Fréttablaðið - 07.02.2019, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 07.02.2019, Blaðsíða 42
Stjarnan - Haukar 79-75 Stigahæstar: Daniella Victoria Rodriguez 28/13 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 21 - LeLe Hardy 20/14 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 16, Þóra K. Jónsdóttir 12. Keflavík - Valur 75-94 Stigahæstar: Birna Valgerður Benón- ýsdóttir 23, Brittanny Dinkins 22, Bryndís Guðmundsdóttir 12 - Helena Sverrisdóttir 32/12 stoðsendingar, Heather Butler 26. Snæfell - Skallagrímur 79-42 Stigahæstar: Kristen Denise McCarthy 26/20 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 10 - Shequila Joseph 12/12 fráköst, Brianna Banks 9, Maja Michalska 9. Breiðablik - KR 81-102 Stigahæstar: Sanja Orazovic 23, Ivory Crawford 21, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 13 - Kiana Johnson 50/16 fráköst/10 stoð- sendingar, Unnur Tara Jónsdóttir 19. Efri KR 28 Keflavík 28 Valur 26 Snæfell 24 Neðri Stjarnan 22 Skallagr. 12 Haukar 10 Breiðablik 2 Nýjast Dominos-deild kvenna Selfoss - KA/Þór 28-29 Markahæstar: Perla Ruth Albertsdóttir 8, Hulda Dís Þrastardóttir 5 - Katrín Vilhjálms- dóttir 7, Martha Hermannsdóttir 6, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 5. Efri Valur 25 Fram 23 Haukar 19 ÍBV 17 Neðri KA/Þór 15 Stjarnan 10 HK 7 Selfoss 4 Olís-deild kvenna Everton - Man. City 0-2 0-1 Aymeric Laporte (45+2.), 2-0 Gabriel Jesus (90+7.).. Enska úrvalsdeildin Audi Q7 e-tron er umhverfismildur tengiltvinnbíll sem sameinar krafta dísilvélar og rafmagnsmótors með drægni allt að 56 km. (skv. NEDC). Verð frá 10.990.000 kr. Audi Q7 e-tron quattro Rafmagnaður Eigum nokkra Audi Q7 e-tron quattro hlaðna aukahlutum á einstöku tilboðsverði. Til afhendingar s trax! 7 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R26 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT GOLF  Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir hóf keppni á ISPS Handa-mótinu í Ástralíu í nótt. Mótið er hluti af LPGA-mótaröð- inni, sterkustu mótaröð heims, og er þetta annað árið í röð sem Valdís tekur þátt í þessu sterka móti. Skagamærin átti rástíma klukkan 02.40 að íslenskum tíma í nótt. – kpt Valdís Þóra hóf leik á LPGA ÍÞRÓTTIR Þriðjudagurinn í þessari viku var  gleðidagur fyrir félags- menn Íþróttafélags Reykjavíkur, ÍR, en þá var skrifað undir samning um byggingu á fjölnota íþróttahúsi á ÍR-svæðinu við Skógarsel. Forráða- menn ÍR og embættismenn borgar- innar undirrituðu þá samning þess efnis að nýtt 5.000 fermetra fjölnota íþróttahús verði reist á ÍR-svæðinu við Skógarsel. Nú hefur leyfi til byggingar verið veitt á þeirri lóð þar sem húsið á að rísa. Framkvæmdir  við byggingu hússins eru hafnar og áætlað er að það verði tekið í notkun í upp- hafi næsta árs. Húsið mun nýtast öllum ÍR-ingum vel en áætla má að það muni helst nýtast undir knatt- spyrnu og frjálsíþróttir. ÍR hefur á sínum snærum tíu deildir, en auk knattspyrnu og frjálsra íþrótta eru fimleikar, handbolti, körfubolti, skíði, júdó, taekwondo, karate og keila starfrækt í Breiðholtsfélaginu. „Það eru þrjú ár síðan ég óskaði eftir því á fundi með Reykjavíkur- borg að einhverjar framkvæmdir myndu hefjast á félagssvæði okkar á næstu árum. Það var tilfinningarík stund að sjá 11 vinnuvélar við störf á svæðinu okkar í vikunni. Þetta mun gjörbreyta landslaginu hjá okkur og bæta aðstöðuna umtals- vert. Það hafa engar meiri  háttar framkvæmdir verið gerðar á æfinga- svæði okkar síðan árið 1980 þann- ig að okkur finnst þetta vera orðið tímabært,“ segir  Ingigerður H. Guðmundsdóttir, formaður ÍR, um framkvæmdirnar sem hófust í vik- unni.   Húsið mun samanstanda af fjöl- nota íþróttasal, sem er á stærð við hálfan knattspyrnuvöll, auk æfinga- svæðis fyrir frjálsar íþróttir í vestur- enda hússins. Þá er gert ráð  fyrir búningsaðstöðu, lyftingasal , geymslurýmum, tæknirými, salern- isaðstöðu, aðstöðu fyrir áhorfendur og lyftu í hliðarbyggingu. Heildar- kostnaður við þessi mannvirki er áætlaður 1,2 milljarðar króna. Á svæði ÍR í Suður-Mjódd er einnig verið að búa til nýjan frjáls- íþróttavöll ásamt þjónustuhúsi, sem nú þegar er uppsteypt. Frjáls- íþróttavöllurinn verður tekinn í notkun í sumar. Einnig er gert ráð fyrir byggingu íþróttahúss með parketgólfi  þar  sem mögulegt er að stunda handbolta, körfubolta og þær bardagagreinar sem félagið leggur stund á. Það hús verður með áhorfendasætum, en ekki hefur verið tímasett hvenær þær fram- kvæmdir hefjast. Þá er í bígerð að hefja byggingu á  fimleikahúsi, en staðsetning og tímasetning á þeim framkvæmdum hefur ekki verið ákveðin. Samanlagt munu allar fyrr- greindu framkvæmdirnar kosta um það bil 2,3 milljarða króna. „Það er auðvitað himinn og haf á milli þess hvernig aðstaðan er núna og hvernig þetta mun líta út þegar framkvæmdunum lýkur. Við erum með 2.800 iðkendur í félag- inu og núverandi aðstaða er löngu sprungin. Þetta er mikil lyftistöng fyrir íþróttalífið í Breiðholtinu og nærumhverfi þess. Það hefur verið sameiginlegur skilningur okkar og Reykjavíkurborgar að húsið muni einnig þjónusta félög á borð við Leikni, Fylki og Víking sem eru  okkar næstu nágrannar. Þetta hús getur að sjálfsögðu ekki verið fyrir öll félögin  í  Reykjavík, en það mun hjálpa til við að leysa aðstöðuvanda fyrrgreindra félaga. Það á eftir að útfæra það hvernig skipting á tímum verður í húsinu,“ segir Ingigerður um þá aðstöðu sem er að rísa.    Þetta er annað fjölnota íþrótta- húsið sem rís í Reykjavíkurborg, en fyrir stendur Egilshöllin í Grafar- vogi. Til samanburðar má nefna að í Kópavogi er eitt fjölnota íþróttahús og ein knattspyrnuhöll. Þar af leið- andi eru tvær hallir sem þjónusta þau tvö félög sem starfrækja fleiri en eina deild í Kópavogi, en þau níu félög sem gera slíkt hið sama í Reykjavík verða að gera sér tvær hallir að góðu. Egilshöll á að þjón- usta öll félögin, en slíku er ekki til að dreifa í þessari höll sem er einungis ætluð ÍR-ingum  og nágrönnum þeirra til afnota. hjorvaro@frettabladid.is Gleðitíðindi fyrir Breiðholtið  Aðstæður til íþróttaiðkunar á félagssvæði ÍR munu breytast svo um munar til batnaðar á næstu árum. Þar mun rísa fjölnota íþróttahús á næsta ári og kemur síðar í kjölfarið hús með parketgólfi og fimleikahús. Þetta mun gjör- breyta landslaginu hjá okkur og bæta aðstöðuna umtalsvert. Ingigerður H. Guðmundsdóttir, formaður ÍR Framkvæmdir hófust í gær á ÍR-svæðinu á nýju íþróttahúsi sem á að vera tilbúið á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR 0 7 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :2 5 F B 0 6 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 4 2 -A 8 A 0 2 2 4 2 -A 7 6 4 2 2 4 2 -A 6 2 8 2 2 4 2 -A 4 E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 6 4 s _ 6 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.