Stjarnan - 01.10.1932, Blaðsíða 5

Stjarnan - 01.10.1932, Blaðsíða 5
STJARNAN 149 Davíð Djarfur og fríhyggjumennirnir HiÖ óvænta svar Djarfs, a8 spádóm- arnir um Babýlon hefðu ekki verið upp- fyltir fyr en mörgum öldum eftir fæðingu Krists, vakti allmikla undrun hjá áheyr- endunum. “Það lítur út fyrir að staðhæfingar hans muni ráða úrslitunum,” hvíslaði Kilja að Guðmundi. “Við skulum nú sjá, pabbi er ekki af baki dottinn ennþá,” svaraði hann. “Við skulum vona það,” sagði hún brosandi. “Hér við bætist að það var ekki ein- ungis fall Babýlonar, sem sagt var fyrir af spámönnum þessum,” sagði ræðumað- ur, “heldur sáu þeir og lýstu ástandi borg- arinnar eins og það nú er, og það eru að minsta kosti 2000 ár síðan þessir undraverðu sjádómar voru fluttir. “Kesið með athygli Jes. 13. kap. 14:4- 24; og 21 :i-io; og 47; 1-11; Jeremía 25 : 12-14, og 5°- °g 51 kaP- Það er nóg efni i þessutn versum til að skrifa um það heila bók. Innihald þeirra í fáum orðum er þetta: Babýlon verður gjöreydd, lögð í rústir. H'ún verður að velli lögð, fót- um troðin, án innbyggjenda, grundvöllur hennar verður eyöilagður, múrar hennar niðurbrotnir. Arabar munu ekki tjalda þar né hirðar bæla fé sitt. Rústirnar verða skýli fyrir allskonar óargadýr, sem nefnd eru. Þar verður þurt land og eyði- mörk, brunnið fjall, vantspollar, auðn, gjöreyðing. “Er þessi spádómur óljós? Er hægt að þýða hann á fleiri vegu eins og goða- svörin frá Delphi?” Enginn svaraði nokkru orði þótt ræðumaður biði svars í nokkrar sekúndur. “Vér skulum ganga til atkvæða í þessu máli. Þótt skoðanir séu mismunandi um það, hvenær spádómurinn var gefinn, þá bið eg alla sem álíta hann skýran og skiljanlegan, að lyfta hægri hendi sinni.” Enginn lyfti hendi, svo ræðumaður vissi varla hvað hann átti að hugsa. “Enginn álítur spádómana tvíræða og enginn álítur þá skýra,” sagði hann. “Ef til vill hefi eg ekki gjört sjálfan mig skiljanlegan. Eg ætla að leggja spurn- ingar fram fyrir yður, og óska eg að þér greiðið atkvæði með þeim eða á móti. Spurningarnar skulu vera einfaldar og blátt áfram. Nú skulum vér reyna aftur. Þeir, sem álíta þessa spádóma tvíræöa lyfti hendi sinni.” Enginn hreyfði sig. “Þeir, sem álíta spádómana skýra og einfalda lyfti hendi sinni.” Nú voru margar hendur á lofti. “Það virðist alment samþykki,” sagði hann. “Margar aldir liðu eftir að spádómur- inn var fluttur, áður en hann var upp- fyltur, samkvæmt því seinasta ártali sem vantrúarmenn viðurkenna að Jesajas og

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.