Stjarnan - 01.10.1932, Page 8

Stjarnan - 01.10.1932, Page 8
152 STJARNAN 14. KAPÍTULI. ÞaÖ var meira trúfrelsi i Síberíu held- ur en í sjálfu Rússlandi, þótt hiö síðar- nefnda í orði kveÖnu leyfði þegnum sín- um samvizku frelsi. Eg var mintur á þetta þegar eg kom á heimili prestsins, sem við vorum að leita uppi, því bæði á heimili hans og yfir dyrum bænahússins, var auglýsing um hvenær samkomur voru haldnar, slíkt hefði ekki utankirkju söfn- uði verið leyft á Rússlandi. Presturinn vár ekki heima svo eg sagði konu hans í fáum orðum frá erindi mínu. Henni varð mjög bilt við sem ekki var að furða, þegar þess er gætt hvaða hættu- spil það var sem hún var beðin að taka þátt í. Hún sagði mér að lögregluþjónn væri í næsta herbergi. Eg verð að kann- ast við að mér þótti það alt annað en góð- ar fréttir. Lögregluþjónninn var þar til þess að fá nánari fréttir viðvíkjandi syni þeirra, sem gekk á trúboðsskóla vorn í V estur-Evrópu. Félagi minn og eg réðum strax af að fara í burtu um stund, en koma aftur seinna, eftir að lögregluþjónninn væri farinn. Við höfðum gengið aðeins stutt- an spöl þegar við mættum gömlum vini, fyrverandi forstöðumanni Kákasus trú- boðsins. Hann hafði einnig orðið fyrir ofsóknum ríkiskirkju prestanna, og var sendur í útlegð til þessarar borgar. Hann var ekki í fangelsi, en varð eins og allir útlagar, að fara til fangavarðarins á hverjum degi, til að sýna hann væri þar. Við mæltum okkur mót seinna á heimili prestsins, sem eg þegar hafði heimsótt, síðan skildum við, svo athygli manna leiddist ekki að okkur. Við mættum seinna eins og um var tal- að. Bæði forstöðumaðurinn og prests- konan töldu áform mitt mjög djarflega ráðið. En af því þau sáu engan annan veg, hughreystu þau mig eftir mætti. Eftir að hermaðurinn hafði skift klæð- um við mig, fylgdi hann mér á járnbraut- arstöðina, og benti mér á lestina fyrir særða hermenn, hún átti að leggja af stað til Vladivostok þá um kvöldið, síðan kvaddi hann og fór leið sína. -Nú olli það mér áhyggju að eg leit alls ekki út fyrir að vera særður. Eg hafði tekið eftir hvítu umbúðalérefti í farangri mínum, sem einhver ættingja minna hefir eflaust stungið þar. Það kom nú í góðar þarfir. Eg fór þangað sem enginn gat séð mig og bjó til fatla fyrir hægri hand- legg minn. Þetta var nóg afsökun til að fara með særðu hermanna lestinni, og það afsakaði mig frá að heilsa og fleira sem heimtað er af hermönnum. Eg varð að bíð'a tvo klukkutíma á járnbrautarstöðinni. Eg vakti nokkra eftirtekt, en vera má það hafi verið for- vitni sem olli því en ekki að eg væri grunaður. Hvernig sem því var varið þá gjörði eg mig svo alvarlegan sem mest eg mátti og gekk hermannlega fram og aftur í biðsalnum, Þegar fyrsta merki var gefið fyrir lest- ina að fara af stað, flokkuðust særðir hermenn saman, sumir höfðu mist ann- an handlegginn, aðrir fót, og sumir voru særðir á ýmsan annan hátt. Eins og venja er á Rússlandi, var tals- verður troðningur þegar menn fóru upp í lestina. Eg átti erfitt með að taka far- angur minn upp með annari hendinni. Þegar eg var kominn til sætis komu her- mennirnir, sem í vagninum voru og lögðu fram allskonar spurningar, í hvaða her- deild eg hefði verið, hvaða bardaga við

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.