Stjarnan - 01.10.1932, Blaðsíða 9

Stjarnan - 01.10.1932, Blaðsíða 9
stjarnan JS3 hefðum háð, hvernig eg hefÖi meiÖst o. s. frv. Eg var alveg óviðbúinn slíkri árás. Það hefði leitt til endadausra vandræða ef eg hefði reynt að svara. Mér datt strax í hug að láta sem eg væri heyrnarlaus. Það var þó enginn hægðarleikur svona al- veg fyrirhyggjulaust, samt sem áður sannfærðust ferðafélagar rnínir brátt um það, að eg væri heyrnarlaus, og sumir héldu jafnvel aö vit mitt væri skert, meir eða minna. Sumir reyndu að tala hátt eða hrópa í eyru mér, en þeir þreyttust brátt á því. Svo fóru þeir að tala um sín á milli hvað muni hafa valdið heyrnarleysi mínu, sprengikúlur, kuldi, eða eitthvað annað. Miðaldra maður, sem var með okkur sjmdi mér föðurlega umhyggju, hindraði hina frá að ónáða mig með allskonar spurningum, og sjálfur reyndi hann að tala viS mig með bendingum. Þegar brautarstjórinn kom inn í vagn- inn, lét eg fyrst ekkert á því bera að eg veitti honum eftirtekt, en þessi nýi vinur minn talaði fyrir mig. Eg hafði verið hugsandi um hvort farseðill minn yrði viðurkendur eða hvort hann mundi koma mér í ný vandræði. Þegar brautarstjór- inn hafði markað hann og afhent mér hann aftur án þess að segja orð, þá hefði eg getað æpt af gleði, svo þakklátur var eg. Hefði það komist upp að eg, sem ekki var hermaSur, klæddist einkennis- búningi hermanna, þá hefði afleiðingarn- ar orðið slíkar að mig hryllir við að hugsa til þeirra. Næsta morgun tók lestin að klifra upp fjallið suðaustan við Baikal vatnið, það er nærri míla á dýpt. Meðan verið var að byggja þessa járnbraut höfðu menn lagt bráðabirgðar braut yfir ísinn á vatni þessu, og þungar járnbrautir runnu þar yfir. LandiS þar umhverfis var mjög fagurt í samanburði við þær eyðisléttur, sem vér áður höfðum farið yfir. Um nón- bilið daginn eftir að vér fórum frá Ir- kútsk, staðnæmdumst vér á járnbrautar- stöð þar sem var veitingaskáli fyrir særða hermenn, og systraflokkur þar á staðn- um fylgdi oss þangað, þar voru löng borð með vistum á, mestmegnis brauð og súpa. Systurnar voru mjög hugulsamar við oss, þegar eg var búinn að borða buSust þær til að skifta um umbúðirnar á hand- leggnum á mér. Eg afþakkaði kurteis- lega, en ein þeirra vildi ekki gefa sig. Hún stakk upp á að taka mig til læknis á sjúkrahúsi þar skamt frá. Eg var orð- inn áhyggjufullur hvernig eg gæti komist burt frá henni, því kæmist það upp að handleggur minn væri ósærður, þá var óséð hverjar afleiðingarnar yrðu. Rétt í þessu bili blés lestin til brott- ferðar, það var mér kærkomið hljóð. Eg hafði þó tíma til að kaupa mér svolítiS af baðmull og stakk henni upp í eyru mér, þetta gjörði mér hægra fyrir að látast vera heyrnarlaus, því með þessu móti heyrði eg mjög lítið. Mér geðjaðist alls ekki að þessum brögðum, eg hafði enga löngun eftir æfin- týrum, heldur einungis að eg mætti verða laus.við grimd og harðstjórn. Vér staðnæmdumst á annari járnbraut- arstöð, þar sá eg á bókasöluborSi hefti eftir Kákasíu skáldið Lermantov. Hann bjó skamt frá heimili foreldra minna, svo mér þótti því meira varið í rit hans. Eg keypti bókina til að lesa hana á leið- inni. Þessi rússnesku kvæði komu mér til hjálpar seinna á þann hátt er eg sízt hugði þegar eg keypti þau. Eftir þrjá daga komum vér á landa- mæri Kínaveldis. Það var næsti hættu- staðurinn fyrir mig. Hefðum vér komið þar að nóttu til, gæti eg ef til vill komist af lestinni og farið fótgangandi yfir landamærin, en nú var hábjartur dagur og ómögulegt að fara framhjá lögreglu- mönnum þeim, sem áttu að gæta landa- mæranna. Auk þess var öllum dyrum á lestinni lokað þegar vér nálguðumst járn- brautarstöðvar, og var þeim ekki lokið upp aftur fyr en lestin var komin á fulla ferð.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.