Stjarnan - 01.07.1932, Blaðsíða 7

Stjarnan - 01.07.1932, Blaðsíða 7
STJARNAN 103 12. KAPÍTULI Ungu stúlkurnar gengu sín við hverja hliÖ mér yfir gangplankann, án þess að vita a8 þær í rauninni voru verndar engl- ar mínir. ViÖ héldum uppi fjörugu sam- tali, og létum eins og vér tækjum ekki eftir neinu umhverfis oss, eg sannarlega mundi þó eftir því a8 lögreglumenn stóðu til beggja hliða. Eftir að vér komum um borð héldurn vér áfram samræðunum, þar til hljóðpípa skipsins gaf til kynna að burtfarartími væri kominn, en eg gætti þess að standa ekki þar sem mikið bæri á mér. Þegar systurnar, sem stóðu á bryggj- unni, sáu að báturinn stefndi í áttina til Úfa, mátti sjá undrunar svip á andliti þeirra. Eg veifaði til þeirra brosandi, og gekk svo niður í herbergi mitt. Varla höfðu tíu mínútur liðið fyr en drepið var á dyr hjá mér, og er eg opnaði dyrnar stóð eg andspænis gjaldkera skips- ins. Hann baS um leyfi til að líta á far- seðil minn, þetta hefði ekki valdið mér neinni á hyggju, nema af því að svo hitt- ist á, að orðið sem notað er fyrir farseðil á rússnesku er oft hið sama sem notað er fyrir vegabréf, svo í ógáti tók eg upp og sýndi honum vegabréf mitt. Eftir að hafa litið á það augnablik spurði hann hvort það gæfi mér rétt til að fá fría ferð. Þá skildi eg aS hann hefði spurt eftir far- seðli mínum og sýndi eg honum hann. Hann hefir ef til vill ekki tekið eftir á vegabréfinu, að áfangastaður sá, er þar var nefndur var alveg í öfuga átt við stefnu skipsins. Eða má vera að hann hafi skilið tilgang minn og ekki viljað standa mér í vegi. Næsta morgun komum vér til Úfa. Eg nærri því bjóst við að lögregluþjónar væru þar til að taka mig fastan, en enginn gaf mér gaum. Eg fór beina leið á járnbraut- arstöðina, en mér til mikillar sorgar heyrði eg að enginn lest færi þaðan fyr en seint um eftirmiðdaginn. Eg setti farangur minn út í horn í biðsalnum, og faldi mig svo á þann hátt sem eg hugsaði öruggast, með því að ganga djarflega um göturnar þar til tími væri að fara með lestinni. Eg keypti farseðil til Samara, þaðan ætlaði eg að fara með bát til Tsaritsyn. Eg hefði farið á þriðja plássi til að spara kostnaöinn nema vegna þess að á öðru plássi gat maður verið alveg út af fyrir sig, og lokað sig inni ef ekki voru of margir farþegar með skipinu, en á þriðja plássi voru allir í sama salnum. Eg fór ekki út úr lestinni á viðkomustöðunum, það gæti verið hættulegt ef hermenn væru þar á verði. Vér komum til Samara morguninn eft- ir, en eg hafði ekki nóga peninga til að kaupa farseðil með bát til Tsaritsyn. Það var í S'amara sem prestur okkar hafði heimsótt mig í fangelsið þegar eg var á leiðinni í útlegöina, nú var eg ákveðinn í því að leita hann uppi. En borgin er stór, og eg hafði enga hugmynd um í hverjum hluta borgarinnar hann bjó. En spurði mig fyrir en alt árangurslaust, svo eg á- setti mér að reyna að finna einhvern ann- an utanríkiskirkju söfnuð, á þann hátt gæti mér lánast að finna vorn eigin. Eg mætti gamalli konu, sem bar körfu með kálmeti í, og spurði hana hvar Baptista kirkjan væri. Hún vissi það ekki en benti á bænahús skamt þaðan, sem hún sagði að tilheyrði einhverri annari kirkju. Þetta var vor eigin kirkja og áfast henni var heimili prestsins, sem eg var að leita uppi. Heimsókn hans hafði verið slík

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað: 7. tölublað (01.07.1932)
https://timarit.is/issue/399889

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

7. tölublað (01.07.1932)

Aðgerðir: