelsara.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.