Fréttablaðið - 07.02.2019, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 07.02.2019, Blaðsíða 24
Það lýsir meira innri manni þess sem notar niðrandi orð um annað fólk heldur en að það lýsi á einhvern hátt þeim sem talað er svona niðrandi um. Búnaður í Jaguar F-Pace er m.a.: 18" álfelgur, halógen-aðalljós með dagljósum, framsæti með vönduðu áklæði og átta stefnu handvirkri stillingu, baksýnisspegill með sjálfvirkri deyfingu, gljásvart króm á skrautlista, 10" Touch Pro, upplýstar sílsahlífar úr málmi með Jaguar-áletrun. B ún að ur b íls á m yn d e r fr áb ru g ð in n au g lý st u ve rð i VERÐ FRÁ: 8.890.000 KR. Jaguar F-Pace Prestige. E N N E M M / S ÍA / N M 9 2 2 2 5 J a g u a r F - P a c e 5 x 2 0 f e b VERIÐ VELKOMIN Í REYNSLUAKSTUR JAGUAR HESTHÁLSI 6-8, 110 REYKJAVÍK SÍMI: 525 6500 JAGUAR F-PACE ÞAÐ VILJA EKKI ALLIR VERA EINS OG ALLIR HINIR. Það kannast flestir við fílinn í stofunni. Það sem allir vita en enginn vill ræða. Stundum gengur ágætlega upp að lifa með fílnum, en oftast er tilvist hans óþol- andi. Sérstaklega þegar hún veldur því að mikilvæg samfélagsleg hags- munamál eru ekki leidd til lykta. Á hinum pólitíska vettvangi eru nú mörg mikilvæg og umfangsmikil mál til umræðu og úrlausnar. Mál sem varða hagsmuni þjóðarinnar mikið. Það má nefna hér tillögur rík- isstjórnarinnar í húsnæðismálum og samgönguáætlun sem er verið að ræða á Alþingi þessa dagana. Enn fremur áherslur varðandi aðstæður og uppbyggingu í ferðaþjónustunni og síðast en alls ekki síst stefnu ríkis- stjórnarinnar í loftslagsmálum. Þessi mál hafa öll verið kynnt af hálfu ríkisstjórnarflokkanna þriggja án þess að vikið hafi verið orði að fílnum sem í þessu tilfelli er vel sýni- legur og áþreifanlegur mitt í hjarta Reykjavíkur. Hvernig er hægt að leggja til bestu mögulegar lausnir á húsnæðisvand- anum á höfuðborgarsvæðinu; lóða- framboð, hverfauppbyggingu og skipulag byggðar, án þess að víkja orði að þeirri staðreynd að undir flugvellinum í Reykjavík liggja bestu og dýrmætustu lóðirnar sem ríkið getur boðið til lausnar á húsnæðis- vandanum? Hvernig er hægt að leggja til úrbætur í samgöngumálum á höf- uðborgarsvæðinu næstu 15 árin; öryggismál og umferðarflæði, án þess að taka inn í myndina áhrifin sem uppbygging íbúðahverfa í Vatnsmýrinni myndi hafa á þau mál? Ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur kynnt háleit markmið í tengslum við stefnu sína í loftslagsmálum. Hvernig fara þau mikilvægu markmið, og markmið um umhverfismál almennt, saman við þá tímaskekkju að hér situr flug- völlur inni í miðri borg? Og ferðaþjónustan. Það er ítrekað kallað eftir stefnu í þessari stóru og mikilvægu atvinnugrein. Hvernig fer það saman að setja markmið um meiri dreifingu ferðamanna um allt land, m.a. með tilliti til þolmarka á ákveðnum landsvæðum og hags- muna ferðaþjónustuaðila á lands- byggðinni, án þess að taka alvöru umræðu um áhrif þess að hinir erlendu gestir okkar þurfa að fara alla leið inn í miðbæ Reykjavíkur ef þeir vilja halda áfram flugleiðis út á land? Hvassahraunið er ákjósanlegur kostur fyrir flugvöll sem sinnir bæði innanlands- og millilandaflugi. Fyrir bæði ferðamenn og íbúa lands- byggðarinnar eru fleiri jákvæðir þættir samfara því fyrirkomulagi en flugvöllur í miðborg Reykjavíkur. Reykjavíkurflugvöllur verður þar sem hann er þar til samstaða næst um aðra lausn. Það er dapurlegt að verða vitni að því að ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar er einhuga um að leita ekki eftir sam- stöðu. Þessi ríkisstjórn hefur komið sér huggulega fyrir í stofunni við hlið fílsins. Það er vissulega svolítið þröngt en þröngt mega jú sáttir sitja. Og á meðan þurfa þessir íhalds- flokkar ekki að hrista upp í kerfinu. Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar Fyrir nokkrum dögum þegar ég var að lesa gegnum kommentakerfið á Twitter þá fékk ég allt í einu skrítna tilfinn- ingu sem ég áttaði mig ekki á. Mér leið eins og ég væri áhorfandi að atburðarás sem væri engan veginn í lagi. Ég áttaði mig síðan fljótlega á því hvað það var, það voru orðin sem margir notuðu, já, það voru ljót orð og setningar sem blöstu við mér á Twitter og á Snapchat. Um leið átt- aði ég mig á því að þetta ljóta orða- val er það sem er líka notað á öðrum samskiptamiðlum. Mig langar að biðja allt það fólk sem er að tjá sig á opnum sam- skiptamiðlum, eins og til dæmis á Twitter sem er vinsæll samskipta- miðill, að hafa í huga hvaða orð eru valin. Það fer ekki mikið fyrir málefnalegum umræðum á þessum opnu samskiptamiðlum. Það er of áberandi að fólk svari hvort öðru með: „Ertu fatlaður eða ertu mongo- líti.“ Til þess síðarnefnda var vægast sagt vísað á mjög óviðeigandi hátt í fjórða sjónvarpsþættinum af Ófærð þegar einn leikarinn sagði: „Hann er svona korter í Downs.‘‘ Sem betur fer brást fólk við og tjáði sig um að þetta væri bæði niðrandi og særandi fyrir foreldra sem eiga börn með Downs. Við þurfum alltaf og allstaðar að passa okkur á því hvað við segjum við fólk, um fólk og hvaða orð og setningar við notum í samskiptum hvar sem við erum og þá sérstaklega á opinberum vettvangi. Mér finnst t.d. hugmynd fyrir þjóðina að hætta að nota niðrandi orð um vini eða ættingja eða sem eitthvert flipp. Það lýsir meira innri manni þess sem notar niðrandi orð um annað fólk heldur en að það lýsi á einhvern hátt þeim sem talað er svona niðrandi um. Svona framkoma er allavega undir engum kringumstæðum í lagi og alls ekki fyndin. Við ættum að sameinast um það sem samfélag árið 2019 að vanda okkur betur í samskiptum og tala af virðingu um fólk og við fólk og segja ekki annað en það sem við viljum að sé sagt um okkur. Gætum að orðavali okkar Freydís Kjartansdóttir nemi við Háskólann á Akureyri 7 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R24 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 7 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :2 5 F B 0 6 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 4 2 -A D 9 0 2 2 4 2 -A C 5 4 2 2 4 2 -A B 1 8 2 2 4 2 -A 9 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 6 4 s _ 6 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.