Velferð - 01.07.2007, Blaðsíða 3

Velferð - 01.07.2007, Blaðsíða 3
Frá ritstjóra Velferð - Blaðið ykkar Kæru lesendur. Á öðrum stað í blaðinu er áréttað hversu nauðsynlegt það er fyrir ritsjórn hvers blaðs og stjórn allra félaga að vera í góðum tengslum við lesendur og félaga sína. Einlæg von okkar og ósk er einföld: Sendið blaðinu hugmyndir og tillögur um efni og efnistök, stökur, frásögur um gaman og alvöru llfsins, reynslusögur og nýjustu fréttir sem þið hafið heyrt, lesið eða séð á netinu varðandi nýjungar, rannsóknir, meðferð og tækni í hjarta- og æðasjúkdómum. Hafið efnið stutt og gagnort - en ritnefnd áskilur sér rétt til að stytta efnið og breyta ef með þarf í samvinnu við höfunda. Netföng ritnefndar: asgeir@hjartaheill.is margret@sibs.is petur@sibs.is thorir@hj artaheill. is Lífsgildi okkar og lífsviðhorf Til allrar hamingju hafa flestir íslendingar nóg að gera. Pví miður eru margir þó svo önnum kafnir að þeir sjá varla fram úr verkefnum. Fjölskyldan, fjölskyldulífið og við sjálf sem mann- eskjur verðum útundan oft með alvarlegum afleiðingum. í stuttu máli: Menn gleyma að rækta góðvildina og kærleikann. Þegar það gleymist deyfist lífsneistinn með lífsorku og bjartsýni og framtíðin dökknar. Margir íslendingar vinna mikið. Yfirvinna, aukavinna, verðbréf og hlutabréf, fylgjast alls staðar með, ekki missa af neinu, tjaldvagn, húsvagn, jeppi, nýjar innréttingingar . . . (Hljómar kunnuglega). Og svo má ekki gleyma börnunum. Þau þurfa að eiga sínar tölvur og tól og best væri að gefa þeim þau í skírnargjöf. . . þá þegja þau kannski á meðan.þau dunda sér við tækin. Dýrmætur tími glatast í samfélagi barnanna sem bæði foreldrar og börn þurfa á að halda. Unaðsstundir sem aldrei gleymast en geymast sem dýrmæt og gefandi minning þegar árin færast yfir. Allt er þetta gott og blessað. Að vissu marki. Auðvitað eru peningar mikilvægir og tölvur eitt mikilvægasta samgöngutæki nútímans sem enn á eftir að bylta miklu. Á öllum tímum hefur ávallt verið erfitt að þekkja sjálfan sig, leita inn á við og spyrja í ró hver séu lífsviðhorf okkar og eftirsóknarverð gildi. Maðurinn er skapaður fyrir eðlilega streitu og álag til líkama og sálar. En fyrr má nú kannski rota en dauðrota. Við megum ekki gleyma sjálfum okkur og rjúka langt fram úr eigin getu, hæfni og hæfileikum og ganga með ógnarhraða á lífsorkuna. Maðurinn er ekki eilífur og árin sem við teljum hér á jörð eru ekki mörg. Þau líða skjótt og við erum sífellt minnt á gömul sannindi úr Hávamálum að maðurinn sé félagsvera, að „maður sé manns gaman". Við höfum yndi og gleði af því að vera innan um aðra og njóta tilverunnar í ró, friði og gleði. Hvar stöndum við í dag? Veikist börn okkar eða vinir til dæmis af alvarlegum, langvinnum sjúkdómum, hvort horfum við þá meira á sjúkdóminn sjálfan eða manneskjuna? Hættir okkur ekki til að einblína á veikindin og sjá persónuna út frá þeim sjónarhóli? Höfum við ræktað þann hæfileika okkar að horfa til framtíðar og á jákvæðar hliðar lífsins? Höfum við tamið okkur að horfa fyrst og fremst á hvað sjúklingurinn getur og gleðjast yfir því með honum frekar en að stara okkur blind á hömlur hans og það sem hann getur ekki? Ef við brjótum eina tá - eru níu heilar eftir. (Auðvitað er afar bagalegt að missa mátt í tá). Þegar við vöknum að morgni getum við hugleitt hvað við getum gert og glaðst yfir því - eða valið að einblína á það sem við getum ekki og hryggst yfir því. Rannsóknir sjrna að gleði, jákvæðni, trú og bjartsýni hafa áhrif á ónæmiskerfi okkar og líðan. Hver teljum við vera lífsgildi okkar í raun? Fáein orð til minnis! V Líkaminn er byggður fyrir hreyfingu, virkni til hugar og handar. Um 40% af líkama okkar eru vöðvar og 15% bein. Við erum hönnuð til að takast á við llfið og tilveruna, glíma hvern dag og njóta verunnar með vinum, ættingjum og samferðafólki í erli daganna og i menningarlífi samfélagsins. V st Við aukum kyn okkar og deyjum eins og allar lifandi verur náttúrunnar. Nýjar rannsóknir sýna að jákvætt lífsviðhorf, lífsgleði og trú styrki ónæmiskerfi líkamans til muna. Manninum er gefið í vöggugjöf að geta horft til framtíðar, spáð um komandi tíma með tilraunum og vísindum til að bæta heiminn og auka lífsgæði okkar og gleði. BAKKAVÍ5R tÍAmhmm Farsímalagerinn.is Velferð 3

x

Velferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.