Fréttablaðið - 07.02.2019, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 07.02.2019, Blaðsíða 4
Fáðu blað dagsins í tölvupósti kl. 5.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista Frétta- blaðsins á www.frettabladid.is/ nyskraning. Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið UMBOÐSAÐILI JEEP Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 ® jeep.is JEEP® ALVÖRU JEPPAR - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF VIÐ KYNNUM NÝJAN JEEP® CHEROKEE STAÐALBÚNAÐUR M.A. 2.2 LÍTRA 195 HÖ. DÍSELVÉL, 9 GÍRA SJÁLFSKIPTING, JEEP® ACTIVE DRIVE MEÐ 4 DRIFSTILLINGUM, HÁTT OG LÁGT DRIF (LIMITED ÚTFÆRSLA), LEÐURINNRÉTTING, 8,4” UPPLÝSINGA- OG SNERTISKJÁR, ÍSLENSKT LEIÐSÖGUKERFI, RAFDRIFIN OG SNERTILAUS OPNUN Á AFTURHLERA, APPLE & ANDROID CARPLAY, FJARSTART, BAKKMYNDAVÉL MEÐ BÍLASTÆÐAAÐSTOÐ OG SKYNJURUM, LYKILLAUST AÐGENGI OG RÆSING, HITI Í FRAMSÆTUM, HITI Í STÝRI, LED AÐALLJÓS, LED AFTURLJÓS, RAFDRIFNIR OG UPPHITAÐIR HLIÐARSPEGLAR, BLUETOOTH TIL AÐ STREYMA TÓNLIST OG SÍMA. JEEP® CHEROKEE LONGITUDE LUXURY FRÁ: 7.990.000 KR JEEP® CHEROKEE LIMITED VERÐ FRÁ: 9.580.000 KR CHEROKEE LONGITUDE LUXURY FJÖLMIÐLAR Fréttablaðið.is fagnar í dag eins árs afmæli sínu. Vefmiðill- inn hefur á þessum tíma unnið sér sess á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Markmiðið er áfram að færa lesend- um traustar og áreiðanlegar fréttir, öllum stundum dags. Fréttablaðið.is hefur hlotið afar góðar viðtökur lesenda allt frá fyrsta degi, þann 7. febrúar 2018. Vefmiðillinn var opnaður með formlegum hætti af Lilju Alfreðs- dóttur, mennta- og menningar- málaráðherra, rúmri viku síðar, eða 15. febrúar 2018. Alls hafa um 36.700 greinar verið ritaðar á vefinn á þessu eina ári. Hugmyndin um stofnun Frétta- blaðsins.is var fyrst rædd árið 2016 og kom svo til framkvæmda árið 2017 þegar fyrirséð var að Frétta- blaðið og Vísir.is yrðu aðskilin, en miðlarnir tveir höfðu haldist í hendur frá árinu 2004. Gríðarleg vinna var lögð í hönn- un og þróun vefsins þar sem áhersla var lögð á einfaldleika og gott aðgengi. Komu fjölmargir að verk- efninu, bæði hér heima og erlendis. Fréttablaðið þekkja langflestir landsmenn. Blaðið hefur ratað í póstkassa þeirra flestra í tæpa tvo áratugi og þannig skipað sér sess í lífi Íslendinga. Blaðinu er dreift á Stór-Reykjavíkursvæðinu, Suður- nesjum og Akureyri auk þess sem sérstaka Fréttablaðskassa er að finna víða um land. Að auki má nálgast allar fréttir blaðsins, og miklu meira til, á hinum eins árs gamla vef, www. frettabladid.is. Greinarnar á vefmiðli Fréttablaðsins urðu 36.700 á fyrsta starfsárinu Vefmiðli Fréttablaðsins var hleypt af stokkunum fyrir ári. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KJARAMÁL „Það sem gerðist á þessum fundi var allavega það að í næstu viku munum við ræða launaliðinn. Það verður að koma í ljós hvort Sam- tök atvinnulífsins muni þá leggja fram eitthvert alvöru tilboð,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Áttundi fundur Samtaka atvinnu- lífsins (SA) og Eflingar, VR, Verka- lýðsfélags Akraness og Verkalýðs- félags Grindavíkur fór fram í gær. Aðilar munu hittast næst á miðviku- daginn í næstu viku. Már Guðmundsson seðlabanka- stjóri sagði í gær að það væri að slakna á spennu í þjóðarbúskapnum en það væri ekki samdráttur fram undan nema til kæmu ný áföll. Verk- föll og launahækkanir langt umfram svigrúm yrðu slíkt áfall. „Sem fulltrúi verka- og láglauna- fólks þá finnst mér þessi orðanotkun bara sjokkerandi. Að það sé áfall ef við komumst skrefinu nær því að hér náist einhvers konar efnahagslegt réttlæti,“ segir Sólveig Anna. Henni finnst skjóta skökku við að manneskja sem samkvæmt öllum íslenskum mælikvörðum hafi mjög háar tekjur leyfi sér að tala svona til fólks sem sé að berjast fyrir því að á þremur árum verði lágmarkslaun 425 þúsund. „Okkar félagsmenn eru að berjast fyrir því að fá greitt eitthvað sem mætti kalla mannsæmandi laun. Þetta er fólk sem hefur með sinni miklu vinnu keyrt hér upp uppgang í efnahagslífinu og komið íslensku samfélagi upp úr kreppu með sinni geigvænlega miklu vinnu.“ Ummælin séu þó góð innsýn í vissan hugarheim og afstöðu gagn- vart lífi og tíma fólks. Í dag verður kynnt ný skýrsla um skattamál sem Stefán Ólafsson, pró- fessor í félagsfræði, og Indriði H. Þor- láksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, unnu að beiðni Eflingar. „Við erum að krefjast þess að atvinnurekendur mæti okkur af sanngirni en jafnframt að sækja mjög markvisst fram gegn stjórn- völdum. Við þurfum að snúa af þess- ari ömurlegu vegferð sem við höfum verið á. Það þarf að nota skattkerfið sem raunverulegt jöfnunartæki með því að endurúthluta gæðunum.“ Skattkerfið gagnist einkum ríkasta fólkinu beinlínis á kostnað láglauna- stétta sem í raun haldi samfélaginu gangandi. „Það er ekki bara þessi við- bjóðslega samræmda láglaunastefna sem hér hefur tíðkast heldur ber rík- isvaldið stóra ábyrgð á lífskjörum fólks með því að nota skattkerfið gegn því.“ sighvatur@frettabladid.is Segir ummæli seðlabankastjóra innsýn í afstöðu hans til fólks Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist sjokkeruð á ummælum seðlabankastjóra um afleiðingar verkfalla og launahækkana. Félagsmenn sínir séu aðeins að berjast fyrir mannsæmandi launum fyrir störf sín. Efling beinir sjónum sínum að ríkisstjórninni með nýrri skýrslu um skattamál sem kynnt verður í dag. Sólveig Anna segir félagsmenn sína einungis vera að berjast fyrir mannsæmandi launum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN DÓMSMÁL Maður var dæmdur í átta mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir vopnalaga- brot og brot gegn valdstjórninni með því að hafa opinberlega og án heimildar klæðst einkennisjakka sem áskilinn er íslensku lögregl- unni og hluti af einkennisbúningi hennar, við Lækjarvað í Reykjavík síðastliðið sumar.  Þá hafði maðurinn einnig haft í vörslu sinni útdraganlega kylfu, sem ekki er ætluð til íþróttaiðkunar og ein handjárn úr málmi. Ekki kemur fram í dómnum hvernig maðurinn komst yfir umræddar eignir lögreglunnar en tækin voru, auk jakkans, gerð upp- tæk samkvæmt dómsorði. Maðurinn var einnig dæmdur fyrir fíkniefnabrot og fyrir umferðarlaga- brot. – aá Í fangelsi fyrir að þykjast vera lögreglumaður Klæddist einkennisjakka lögreglu og fékk dóm fyrir brot gegn valdstjórn- inni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Sem fulltrúi verka- og láglaunafólks þá finnst mér þessi orðanotkun bara sjokkerandi. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar 7 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 7 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :2 5 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 4 2 -7 C 3 0 2 2 4 2 -7 A F 4 2 2 4 2 -7 9 B 8 2 2 4 2 -7 8 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 6 4 s _ 6 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.