Stjarnan - 01.10.1932, Page 16

Stjarnan - 01.10.1932, Page 16
Erfiðir tímar í öllum löndum eru menn orðnir áhyggjufullir út af því ástandi sem nú er orðið alment. Frelsarinn sjálfur og margir spámenn hafa lýst þessu ástandi ná- kvæmlega fyrir mörgum öldum, svo að þeir, sem rannsökuðu Ritningarnar og trúðu þeim, vissu vel að þetta mundi koma yfir heiminn. Þótt bankarnir í Canada séu á nokkurn veginn traustum grundvelli bygðir, þá eru menn víða orðnir svo svikafullir og gráðugir að þeir svífast einskis. Það hefir glögglega komið i ljós í hinu hikla háskólamáli i Winnipeg. I Bandaríkjunum er almenningur víðast hvar hættur að treysta bönkunum, því að bankahrun og bankarán eiga sér stað í tugatali í hverri viku og menn hafa tapað svo hundruðum miljóna dollara skiftir á þeim hrunum. Og vegna þess.að fólkið þorir ekki að leggja fé inn á banka eins og áður, þá geta bankarnir ekki heldur lánað út til þeirra sem þurfa þess með. Þetta hefir í för með sér að bændur, sem ekki voru skuldlausir, þegar f járkreppan byrjaði og alt f-éll í verði, hafa ekki verið færir um að borga rentur og skatta og missa nú löndin sín í þúsunda tali. Takið til dæmis ríki sem Norður Dakota. Þar eru 77 þúsund bújarðir, en bankarnir og lánsfélögin hafa þegar tekið 46 þúsund lönd af bændum þegar þetta er ritað og þúsundir bænda bíða þess að þeir komi og taki heimilin af þeim í vetur. Svona er ástandið víðast hvar í þessum ríkjum. Þess vegna hafa bændur í 22 ríkj- um komið sér saman um, þegar banki eða lánsfélag tekur heimili af f jölskyldu, að fara ekki á það uppboð til að kaupa nokkurn hlut, og eins langt og í þeirra valdi stendur, að halda öllum mönnum í burtu frá þess konar útsölu, til þess að bank- arnir geti ekki losað sig við löndin og heimilin, sem bændur hafa reist. Þeir hafa einnig komið sér saman um að selja ekki hveitið fyr en þeir fái einn dollar fyrir hvert bushel. Þeir hafa víða sýnt svo mikinn áhuga fyrir þessu máli sínu, að það hefir lent í stríði við lögregluna. Fyrir utan eina borg tóku þeir ekki færri en sextíu bændur og hneptu þá í fangelsi fyrir að hafa brotið þau lög, sem vernda um- ferS almennings eftir brautum landsins. Bændur, verkamenn og afturkonmir her- menn eru allir sárir og mjög svo óánægðir með ástandið, því að þeir hakla að auð- félögin myndu geta bætt kjör þeirra ef þau aðeins vildu. Og nú þegar langur og strangur vetur fer í hönd og hungrið sverfur að í stórborgum landsins, þá er óvíst hvort komist verði hjá óeirðum og styrjöldum í Bandaríkjunum, því að menn tala eins og þeir gjörðu á undan stjórnarbyltingunni á Frakklandi. Eitt er víst að auð- valdið.mun einhvern tíma verða fyrir miklum hörmungum, vegna þess að það hefir skelt skolleyrunum við neyðarópi lítilmagnans, því að vér lesum: “Heyrið nú, þér auðmenn, grátið og kveinið yfir þeim eymdum, sem yfir yður munu koma. Auður yðar er orðinn fúinn og klæði yðar eru orðin mölétin, gull yðar og silfur er orðið ryðbrunnið, og ryðið á því mun verða yður til vitnis og eta hold yðar eins og eldur; þér hafið fjársjóðum safnað á síðustu dögunum. Sjá laun verkamannanna, sem hafa slegið lönd yðar, þau er þér hafið haft af þeim, hrópa, og köll kornskurðar- mannanna eru komin til eyrna Drottins' hersveitanna. Þér hafið lifað í sællífi á jörðinni og í óhófi; þér hafið alið hjörtu yðar á slátrunardegi.þreyið því bræður þangað til Drottinn kemur.” Jak. 2:1-7. Það lítur út fyrir að þetta muni rætast áður en langt um líður. —D. G.

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.