Stjarnan - 01.10.1932, Blaðsíða 13

Stjarnan - 01.10.1932, Blaðsíða 13
STJARNAN 157 Guð gæfi að allir ungir menn og konur reglum Biblíunnar eins og Daníel og fé- meðal vor væru eins trúir grundvallar lagar hans. —R. H. George Washington og móðir hans Þegar vér heyrum frásögur um stór- menni þjóðanna, þá hugsum vér til æsku- ára þeirra, og viljum gjarnan fá að vita eitthvað um uppeldi þeirra. George Washington ólst upp á stórum búgarði í Virginía. Þaðan var útsýni hið bezta yfir Potomac fljótið, og sáu menn skipin sigla þar rétt upp að lendingunni. George litli hafði mestu ánægju af að horfa á skipin og hlusta á sögur sjómann- anna, og hann ásetti sér að verða sjómað- ur þegar hann yrði nógu gamall til þess. Eldri bróðir hans, Eawrence, var á skipi, og er hann sagði frá þjónustu sinni undir stjórn Vernons sjóliðsforingja, þá varö George svo hrifinn að hann gat ekki hugs- að um neitt annað. Sem lítill drengur sat hann á kné móð- ur sinnar meðan hann var að læra lexíur sínar. Hún var mjög vandlát með uppeldi barna sinna. Alt sem George gjörði, hversu lítilf jörlegt sem það var, þá varð það að vera alveg óaSfinnanlegt. Hann varð aÖ fara yfir lexiur sínar aftur og aftur, hvort sem það var lestur eða skrift, þangað til engin villa fanst í þeim. Frú Washington var mjög ströng. Hún áleit að hlýðni væri hin þýðingarmesta lexía sem börn þyrftu að læra. George kannaðist við yfirráð móður sinnar, og mótmælti aldrei ákvörðunum hennar. Hún var mjög bráð í skapi, en stjórnaði geði sínu vel. George erfði þessa lund hennar. Móðir hans kendi honurn sjálf- sjórn, og það gladdi hana þegar hún sá hann stilti sig og stjórnaði skapinu. George var 11 ára gamall þegar faðir hans dó, og móðirin varð því sjálf að ala upp son sinn án aÖstoðar föðursins. En af því hann frá byrjun hafði lært að hlýða, þá setti hann sig aldrei upp á móti henni. Þegar hann var 15 ára gamall vildi hann gjörast sjómaður, og þannig sjálfur vinna sér brauð. Móðir hans leyfði hon- um að fara og Lawrence bróðir hans hvatti hann til þess. Alt var reiðubúið til fararinnar, en rétt áður en hann átti að leggja af stað, kom bréf frá frænda hans i Englandi þar stóðu þessi orð: “Ef framtíð drengsins liggur þér á hjarta, þá láttu hann ekki verða sjómann, á skip- unum verður farið með hann eins og hund.” Móðir Georges las honum bréfið og sagði síðan: “George, þú verður að hætta við að verða sjómaður. Þú verður að finna einhverja hentuga landvinnu.” “Rétt snöggvast tindruðu augu hans af reiði, en han stilti sig og sagði “Eg gjöri eins og þú segir, móðir mín. Eg verö kyr heima.” Kærleiki hans til móðurinnar var sterkari en hans eigin óskir. Frú Washington vissi vel hvílikt stríð þetta kostaði son hennar, og þótt hún væri kona, sem sjaldan lét í ljós tilfinn- ingar sínar, þá streymdu nú tárin niður kinnar hennar. Hún kysti son sinn og sagði blíðlega: “Þakka þér fyrir sonur minn. Guð gefi þú þurfir aldrei að iðrast eftir þessa ákvörðun.” fíann þurfti aldrei að iðrast eftir þessu, því hefði hann gjörst sjómaður, þá hefði hann aldrei gjörst fyrirliði í frelsisstríði Ameríkumanna, og forseti þjóðar sinnar. Þessi unglingur, sem fyrir kærleika og hlýðni við móður sína, gat lagt til hliðar sín eigin áform, var sá maður, sem seinna hlýddi kröfu þjóÖar sinnar, og lagði til hliðar sín eigin þægindi til að þjóna öðr- um. X

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.